3. fundur 10. ágúst 2022 kl. 08:30 - 09:35 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Viðar M. Þorsteinsson varamaður
 • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
 • Erla Sigríður Sigurðardóttir aðalmaður
 • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
 • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
 • Svavar L. Torfason varamaður
 • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Klara Viðarsdóttir
Fundargerð ritaði: Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri og staðgengill sveitarstjóra
Fundurinn byrjaði 15 mín eftir auglýstan tíma vegna tæknivandamála.

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2208017

Sveitarstjóri og/eða oddviti fara yfir helstu mál úr rekstri sveitarfélagsins.
Oddviti fór yfir helstu atriði úr rekstri sveitarfélagsins.
Fylgiskjöl:

2.Hverfaráð

2208016

Tillaga Á-lista um hverfaráð
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að koma á fót hverfaráðum í Rangárþingi ytra.
Tillaga Á-lista um hverfaráð
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að koma á fót hverfaráðum í Rangárþingi ytra.
Greinargerð:
Eitt megin verkefni sveitarstjórnar er að vinna að gagnsærri og opinni stjórnsýslu. Einnig að tryggja skilvirkni í þjónustu við íbúa og atvinnufyrirtæki í sveitarfélaginu og gefa íbúum möguleika á að koma að stefnumótun og ákvörðunum sveitarstjórnar.
Hverfaráðin verði samráðsvettvangur íbúa en hafi ekki endanlegt vald til ákvarðana eða fjárúthlutana.
Gert er ráð fyrir að hlutverk ráðanna verði m.a að ræða félagsstarf, skipulagsmál, framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og þjónustu.
Rætt verði um hvað betur megi fara og lagðar fram hugmyndir og nýjar leiðir.
Það er skoðun undirritaðra að með stofnun hverfaráða í sveitarfélaginu skapist mikilvægur vettvangur fyrir íbúa að hafa meiri áhrif á sitt nánasta umhverfi auk þess að skapa gott tækifæri til þess að efla og styrkja samskipti íbúa og sveitarstjórnar.
Eggert Valur Guðmundsson
Erla Sigríður Sigurðardóttir
Þórunn Dís Þórunnardóttir
Viðar Þorsteinsson

Samþykkt með 4 atkvæðum (EVG,ESS,ÞDÞ,VÞ), þrír sitja hjá (EÞI,ÞS,SLT)

Sveitarstjóra falið að vinna erindisbréf fyrir hverfaráðin og leggja fyrir sveitarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu.

3.Kjör kjörinna fulltrúa og greiðslur fyrir nefndarstörf

2207034

Tillaga að samþykkt um kjör kjörinna fulltrúa í Rangárþingi ytra og greiðslur fyrir nefndarstörf
Lögð fram tillaga að samþykkt um kjör kjörinna fulltrúa í Rangárþingi ytra og greiðslur fyrir nefndarstörf. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða

4.Samþykktir Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

2207027

Breytingar á samþykktum Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu til síðari umræðu.
Lögð fram til seinni umræðu og lokaafgreiðslu tillaga að samþykktum Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. Lagt er til að sveitarstjórn samþykki framlagðar samþykkir Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs.

Svava Davíðsdóttir félagsmálastjóri kom inn á fundinn og kynnti helstu breytingar á samþykktum fyrir fundarmönnum.

Samþykkt samhljóða

5.Mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni

2207049

Áskorun frá bæjarstjórn Vestmannaeyja vegna mönnunar heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni
Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur bæjarstjórnar Vestmannaeyja varðandi undirmönnun á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og þörf fyrir sjúkraþyrlu sem yrði staðsett á Suðurlandi ekki síst vegna þess að Suðurland er fjölsóttasti ferðamannastaður landsins auk vaxandi íbúafjölda.
Lagt er til að sveitarstjórn taki undir bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

Samþykkt samhljóða

6.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3

2207003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3 Skipulagsnefnd samþykkir fram lagða tillögu að reglugerð en telur rétt að leitað verði umsagna um hana hjá Vegagerðinni og Umhverfisstofnun áður en hún verði kynnt fyrir sveitarstjórn. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að umrætt svæði verði tekið undir hluta af íbúðarlóðinni nr. 48. Nefndin leggur til ákveðna tillögu um afmörkun sem haft verði til hliðsjónar. Nefndin telur þó rétt ef sveitarstjorn fellst á erindi umsækjanda að lóðarhafa verði heimilað að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem núverandi opið svæði verði fellt úr skipulagi og lóðin stækkuð. Bókun fundar Sveitarstjórn fellst á erindi eigenda lóðarinnar Gaddstaða 48 um kaup á viðbótar landi sem liggur að lóðinni í samræmi við tillögu Skipulags- og umferðarnefndar. Lóðarhafa verið jafnframt heimilað að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið.

  Eydís Þ Indriðadóttir leggur til að afgreiðslu málsins verði frestað.

  Samþykkt samhljóða

  Byggðarráði verði falið að fjalla frekar um málið.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd aukning á framleiðslu lífmassa sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því telur nefndin að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3 Farið var yfir skipulagslega stöðu svæðisins og þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á svæðinu. Nefndin mælist til þess að farið verði í heildarendurskoðun á skipulagsmálum Faxaflata. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum í uppfærðri greinargerð og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 3 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Til kynningar

7.Byggðarráð Rangárþings ytra - 1

2206006F

Til kynningar

8.Byggðarráð Rangárþings ytra - 2

2207002F

Til kynningar

9.Byggðarráð Rangárþings ytra - 3

2206009F

Til kynningar

10.Byggðarráð Rangárþings ytra - 4

2207006F

Til kynningar

11.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 73

2207050

Til kynningar

13.Byggðarráð - vinnufundur - 1

2207001F

Til kynningar

14.Byggðarráð - vinnufundur - 2

2207004F

Til kynningar

15.Byggðarráð - vinnufundur - 3

2207005F

Til kynningar

16.Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032

2207051

Til kynningar

Sveitarstjóra verði falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?