Sveitarstjórn Rangárþings ytra

45. fundur 10. mars 2022 kl. 16:00 - 18:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 44

2202001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 44 2.1 Útboð vegna 1. áfanga
  Tvö tilboð bárust í verkið Jarðvinnu, rif og styrkingar ásamt lögnum í 1. áfanga framkvæmda við grunnskólann á Hellu:
  Þjótandi ehf 32.923.694 kr með vsk
  Vörubílstjórafélagið Mjölnir 33.605.414 kr með vsk
  Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 39.434.800 kr með vsk

  Tillaga um að ganga til samninga við Þjótanda ehf og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða.


  2.2. Fullnaðarhönnun 2. áfanga
  Fyrir liggur kostnaðaráætlun varðandi fullnaðarhönnun 2. áfanga. Lagt er til að fullnaðarhönnun 2. áfanga verði boðin út í samræmi við frumdrög hönnunar og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs varðandi liði 2.1 og 2.2 og felur sveitarstjóra að vinna málin áfram.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 44 Lagt til að auglýsa lóðir við Ómsvelli 1-6 lausar til umsóknar. Jafnframt er lagt til að umsækjendur sem hyggjast reka hestaleigu njóti forgangs við úthlutun lóða við Ómsvelli 1 og 3.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs og að auglýstar verði lóðir við Ómsvelli 1-3,2,4,5 og 6. Í ljósi mikillar eftirspurnar eftir lóðum þá verði lóðir við Vigdísarvelli 1,2-4,3,5 og 6 einnig auglýstar lausar til umsóknar. Byggðarráði verði falið að meta hvenær lóðir við Vigdísarvelli gætu verið tilbúnar til uppbyggingar og meta hvort endurskoða þurfi fjárhagsáætlun og eftir atvikum gera tillögu til sveitarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 44 Lagt er til að gengið verði að tilboðunum og sveitarstjóra verði falið að ganga frá sölunni.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi kauptilboð í eignirnar Nestún 4a, Nestún4b, Nestún 6a og Nestún 6b. Söluverð er 27 mkr fyrir hverja íbúð. Jafnframt verði Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879 sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl vegna sölu og veðsetningar fasteignanna.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 44 Byggðarráð telur rétt að þessi vinna fari fram samhliða undirbúningi fyrir fjárhagsáætlun og hefjist þegar ný sveitarstjórn hefur tekið til starfa. Þá leggur byggðarráð til að haldnir verði íbúafundir í haust þar sem þessi mál eru kynnt og rædd. Sveitarstjóra er jafnframt falið að taka saman upplýsingar um þá þjónustu sem nú þegar er veitt hjá sveitarfélaginu og afla upplýsinga frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga um hvort vinna er hafin í þessum efnum á landsvísu og leggja fyrir sveitarstjórn í apríl.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 44 Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu leyfis til nýtingar jarðhita við Kaldárholtslæk í landi Kaldárholts í Rangárþingi ytra.

  Samþykkt samhljóða og jafnframt lýsir byggðarráð yfir mikilli ánægju með að líkur eru til þess að útlit sé fyrir bjartari tíma við öflun á heitu vatni í sveitarfélaginu.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.


  Bókun fulltrúa Á lista:
  Mikilvægt er ef vel tekst til að ná meira af heitu vatni að kanna alla möguleika til að fjölga tengingum við hitaveituna. Leggja alla áherslu á að koma heitu vatni sem víðast á heimili, til að tryggja jafnan rétt íbúa í sveitarfélaginu á vistvænni orku.
  Vakin er athygli á að þessi umsögn nær ekki til framkvæmda á svæðinu, ef til þeirra kemur þarf að sækja um framkvæmdaleyfi og vinna það í sátt við landeigendur Kaldárholts.

  Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  Yngvi Harðarson
  Jóhanna Hlöðversdóttir
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 44 Í kjölfar tilkynningar Íslandspósts um breytingu á póstþjónustu á Hellu og yfirlýsingar sveitarstjórnar Rangárþings ytra sem send var á stjórn Íslandspósts, Byggðastofnun og þingmenn suðurkjördæmis þann 11. febrúar sl. hefur nú borist beiðni frá Byggðastofnun þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins varðandi þessar fyrirhuguðu breytingar. Byggðastofnun hefur eftirlit með starfsemi Íslandspósts og ber að meta umsókn Íslandspóst varðandi lokun á póstafgreiðslu út frá ákveðnum samfélagslegum þáttum. Sveitarstjóra falið að gera tillögu að umsögn og senda á sveitarstjórn til athugasemda og eftir atvikum staðfestingar þannig að hægt sé að senda umsögn inn án tafar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs og vísar að öðru leyti til umfjöllunar undir lið 7.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 44 Lögð fram til kynningar um núverandi fyrirkomulag styrkja við framboð til sveitarstjórnarkosninga. Byggðarráð leggur til að öllum framboðum til komandi sveitarstjórnarkosninga í Rangárþingi ytra standi til boða að nýta fundaaðstöðu sveitarfélagsins í Heklu fundarsal og Námsveri í Miðjunni á Hellu, Íþróttahúsi Þykkvabæ og Laugalandi endurgjaldslaust.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.

2.Oddi bs - 48

2201005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Hálendisnefnd - 6

2203001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Hálendisnefnd - 6 Hálendisnefnd heimilar fyrir sitt leyti að keppnin fari fram á vegum sem tilgreindir eru í umsókn innan sveitarfélagsins 7. ágúst. Þess verði gætt að vegir verði í ekki lakara ástandi eftir keppnina, en fyrir.

  Álit nefndarinnar byggir á eftirfarandi:
  1. Forsvarsmenn keppninnar gæti þess að fylgt verði merktum leiðum og ekki sé ekið utan vega.
  2. Keppnishaldari upplýsi þá aðila sem hafa með skipulagðar ferðir á svæðinu að gera vegna keppninnar. Þá sérstaklega rekstraraðila í Hrauneyjum, Landmannahelli og Áfangagili sem og aðra ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
  3. Mönnuð vöktun verði á öllum lokunarpóstum.
  4. Þess sé gætt að allur frágangur verði til fyrirmyndar. Leiðir verði yfirfarnar að keppni lokinni af hálfu sveitarfélagsins á kostnað keppnishaldara. Allar merkingar og allt rusl verði fjarlægt af hálfu keppnishaldara.
  5. Keppnishaldari tryggi að almenningur á svæðinu verði ekki fyrir óþarfa óþægindum á meðan kynningarakstur fer fram fyrir keppni.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Hálendisnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

4.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48

2202002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Skipulagsnefnd getur ekki fallist á áform umsækjanda fyrir umrædda lóð þar sem framboð er á öðrum lóðum sem myndu henta betur fram lögðum áformum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Lagt fram til kynningar
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
  Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá kröfu um grenndarkynningu þar sem umrædd breyting hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að umrædd breyting verði kynnt í sameiginlegri lýsingu skipulagsáforma sem lögð hefur verið fram í máli nr. 2203006 við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Rimakotslínu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins hvað varðar landnotkun en bendir á að sökum mikillar fjarlægðar frá stofnvegi geti reynst erfitt að þjónusta viðkomandi lóð. Nefndin telur þó fyrirséð að í framtíðinni muni styttast verulega í frekari uppbyggingu á svæðinu og því sé fjarlægð frá stofnvegi ekki til þess fallin að stöðva framgang tiltekinna áforma. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Skipulagsnefnd áréttar að eingöngu eru gerðar athugasemdir við að lóðir séu felldar út af núverandi skipulagi. Nefndin gerir engar athugasemdir við aðrar fyrirhugaðar breytingar í tillögunni. Nefndin leggur til að sveitarstjórn taki við gerð deiliskipulagsins að ósk Umhverfisstofnunar og leggur til að bætt verði í texta greinargerðar að úthlutun lausra lóða skuli vera í samræmi við nýtingarrétt aðila í þjóðlendu og verði háð ákvörðunum sveitarstjórnar að teknu tilliti til þess að innviðir svæðisins þoli þá aukningu sem fylgir frekari uppbyggingu hverju sinni. Nefndin tekur að öðru leyti undir álit Umhverfisstofnunar. Skipulagsnefnd leggur því til að tillagan verði samþykkt með áður greindum atriðum og send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasmedir við framlögð gögn. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send skipulagsstofnun til afgreiðslu þegar búið er að taka tillit til ábendingar Vegagerðarinnar og veghelgunarsvæði sett á uppdráttinn. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 48 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að umfang og skipulag svæðisins muni ekki hafa neikvæð umhverfisáhrif í för með sér og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

5.Ósk um styrk til æskulýðsstarfs í skotgreinum

2203007

Skotfélagið Skytturnar óskar eftir styrk til að koma á fót æskulýðsstarfi í skotgreinum.
Lagt er til að vísa erindinu til Heilsu-, íþrótta-, og tómstundanefndar til umsagnar og eftir atvikum tillögugerðar. Óskað er eftir að nefndin skili inn tillögum fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

6.Samþykktir og þjónustusamningar Rangárþing ytra og Ásahreppur

2111010

Tillaga vinnuhóps um endurskoðuðum samstarfssamningum Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Lagt er til að sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykki endurskoðaða útgáfu af samstarfssamningum Rangárþings ytra og Ásahrepps fyrir sitt leyti. Með hinni endurskoðuðu útgáfu hefur jafnframt verið brugðist við þeim ábendingum sem fram komu í bréfi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti dags. 24. ágúst 2020 og er lagt til að samþykktir og þjónustusamningar verði sendir til staðfestingar hjá viðeigandi ráðuneyti og í framhaldinu til birtingar í Stjórnartíðindum. Jafnframt er lagt til að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti eftirfarandi tillögu vinnuhópsins að sameiginlegri bókun sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps varðandi fjallskil á Holtamannaafrétti: Samkvæmt 42. gr. laga nr. 6/1986 um afréttamál, fjallskil o. fl. skal fjallskilum í afréttum og öðrum sumarbeitarhöfum jafnað niður á fjallaskilaskylda aðila í hlutfalli við tölu fjallskilaskylds búpenings en heimilt er þó að leggja hluta fjallaskilakostnaðar á landverð eins og þar er ákveðið enda séu um það ákvæði í fjallskilasamþykkt. Í fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu nr. 633/2007segir í 15. gr.: „Sveitarstjórn er heimilt að leggja til fjallaskilasjóðs fjárhæð sem nemur kostnaði við hreinsun afréttarins, miðað við að ekki væri rekið til afréttar.“ Í framhaldinu eru ákvæði um niðurjöfnun þess sem eftir stendur af fjallaskilakostnaðí. Tekjur og gjöld vegna Holtamannaafréttar, þ.m.t. hlutdeild í fjallaskilakostnaði, skiptist á milli sveitarfélaganna í hlutföllunum 4/7 Ásahreppur og 3/7 Rangárþing ytra. Rangárþing ytra lét á árinu 2021 meta hvaða fjárhæðir leiddu af tilvitnuðu ákvæði 15. gr. fjallskilasamþykktarinnar um heimild sveitarfélagsins til að taka þátt í kostnaði við fjallskil á Landmannaafrétti og Rangárvallaafrétti og tók í framhaldi af því ákvörðun um slíkar greiðslur og fyrirkomulag á niðurjöfnun fjallaskila á landverð og eigendur sauðfjár. Sveitarstjórnirnar eru sammála um að sambærileg vinna verði unnin varðandi mat á kostnaði við hreinsun Holtamannaafréttar og hlutdeild Rangárþings ytra við niðurjöfnun kostnaðar við fjallskil á Holtamannaafrétti verði reiknuð í samræmi við niðurlagsákvæði e-liðar 1. gr. þjónustusamningsins frá og með fjárleitum haustið 2022.

Samþykkt samhljóða.

7.Breyting á póstþjónustu

2202012

Svar sveitarstjórnar við spurningum í bréfi Byggðastofnunar.
Lögð fram umsögn sveitarstjórnar til byggðastofnunar og svör við spurningum sem koma fram í bréfi frá stofnuninni dags. 22. febrúar 2022 varðandi fyrirhugaða lokun pósthúss á Hellu.

Samþykkt samhljóða að umsögnin verði send á byggðastofnun með afriti á þingmenn Suðurlands og stjórn Íslandspósts.

8.Flóttamenn frá Úkraínu

2203018

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fólksflóttann frá Úkraínu síðustu daga þann mesta sem sést hefur í Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni síðari. Aldrei hafa jafn margir flúið eitt og sama landið á jafn skömmum tíma og nú. Íslendingar undirbúa sig nú undir að taka á móti fólki frá Úkraínu og kallað er eftir allri þeirri aðstoð sem möguleg er.
Fyrir liggur tölvuskeyti frá Félagsmálaráðuneyti til sveitarfélaga varðandi móttöku flóttafólks. Í erindinu kemur fram að gert er ráð fyrir að fjöldi einstaklinga muni koma hingað í leit að skjóli vegna stríðsátaka. Fram kemur að Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur skipað sérstakan aðgerðarhóp vegna þessa neyðarástands og verið er að þróa samræmda móttöku flóttafólks. Að verkefninu koma auk sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur auk þess sem ráðuneytið er með samning við Rauða krossinn um félagslegan stuðning. Fram kemur að nú þegar hefur fjöldi aðila boðið fram húsnæði um allt land í verkefnið og því hefur verið settur upp sérstakur hlekkur á heimasíðu Fjölmenningarseturs þar sem hægt er að skrá húsnæði til leigu og verður þeim upplýsingum miðlað til sveitarfélaganna. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið leitar nú eftir þátttöku sveitarfélaga í þessu brýna verkefni. Þátttakan getur verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra lýsir yfir fullum vilja til þess að koma að móttöku flóttamanna eftir bestu getu. Þegar verði svarað kalli ráðuneytisins með þátttöku og upplýsingum komið á framfæri við íbúa varðandi skráningu á hugsanlegu húsnæði sem nýta mætti. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

9.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2022

2201023

Fyrirspurn um lögfræðikostnað og svör við fyrirspurnum frá 44 fundi.
Lögð fram svör við fyrirspurnum Á-lista.

liður 8.2. frá fundi 44: Hefur sveitarfélagið innheimt tekjur af efnistöku í Aldamótaskógi? Ef svo er, hversu miklar tekjur hefur sveitarfélagið haft af efnistökunni á ári undanfarin fjögur ár (2018, 2019, 2020 og 2021)?
Lagt fram yfirlit.

liður 8.3 frá fundi 44:
a) Eru þetta full gatnagerðargjöld eða er afsláttur veittur af gjöldum af einhverjum lóðum? Ef svo er, hvaða afsláttur var veittur og hver veitti hann?
Svar: Um er að ræða full gatnagerðargjöld, einu tilfellin þar sem um afslátt er að ræða þá er það vegna atvinnulóða þar sem byggingamagn fer yfir 1.000 m2 en þar voru í gildi sérstakar afsláttarreglur sem sveitarstjórn samþykkti árið 2013, sjá 6. gr. samþykkta nr. 754/2013. Samþykkt var samhljóða að beina því til byggðarráðs að fara vel yfir málið á næsta fundi.


c)Óskum eftir yfirliti yfir kostnað við gatnagerð (nýframkvæmdir, ekki viðhald) árin 2013-2021. Fá sundurliðaðan kostnað við einstakar götur á þessu tímabili.
Lagt fram yfirlit.Ný fyrirspurn frá Á-lista:

Fyrirspurn um lögfræðikostnað
Hver er útlagður kostnaður sveitarfélagsins við mál nr. 2104031 Fiskiræktun í efri hluta Eystri Rangár. Lögfræðikostnaður og útlagður kostnaður sveitarfélagsins við samningagerð og fundarhöld.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Yngvi Harðarson
Jóhanna Hlöðversdóttir

Svar sveitarstjóra: Kostnaður vegna lögfræðilegrar ráðgjafar tengt vinnslu málsins er 475.065 kr og er það eini útlagði kostnaður málsins. Einnig hélt sveitarstjórn tvo vinnufundi nú 2022 þar sem málið var tekið fyrir ásamt öðru og væri mögulegur kostnaður við þá fundi um 270 þkr.

10.Erindi frá Jósep Benediktssyni um sorpurðun

2112031

Minnisblað um erindið.
Lagt fram minnisblað varðandi erindið. Erindi Jóseps má skipta í tvo liði. Annars vegar varðandi afmörkun markagirðingar milli Varmadals og svæðis Sorpstöðvar Rangárvallasýslu og Strandar og hins vegar varðandi sorpurðun á sínum tíma í vestanverðu landi Varmadals. Hvað varðar fyrri liðinn þá tekur sveitarstjórn Rangárþings ytra undir að lagfæra þurfi markagirðinguna á milli Varmadals og Strandar þ.m.t. lands Sorpstöðvar Rangárvallasýslu þar sem hún víkur aðeins frá þeirri beinu línu sem lýst er í landamerkjalýsingum. Þar sem jafnframt er kominn tími á endurnýjun girðingarinnar er lag að færa þetta til betri vegar. Lagt er til að gengið verði í þetta mál hið fyrsta í samráði við landeigendur í Varmadal og Sorspstöð Rangárvallasýslu. Hvað varðar seinni lið erindis Jóseps um urðun sorps í vestanverðu landi Varmadals þá leggur sveitarstjórn til að farið verði að ráðum sérfræðinga Umhverfisstofnunar, líkt og fram kemur í minnisblaðinu, og sett af stað mengunarvöktun frá svæðinu sem fyrsta skref. Þessi tillaga verði borin undir landeigendur í Varmadal á þeim forsendum að sveitarfélagið muni kosta þá vöktun.

Samþykkt samhljóða.

11.Faxaflatir og Sleipnisflatir, stofnun lóða

2203003

Auglýsing og úthlutun lóða
Lagt til að auglýsa verslunar- og þjónustulóðir við Faxaflatir 5-10, 12,14, og 16 og athafna- og iðnaðarlóðir við Sleipnisflatir 5-18 lausar til umsóknar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að kynna þetta lóðaframboð sem víðast enda er hér um gríðarlega áhugavert nýtt atvinnulóðahverfi að ræða.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

12.Erindi frá KFR

2203027

Fyrirspurn frá Knattspyrnufélagi Rangæinga varðandi aðstöðumál.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra þakkar KFR erindið og tekur undir mikilvægi góðs og náins samstarfs varðandi framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið leggur mikla áherslu á metnaðarfull áform í slíkri uppbyggingu og vinnur m.a. með þau markmið sem liggja fyrir í nýendurskoðaðri skýrslu um framtíðarsýn í íþróttamálum og aðstöðumálum til íþróttaiðkunar. Öll íþróttafélög sem starfa innan sveitarfélagsins koma að þeirri vinnu og KFR leikur þar lykilhlutverk. Ætlunin er m.a. að koma upp frábærri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar utanhúss sem innan. Nákvæm tímasetning framkvæmda liggur ekki fyrir á þessari stundu en okkar hugmyndir ganga út frá því að meginuppbygging íþróttamannvirkja til framtíðar verði innan sveitarfélagsins. Sveitarstjórn vill gjarnan eiga fund með forsvarsfólki KFR og hvetur KFR til að boða til þess fundar fyrir apríllok.

Samþykkt samhljóð.

13.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2022

2201049

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál; Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál; Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál.
Lagt fram til kynningar.

14.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 907 fundur

2203015

Fundargerð frá 25.2.2022
Til kynningar.

15.HES - stjórnarfundur 216

2203017

Fundargerð Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Til kynningar.

16.Samtök orkusveitarfélaga - 49 stjórnarfundur

2203016

Fundargerð frá 11.2.2022
Til kynningar.

17.Strandarvöllur ehf - aðalfundarboð 2022

2203011

Strandarvöllur ehf boðar til aðalfundar þann 18.3.2022 kl. 18:00 í Golfskálanum Strönd.
Lagt fram til kynningar.

18.Erindi vegna fyrirkomulags þjónustu barnaverndar

2202015

Frestun gildistöku barnaverndarlaga
Til kynningar.

19.Bókun bæjarráðs sveitarfélagsins Voga vegna suðurnesjalínu

2203013

Bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga samþykkt
þann 02.03.2022, sem er áskorun til allra sveitarfélaga í landinu er varðar Suðurnesjalínu 2. Bókunin óskast tekin til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Lagt fram.

21.Samtaka um hringrásarhagkerfið

2203014

Verkefni sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett á fót með aðstoð umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða þær meiriháttar breytingar í úrgangsstjórnun sem framundan eru.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra fagnar þessu frumkvæði Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og leggur til að Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs taki a.m.k. þátt í verkefninu "Borgað þegar hent er kerfi heim í hérað".

Samþykkt samhljóða.

22.Stafræn þróunarverkefni

2201001

Stafrænt Suðurland - kynning Margrétar Helgadóttur verkefnisstjóra.
Margrét Helgadóttir verkefnastjóri Stafræns Suðurlands kom til fundar og kynnti verkefnið.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?