48. fundur 25. maí 2022 kl. 16:00 - 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir oddviti
  • Hjalti Tómasson varaoddviti
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Valgarðsdóttir varamaður
  • Yngvi Karl Jónsson varamaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti bauð fundarmenn velkomna og kannaði hvort athugasemdir væru við boðun fundar - svo reyndist ekki vera. Áður en gegnið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Málefni hestamanna við Hesthúsgötu á Hellu

2003015

Samningar um flutning í nýtt hesthúsahverfi til staðfestingar.
1.1 Hesthúsvegur 1
Lagt fram samkomulag við Ómar Sigurðsson og Þröst Sigurðsson um flutning í nýtt hesthúsahverfi í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins frá 32. fundi þann 11. mars 2021 og samningur um kaup sveitarfélagsins á Hesthúsvegi 1 á Hellu. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag og kaupsamning. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879 sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl og samninga vegna kaupanna.

Samþykkt samhljóða.

1.2 Hesthúsvegur 2
Lagt fram samkomulag við Guðmund Guðmundsson um flutning í nýtt hesthúsahverfi í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins frá 32. fundi þann 11. mars 2021 og samningur um kaup sveitarfélagsins á Hesthúsvegi 2 á Hellu. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag og kaupsamning. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879 sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl og samninga vegna kaupanna.

Samþykkt samhljóða.

1.3 Hesthúsvegur 6
Lagt fram samkomulag við Guðmund Einarsson, Helga Benoný Gunnarsson og Herjan ehf um flutning í nýtt hesthúsahverfi í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins frá 32. fundi þann 11. mars 2021 og samningur um kaup sveitarfélagsins á Hesthúsvegi 6 á Hellu. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag og kaupsamning. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879 sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl og samninga vegna kaupanna.

Samþykkt samhljóða.

1.4 Hesthúsvegur 9
Lagt fram samkomulag við Sigurð Kristinn Guðbjörnsson um flutning í nýtt hesthúsahverfi í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins frá 32. fundi þann 11. mars 2021 og samningur um kaup sveitarfélagsins á Hesthúsvegi 9 á Hellu. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag og kaupsamning. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879 sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl og samninga vegna kaupanna.

Samþykkt samhljóða.

1.5 Hesthúsvegur 10
Lagt fram samkomulag við Maria Therese Lisbeth Sundberg um flutning í nýtt hesthúsahverfi í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins frá 32. fundi þann 11. mars 2021 og samningur um kaup sveitarfélagsins á Hesthúsvegi 10 á Hellu. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag og kaupsamning. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879 sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl og samninga vegna kaupanna.

Samþykkt samhljóða.

1.6 Hesthúsvegur 13
Lagt fram samkomulag við Húsaneshesta ehf um flutning í nýtt hesthúsahverfi í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins frá 32. fundi þann 11. mars 2021 og samningur um kaup sveitarfélagsins á Hesthúsvegi 13 á Hellu. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag og kaupsamning. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879 sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl og samninga vegna kaupanna.

Samþykkt samhljóða.

1.7 Hesthúsvegur 18
Lagt fram samkomulag við Friðþjóf Örn Vignisson um flutning í nýtt hesthúsahverfi í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins frá 32. fundi þann 11. mars 2021 og samningur um kaup sveitarfélagsins á Hesthúsvegi 18 á Hellu. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag og kaupsamning. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879 sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl og samninga vegna kaupanna.

Samþykkt samhljóða.

1.8 Hesthúsvegur 22
Lagt fram samkomulag við Magnús Kristjánsson um flutning í nýtt hesthúsahverfi í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins frá 32. fundi þann 11. mars 2021 og samningur um kaup sveitarfélagsins á 50% eignarhlut í Hesthúsvegi 22 á Hellu. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag og kaupsamning. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879 sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl og samninga vegna kaupanna.

Samþykkt samhljóða.

2.Þróun skólasvæðis á Hellu

2105019

Samningur um fullnaðarhönnun 2. áfanga til staðfestingar.
Lagður fram til staðfestingar hönnunarsamningur við VSÓ Ráðgjöf ehf um verkfræðihönnun við 2. áfanga verkefnisins. Samningurinn hljóðar upp á 70.037.742 kr m. vsk og rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

3.Flugeldasýning á Töðugjöldum 2022

2205030

Óskað er umsagnar sveitarstjórnar vegna umsóknar um leyfi til skoteldasýningar á Töðugjöldum, laugardaginn 13. ágúst 2022.
Sveitarfélagið Rangárþing ytra sem landeigandi og umsagnaraðili veitir hér með leyfi og jákvæða umsögn vegna árlegrar skoteldasýningar Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu í tengslum við íbúahátíðina Töðugjöld sem fram fer dagana 12-14 ágúst n.k. Skoteldasýningin verður þann 13 ágúst 2022 kl. 23:00-23:30 og fer fram eins og mörg undangengin ár við norðurenda íþróttavallar á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

4.Pizzakofinn Strönd. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfi veitingahúss

2204043

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Bjarka Eiríkssonar, kt. 110484-2169, um rekstrarleyfi til veitingareksturs í flokki II-A í húsi gólfklúbbsins að Strönd, Rangárþingi ytra. Beiðni barst 27.4.2022.
Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Bjarka Eiríkssonar til veitingareksturs í flokki II-A, í húsi golfklúbbsins að Strönd, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

5.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2022

2201049

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál; Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar vegna tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál; Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.
Lagt fram til kynningar.

6.HES - stjórnarfundur 218

2205027

Fundargerð frá 06052022
Til kynningar

8.Bergrisinn bs - fundir 2022

9.Fossabrekkur

2109053

Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um styrkveitingar úr sjóðnum vorið 2022. Umsókn vegna Fossabrekkna var samþykkt. Um er að ræða styrk að fjárhæð kr. 55.200.000 og er styrkurinn veittur til hönnunar og framkvæmda sem byggja á fyrirliggjandi deiliskipulagi.
Sveitarstjórn lýsir yfir mikilli ánægju með niðurstöðu sjóðsins og fagnar því að nú verði hægt að vinna þetta mikilvæga mál áfram.

10.Crethink lokaráðstefna

2205033

Lokaráðstefnu Crethink verður haldin 3. Júní nk. í Fjölheimum á Selfossi. Um er að ræða áhugaverða ráðstefnu um Crethink verkefnið sem miðar að því að styðja íbúa sveitarfélaga í að öðlast hæfni við að leysa flókin samfélagsleg viðfangsefni með hugmyndafræði og aðferðum samsköpunar. Unnið með heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna nr. 11. Sjálfbærar borgir og samfélög.
Til kynningar.

11.Málþing um samstarf sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu

2205039

Stafrænt umbreytingateymi sambandsins, sem vinnur með öllum sveitarfélögum, vill vekja athygli á málþingi um samstarf sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu með áherslu á samvinnuverkefnin, stöðuna og lagaumhverfið. Málþingið verður haldið rafrænt á Teams þann 1.júní næstkomandi kl. 9-12.
Til kynningar.

12.Ársreikningur 2021 - Orlof húsmæðra

2205036

Orlofssjóður húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslum.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn vill nota tækifærið og þakka íbúum, starfsfólki sveitarfélagsins og samstarfsaðilum fyrir samstarfið á kjörtímabilinu 2018-2022 og óskar viðtakandi sveitarstjórn velfarnaðar í mikilvægu starfi.

Fundargerðin yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?