44. fundur 10. febrúar 2022 kl. 16:00 - 19:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir oddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Hjalti Tómasson varaoddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir varamaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Áður en gengið var til dagskrár gaf oddviti orðið til sveitarstjóra sem fór yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins. Jóhanna Hlöðvarsdóttir tók þátt í fundinum í ZOOM fjarfundi sökum ófærðar.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 43

2112006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 43 Lögð fram yfirlitsmynd skipulags athafnasvæðis við Faxaflatir og Sleipnisflatir ásamt minnisblaði um undirbúning gatnahönnunar frá sviðsstjóra Eigna- og framkvæmda. Byggðarráð leggur til að hefja gatnahönnun fyrir svæðið en fyrstu lóðum á svæðinu hefur þegar verið úthlutað og stefnt að framkvæmdum innan ársins.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs. Kostnaður við frumhönnun rúmast innan fjárhagsáætlunar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 43 Verkfundargerð nr. 3 lögð fram til kynningar. Jafnframt lagt fram minnisblað frá Sviðsstjóra Eigna- og framkvæmda um að skoðað verði að undirbúa lóðir við Ómsvelli fyrir úthlutun þar sem öllum lóðum hefur nú verið úthlutað við Orra- og Sæluvelli.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs. Kannað hefur verið hjá verktaka hvort vilji væri til að semja um að bæta Ómsvöllum við framkvæmdir á Rangárbökkum á sömu verðum og gilda í núverandi samningi og liggur fyrir jákvætt vilyrði fyrir því. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

    Samþykkt samhljóða.

2.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 47

2201002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 47 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 2.2 2202006 Ársel landskipti
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 47 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 47 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 47 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 47 Skipulags- og umferðarnefnd fjallaði um viðbrögð við umsögnum umsagnaraðila við matsáætlun vegna þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum.

    Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi skjal og leggur til að það verði sent til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
    Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 47 Skipulagsnefnd leggur til að beiðni lóðarhafa verði samþykkt og að gerð verði nauðsynleg breyting á deiliskipulagi því samhliða. Nefndin leggur til að fallið verði frá kröfu um grenndarkynningu þar sem breytingin er ekki talin hafa áhrif á lágmarksfjarlægðir á milli húsa. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 47 Skipulagsnefnd telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um veruleg neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 47 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fallið verði frá kröfu um grenndarkynningu þar sem breytingin hefur engin áhrif á aðra en eigendur.
    Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 47 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 47 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 47 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 2.12 2109053 Fossabrekkur
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 47 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Jafnframt verði þeim sem gerðu athugasemdir, bæði við lýsinguna og tillöguna, send viðbrögð sveitarstjórnar. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 47 Skipulagsnefnd telur að tiltekið ákvæði í kafla 2.2.2 í greinargerð aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 sem óskað er breytingar á sé haldið miklum annmörkum og geti hindrað eðlilega uppbyggingu á skilgreindum frístundasvæðum í sveitarfélaginu. Algengt er að hver kaupandi kaupi nokkrar lóðir saman og því óljóst hvort eða hvenær verði byggt á þeim öllum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að breyta eigi orðalagi viðkomandi ákvæðis þar sem orðin "hafa verið byggðir" verði felld út og orðin "hefur verið ráðstafað" sett í staðinn. Engar aðrar breytingar verði gerðar á viðkomandi ákvæði. Nefndin telur þessa breytingu minni háttar og leggur til að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu á aðalskipulaginu sé að ræða.
    Jafnframt leggur nefndin til að landeiganda verði heimilt að leggja fram nýtt deiliskipulag af tilteknu svæði í samræmi við fram lögð gögn, þegar fyrir liggur staðfesting á að 2/3 hlutar svæðisins hafi verið seldir eða ráðstafað. Nefndin telur þó ekki ákjósanlegt að tengja viðkomandi svæði við núverandi frístundasvæði Fjallalands, heldur skuli reynt að haga aðgengi þannig að svæðin verði aðskilin eins og kostur er. Nefndin leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins hvað varðar landnotkun.
    Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

3.Fiskiræktun í efri hluta Eystri Rangár

2104031

Til afgreiðslu
Sveitarstjórn hefur fjallað um málið á þremur vinnufundum þann 6.1.2022, 7.2.2022 og 8.2.2022. Hefur m.a. verið fundað með aðstandendum verkefnis um fiskirækt í efri hluta Eystri-Rangár. Þá hafa starfsmenn og sérfræðingar sveitarfélagsins aflað frekari gagna um málið. Í ljósi umræðu á fyrrgreindum fundum og þeirra ábendinga sem bárust um málið fyrir síðasta fund sveitarstjórnar þá er lögð hér fram tillaga að viljayfirlýsingu sveitarstjórnar varðandi málið:

Sveitarfélagið Rangárþing ytra lýsir yfir vilja til þess að skipta upp jörðunum Fossi og Árbæ þannig að meginhluti jarðarlands hvorrar jarðar verði á sér landnúmerum. Það land sem eftir stendur á hvorri jörð fyrir sig ber þá upprunalega landnúmerið og samkvæmt lögum þá fylgir veiðiréttur upprunalega landnúmerinu. Jafnframt lýsir sveitarfélagið Rangárþing ytra yfir vilja til að leigja óstofnuðu félagi um fiskirækt í efri hluta Eystri Rangár, sem Lýður Skúlason, Guðmundur Ingi Hjartarson og Finnur Björn Harðarson eru í forsvari fyrir, land það sem verður á upprunalegu landnúmerunum. Leigunni fylgir aðgengi að efri hluta Eystri-Rangá innan jarðanna og er fyrrgreindum aðilum veitt vilyrði um leyfi fyrir að þeir leggi nauðsynlega veiðislóða, gerist þess þörf, með fyrirvara um samþykki leyfisveitenda varðandi skipulag og umhverfismál. Um er að ræða leigu til allt að 5 ára eða þar til kemur í ljós hvort áætlanir um fiskiræktina muni ganga eftir. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum varðandi árangur í fiskirækt er vilji til að framlengja leigunni til allt að 30 ára. Ekki er vilji til að selja jarðirnar en til greina kemur að selja 5 ha spildu, sem sveitarfélagið mun staðsetja, úr annarri jörðinni að uppfylltum fyrrgreindum skilyrðum og að 5 ára reynslutímabili liðnu. Kaupverð spildunnar verði metið af til þess kvöddum aðila sem báðir aðilar samþykkja. Leiguverð upprunalegu jarðanna verði sömuleiðis metið með sama hætti.

Samþykkt samhljóða.

Jafnframt verði málið kynnt fyrir hagsmunaaðilum í framhaldinu á næstu vikum.

4.Ósk um leyfi frá störfum í sveitarstjórn

2201059

Steindór Tómasson óskar eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn, stjórn Húsakynna bs og Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs út núverandi kjörtímabil.
Fyrir liggur erindi frá Steindóri Tómassyni um leyfi frá sveitarstjórnarstörfum vegna fæðingarorlofs frá 1. febrúar 2022 og út núverandi kjörtímabil. Sveitarstjórn samþykkir leyfið samhljóða. Eftirtaldar breytingar verða í nefndum og stjórnum:

Byggðarráð: Varamaður: Yngvi Harðarson
Oddi bs: Varmaður: Jóhanna Hlöðversdóttir
Húsakynni bs: Aðalmaður: Yngvi Karl Jónsson Varamaður: Jóhanna Hlöðversdóttir
Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps bs: Aðalmaður: Yngvi Harðarson Varamaður: Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Skipulags- og umferðarnefnd: Varamaður: Jóhanna Hlöðversdóttir
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag: Jóhanna Hlöðversdóttir

Samþykkt samhljóða


Bókun D-lista
Fulltrúar D-lista vilja nota tækifærið þar sem Steindór Tómasson verður í leyfi það sem eftir lifir kjörtímabilsins að þakka honum samstarfið í sveitarstjórn síðustu fjögur árin.

Björk Grétarsdóttir
Haraldur Eiríksson
Hjalti Tómasson
Ágúst Sigurðsson
Fylgiskjöl:

5.Aðgerðaáætlun Suðurlands í sorpmálum

2101050

Í samræmi við ákvæði 6. greinar laga nr. 55/2003 og samkomulag frá 15. maí 2009 hefur samstarfsvettvangur SORPU bs, Sorpurðunar Vesturlands hf. Sorpstöðvar Suðurlands bs og Kölku, sorpeyðingarstöðvar sf. unnið tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði samlaganna fjögurra fyrir tímabilið 2022 -2033. Til staðfestingar.
Lagt er til að sveitarstjórn Rangárþings ytra staðfesti svæðisáætlunina fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

6.Erindi vegna fyrirkomulags þjónustu barnaverndar

2202015

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir samræðu um framtíðarfyrirkomulag þjónustu barnaverndar.
Tekið vel í málið og lagt til að fela sveitarstjóra að taka þátt í boðuðum samráðsfundi og leggja síðan fram minnisblað fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

7.Stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags

2202017

Með lögum nr. 96/2021 var gerð breyting á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þannig að nú ber sveitarfélögum, samhliða gerð fjárhagsáætlunar að móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú ár á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags. Við gerð og mótun stefnunnar skal sveitarstjórn hafa samráð við íbúa sveitarfélagsins.
Lagt er til að fela byggðarráði að undirbúa vinnu við mótun stefnunnar og leggja fram tillögu að vinnulagi á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

8.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2022

2201023

Yfirlit um gatnagerðargjöld 2012-2021 og fyrirspurnir.
Lögð fram svör við fyrirspurn Á-lista um gatnagerðargjöld frá síðasta fundi sveitarstjórnar. Lagðar fram eftirfarandi nýjar fyrirspurnir:

8.1. Fulltrúar Á-lista óska eftir umræðum um breytt fyrirkomulag reksturs Sorpstöðvar Rangæinga.
Sveitarstjóri fór stuttlega yfir þá vinnu sem nú er í gangi hjá Sorpstöðinni varðandi endurskoðun sorphirðunnar. Fram kom að reiknað er með að skýrsla um endurskoðunina mun verða tilbúin í lok febrúar. Einnig voru ræddar ýmsar hliðar á starfsemi Sorpstöðvarinnar en almennt er talið að starfsemin gangi vel.

8.2. Hefur sveitarfélagið innheimt tekjur af efnistöku í Aldamótaskógi? Ef svo er, hversu miklar tekjur hefur sveitarfélagið haft af efnistökunni á ári undanfarin fjögur ár (2018, 2019, 2020 og 2021)?
Sveitarstjóra falið að taka saman umbeðnar upplýsingar og leggja fram á næsta fundi sveitarstjórnar.

8.3. Framhaldsfyrirspurn um greidd gatnagerðargjöld.
a) Eru þetta full gatnagerðargjöld eða er afsláttur veittur af gjöldum af einhverjum lóðum? Ef svo er, hvaða afsláttur var veittur og hver veitti hann?
Sveitarstjóra falið að taka til umbeðnar upplýsingar og leggja fram á næsta fundi sveitarstjórnar.

b) Ný samþykkt um byggingargjöld tók gildi 14. október 2021, hvaða lóðir á þessu yfirliti greiða eftir nýrri gjaldskrá?
Svar sveitarstjóra: Búið er að bæta inn skýringu í skjalið þar sem þetta kemur fram.

c) Óskum eftir yfirliti yfir kostnað við gatnagerð (nýframkvæmdir, ekki viðhald) árin 2013-2021. Fá sundurliðaðan kostnað við einstakar götur á þessu tímabili.
Sveitarstjóra falið að taka saman upplýsingar og leggja fram á næsta fundi sveitarstjórnar.

9.Sala íbúða við Nestún 4 og 6 og Þrúðvang 10

2201017

Tilboð í eignir
Farið yfir tilboð sem borist hafa í Nestún 4 og 6. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
Ágúst Sigurðsson vék af fundi.

10.Ráðningarsamningur sveitarstjóra

2202026

Á-listi hefur óskað umfjöllunar um ráðningarsamninginn.
Bókun Á-lista:

Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra óskuðu eftir umræðu um ráðningarsamning sveitarstjóra. Þar sem sveitarstjóri gaf út yfirlýsingu um miðjan janúar að hann myndi ekki gefa kost á sér í komandi kosningum þá er eðlilegt að spyrja hvort hann óski þess að hætta fyrr og ef svo er, hvort sveitarstjórn geti þá liðkað til fyrir honum. Í ráðningarsamningi er kveðið á um 6 mánaða laun eftir að ný sveitarstjórn tekur við, verði viðkomandi sveitarstjóri ekki endurráðinn, og skuli hann sinna starfi sínu allt að þrjá mánuði þar af óski sveitarstjórn eftir því. Þetta ákvæði getur verið íþyngjandi fyrir sveitarstjóra, sér í lagi ef hann hefur ráðið sig í annað starf.

Í ráðningarsamningi er einnig kveðið á um að sveitarstjóri skuli kappkosta að taka orlof eins og kostur er og orlof skuli gert upp í lok hvers orlofsárs. Samkvæmt yfirliti yfir orlofsstöðu sveitarstjóra frá 40. fundi sveitarstjórnar, 11/11 2021, þá hefur þetta ekki verið viðhaft og því virðist vera að sveitarstjóri eigi töluvert af óuppgerðu orlofi frá fyrri tímabilum. Það er óábyrgt af sveitarstjórn að líta framhjá þessu og er nauðsynlegt að fara yfir þessi mál og huga að viðauka ef þarf, þar sem um umtalsverða fjárhæð er að ræða.

Fulltrúar Á-lista hvetja komandi sveitarstjórn til að huga betur að starfsumhverfi og orlofstöku sveitarstjóra því það er engum hollt að komast ekki í frí sökum anna í starfi.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Yngvi Harðarson
Jóhanna Hlöðversdóttir
Ágúst Sigurðsson kom aftur til fundar.

11.Endurskoðun á framtíðarsýn í íþróttamálum og aðstöðumálum til íþróttaiðkunar

2110003

Til umræðu
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn þakkar fyrir greinargóða skýrslu og vísar henni til faghóps um þróun skólasvæðis til frekari úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða.

12.Breytt skipulag barnaverndar

2112059

Stjórn SASS leggur til að sveitarfélögin á Suðurlandi kanni möguleika á að sameinast um rekstur umdæmisráðs barnaverndar í landshlutanum á grundvelli breytingaá barnaverndarlögum nr. 80/2002 (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.) sem gildi tóku 1. janúar sl. Slíkt væri í anda hugmynda að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu sem til umfjöllunar var undir fimmta lið í fundargerð stjórnar SSHnr. 531 frá 1. nóvember sl. Gera má ráð fyrir að með sameiginlegu umdæmisráði fyrir landshlutann verði markmiðum frumvarpsins um faglega meðferð barnaverndarmála og sjálfstæði frá almennristjórnsýslu sveitarfélaga náð betur en með smærri umdæmisráðum. Stjórn SASS hvetur sveitarfélögin til að ræða viljann til slíks samstarfs."
Fyirspurn frá Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga varðandi sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar. Stjórn SASS óskar eftir að hugmynd um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar verði tekin til umfjöllunar hjá sveitarstjórnum og jafnframt er óskað eftir afstöðu sveitarstjórna til málsins
Málið tekið til umræðu og lögð fram tillaga að eftirfarandi bókun sem samþykkt var samhljóða:

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur tekið til umfjöllunar hugmynd um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á Suðurlandi. Almennt álítur sveitarstjórn Rangárþings ytra að breytt skipulag barnaverndar sé af hinu góða og leiði til betra utanumhalds og tryggi betur faglega úrvinnslu mála sem heyra undir þennan viðkvæma málaflokk. Í ljósi þess að fjöldi barnaverndarmála er blessunarlega ekki mjög mikill á landsvísu, eða 171 mál á ári og þar af 55 mál á landsbyggðinni, þá er mikilvægt að sveitarfélög landsins sameinist sem mest um umdæmísráð barnaverndar. Umdæmisráð barnaverndar ættu mögulega helst að vera 1-2 á landinu öllu en með því móti er hægt að ná upp betri færni meðal þess starfsfólks sem í umdæmisráðunum situr og vinnur úr málum af þessu tagi. Í ljósi fyrrgreindra raka fyrir sameiginlegum umdæmisráðum má líka spyrja hvort ekki væri athugandi að Samband Íslenskra Sveitarfélaga myndi hreinlega sjá um þessa þjónustu fyrir sveitarfélög landsins eða þá að ríkið hefði einfaldlega þetta hlutverk á sinni könnu fyrir landið allt.

13.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2022

2201049

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskar umsagnar vegna tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál. Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð), 271. mál.

Lagt fram til kynningar.

14.Sameiginleg HSES á landsbyggðinni

2202002

Fundargerð frá umræðufundi um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggðinni 27012022.
Lagt fram til kynningar.

15.Samtök orkusveitarfélaga - 48 stjórnarfundur

2201069

Fundargerð frá 14012022
Lögð fram til kynningar.

16.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 906 fundur

2202022

Fundargerð frá 040202022
Lögð fram til kynningar.

17.Félags- og skólaþjónusta - 58 fundur

2202024

Fundargerð frá 01022022
Lögð fram til kynningar.

18.Bréf frá Umboðsmanni barna til sveitarfélaga

2201065

Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa.
Lagt fram til kynningar.

19.Samstarf um uppbyggingu leiguíbúða

2201067

Kynning á starfsemi Bjargs íbúðafélags og tilboð um samstarf um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að óska eftir kynningu á starfsemi Bjargs fyrir sveitarstjórn við fyrstu hentugleika.

20.Breyting á póstþjónustu

2202012

Íslandspóstur hefur tilkynnt til Byggðastofnunar að til standi að loka póstafgreiðslum í Rangárþingi. Þetta þýðir breytta póstþjónustu og tilflutning starfa.
Íslandspóstur ohf hefur tilkynnt að breytingar á póstþjónustu séu í farvatninu í Rangárþingi ytra. Loka eigi pósthúsinu á Hellu og póstbílar, pósthólf og heimsendingar verði þjónustuform Póstsins frá og með 1. maí n.k. Í kjölfar fregna af þessu óskaði sveitarstjórn Rangárþings ytra eftir fundi með fulltrúum Íslandspósts ohf og fór sá fundur fram þann 7.2.2022.

Tillaga að bókun sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðrar lokunar pósthúss á Hellu:

Sveitarstjórn Rangárþings ytra mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun pósthúss á Hellu og krefst þess að ríkisfyrirtækið Íslandspóstur ohf dragi þessar fyrirætlanir til baka. Sjálfsafgreiðsla með pósthólfum og heimsendingum er auðvitað í takt við tímann og getur verið ágæt þjónusta út af fyrir sig en pósthús er áfram mikilvæg lífæð almennrar þjónustu í hverju samfélagi. Við mótmælum einnig kröftuglega að störf séu færð til og að eina tilboð Íslandspósts ohf til núverandi starfsfólks pósthússins hér sé boð um að sækja vinnu í næstu byggðalög. Störf án staðsetningar hljóta að koma til greina til eflingar starfsstöðvar Póstsins hér á Hellu auk þess sem póstbílar sem nú eiga að taka að stærstum hluta við hlutverki pósthúss hljóta að geta átt sína heimastöð hér í stað þess að gera ávallt út frá dreifingarmiðstöð í næsta byggðarlagi. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hvetur forsvarsfólk Póstsins eindregið til að endurmeta þessa ákvörðun.

Bókunin samþykkt samhljóða og ákveðið að senda hana á stjórn Íslandspósts ohf, þingmenn kjördæmisins og Byggðastofnun sem er eftirlitsaðili með þjónustu fyrirtækisins.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest. Jóhann Hlöðversdóttir samþykkti fundargerðina í gegnum SIGNET.IS.

Fundi slitið - kl. 19:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?