4. fundur 14. september 2022 kl. 08:15 - 10:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
 • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
 • Viðar M. Þorsteinsson varamaður
 • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
 • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
 • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
 • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
 • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Samráð sýslumanns og sveitarstjórnar

2208061

Sýslumaðurinn á Suðurlandi fer yfir verkefni sín
Sveitarstjórn þakkar Kristínu Þórðardóttur sýslumanni fyrir greinargóða kynningu.

2.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2208017

Yfirlit sveitarstjóra/oddvita
Sveitarstjóri fór yfir minnnisblað um ýmis mál sem hafa verið unninn milli sveitarstjórnarfunda.
IPG tók til máls.

3.Ársþing SASS á Hótel Höfn 27. og 28. okt 2022

2208073

Skipun í milliþinganefndir og fulltrúa fyrir ársþing SASS 2022
Lagt til að fulltrúar á aðalfund SASS verði:
Eggert Valur Guðmundsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Ingvar Pétur Guðbjörnsson
Eydís Þ. Indriðadóttir

Til vara:
Erla Sigríður Sigurðardóttir
Þórunn Dís Þórunnardóttir
Þröstur Sigurðsson
Svavar Leópold Torfason

Lagt til að fulltrúar á aðalfund Hes verði:
Erla Sigríður Sigurðardóttir
Þórunn Dís Þórunnardóttir
Eydís Þ. Indriðadóttir
Svavar Leópold Torfason

Til vara:
Eggert Valur Guðmundsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Þröstur Sigurðsson
Ingvar Pétur Guðbjörnsson

Lagt til að fulltúrar í milliþinganefndir SASS verðir:
Allsherjarnefnd: Jón G. Valgeirsson og Eydís Þ. Indriðadóttir
Fjárhagsnefnd:
Mennta- og menningarmálanefnd: Eggert Valur Guðmundsson
Umhverfis- og skipulagsnefnd: Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður (úr stjórn SASS) og Ingvar P. Guðbjörnsson
Velferðarnefnd: Erla Sigríður Sigurðardóttir
Atvinnumálanefnd: Þórunn Dís Þórunnardóttir og Þröstur Sigurðsson
Samgöngunefnd: Svavar Leópold Torfason

Samþykkt samhljóða.

4.Grunnsamkomulag um nýtingu lóða innan þjóðlenda

2209013

Grunnsamkomulag um lóðir í þjóðlendu milli íslenska ríkinsins og Rangárþings ytra vegna lóða í Álftavatni, Hungurfit, Hvanngili og Króki.
Lögð fram grunnsamkomulög vegna afnotaréttar 16 lóða í þjóðlendu milli forsætisráðuneytisins f.h. íslenska ríkisins og sveitarfélagsis. Lóðirnar eru: Álftavatn S-1, lnr. 224137, Álftavatn S-2, lnr. 224139, Álftavatn S-3, lnr. 224140, Álftavatn V-1, lnr. 224138, Álftavatn VS-1, lnr. 224141, Hungurfit Þ-1, lnr. 224281, Hungurfit Þ-2, lnr. 224282, Hungurfit Þ-3, lnr. 224283, Hvanngil V-1, lnr. 225661, Hvanngil VS-1, lnr. 225662, Hvanngil VS-2, lnr. 225663,Hvanngil S-1, lnr. 225659, Hvanngil S-2, lnr. 225660, Krókur Þ-1, lnr. 224284, Krókur Þ-2, lnr. 224285 og Krókur Þ-3, lnr. 224286.

Lagt til að samþykkja fyrirliggjandi grunnsamkomulög og fela sveitarstjóra að undirrita þau.

JGV tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

5.Merkihvoll 8a

2208060

Gagntilboð í lóðina Merkihvol 8a, fasteignanúmer 234-2721
Lagt var fram gagntilboð Guðlaugar Helgasonar að fjárhæð kr. 850.000 staðgreitt í lóðina Merkihvol 8a.

Lagt til að samþykkja gagntilboðið og fela sveitarstjóra að undirrita öll nauðsynleg skjöl vegna sölunnar.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl:

6.Skipun stýrihóps um heilsueflandi samfélag

2208119

Tilnefning fulltrúa sveitarstjórnar í verkefnahóp Heilsueflandi samfélags í Rangárþingi ytra
Lagt til að fulltrúar sveitarstjórnar verði:
Erla Sigríður Sigurðardóttir aðalmaður og Sóley Margeirsdóttir til vara.

Samþykkt samhljóða.

7.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

2206041

Endurskoðun á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra -fyrri umræða-
Lögð fram tillaga að endurskoðun á samþykktum sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til seinni umræðu í sveitarstjórn. Byggðarráði falið að vinna málið áfram.

IPG og JGV tóku til máls.

8.Hjóla- og göngustígur Hella-Hvolsvöllur

2108027

Unnið hefur verið að því að kanna möguleikann á lagningu hjóla- og göngustígs á milli Hellu og Hvolsvallar samhliða lagningu rafstrengs Landsnets. Samlegðaráhrifin eru til staðar og Vegagerðin hefur lofað fjármagni til framkvæmda 2025 og 2026. Taka þarf afstöðu til framhalds verkefnisins.
Lagt er til að halda áfram með verkefnið í samvinnu við Landsnet, Vegagerðina og Rangárþing eystra.
Sveitarstjóra falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun og leggja fyrir byggðarráð vegna hönnunar og annarra undirbúningsaðgerða.

Samþykkt samhljóða.

9.Frístundastyrkir

2209020

Tillaga frá fulltrúum Á-lista um að koma á fót frístundastyrkjum fyrir börn og ungmenni
Fulltrúar Á-lista leggja til að komið verði á fót frístundastyrkjum barna og ungmenna frá og með næstu áramótum. Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd verði falið að koma með tillögur að útfærslu fyrir reglulegan fund byggðarráðs í október.
IPG og MHG tóku til máls.

Samþykkt með fjórum atkvæðum (EVG, MHG, ÞDÞ, VÞ) en (IPG, EÞI, ÞS) sátu hjá.

10.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni

2208107

Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni
Lögð fram drög að samningi umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu, erindisbréf valnefndar og viðauki við samning vegna stofnunar og starfsemi umdæmisráðs barnaverndar. Samkvæmt innleiðingu á breytingum á barnaverndarlögum skulu öll sveitarfélög hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk.

Lagt til að sveitarstjórn samþykki að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar á landsvísu og felur sveitarstjóra að undirrita samning þann sem fyrir liggur, dags. 7. september 2022. Jafnframt er sveitarstjóra falið að kanna hvort gera þurfi breytingar á samþykkt um stjórn Rangárþings ytra vegna hins sameiginlega umdæmisráðs.

JGV tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

11.Viljayfirlýsing um græna iðnagarða

2208120

Viljayfirlýsing milli Orkídeu og Rangárþings ytra um græna iðngarða
Lagt til samþykkja fyrirliggjandi viljayfirlýsingu milli Orkídeu og Rangárþings ytra um að koma upp Grænum iðngörðum í sveitarfélaginu og fela sveitarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

12.Tillaga D-listans um lækkun á álagningarhlutfalli fasteignaskatts

2209032

Fulltrúar D lista leggja til að við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023, verði gerð veruleg lækkun á álagningarhlutfalli fasteignaskatts vegna álagningar ársins 2023. Lagt er til að hækkanir á gjaldendur milli ára verði ekki meiri í krónum talið en sem nemur hækkun vísitölunnar á sama tíma.
Lagt til að tillögunni vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2023-2026.

Samþykkt samhljóða

Bókun Á-lista:
Eðlilegt er að tekið verði tillit til hækkunar á fasteignamati í sveitarfélaginu við ákvörðun á álagningarhlutfalli fasteignagjalda. Ljóst er að breyting á fasteignamati eigna er mismunandi á milli svæða í sveitarfélaginu, sveitarstjóra falið að leggja fram tillögur að álagningarhlutfalli við vinnu við fjárhagsáætlun.


13.Tillaga D-listans um þarfagreiningu á búsetuúrræðum fatlaðra

2209033

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að hafist verði handa við þarfagreiningu á búsetuúrræðum fatlaðra í sveitarfélaginu með það að markmiði að tryggja til framtíðar viðunandi húsnæði fyrir þá íbúa sveitarfélagsins. Greinargerð verði skilað til sveitarstjórnar fyrir áramót.
Lagt til að vísa tillögunni til félagsmálastjóra og sveitarstjóra til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

Bókun Á-lista:
Á 3. fundi sveitarstjórnar 10. ágúst s.l. var rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032 kynntur og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Í þessum samningi er m.a. kveðið á um þarfagreiningu á búsetuúrræðum fatlaðra og því málið þegar komið í vinnslu.14.Tillaga D-listans um umbætur á snjómokstri á stofnvegum

2209034

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að byggðarráði verði falið að funda með fulltrúum Vegagerðarinnar á Suðurlandi með það að markmiði að efla snjómokstur á stofnvegum innan sveitarfélagins þannig að tíðni snjómoksturs verði meiri og að snjómoksturinn uppfylli betur þarfir íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu.
Lagt til að tillagan verði samþykkt og sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með Vegagerðinni til að fara yfir fyrirkomulag snjómoksturs á stofn- og tengivegum auk annarra mála.

Samþykkt samhljóða.

15.Tillaga D-listans um viðræður við aðila vegna frekari heitavatnsöflun

2209035

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að byggðarráði verði falið að eiga í viðræðum við Veitur um fyrirhugaða heitavatnsöflun fyrirtækisins í Kaldárholti þar sem óskað verði upplýsinga um stöðu mála og eins hvaða frekari áform fyrirtækið hefur um heitavatnsöflun. Jafnframt verði byggðarráði falið að funda með aðilum í Landsveit sem hyggja á virkjun heits vatns í landi Múla með það að markmiði að kynnast því hvar verkefnið er statt. Stöðuskýrslu verði skilað til sveitarstjórnar í nóvember 2022.
Lagt til að sveitarstjóra verði falið að óska eftir fundi með fulltrúum Veitna til að fara yfir framtíðaráform fyrirtækisins. Afgreiðslu tillögunnar að öðru leyti frestað þar til fyrir liggur niðurstaða af fundi með fulltrúum Veitna.

IPG og MHG tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

16.Tillaga D-listans um lagningu á nýrri vatnslögn í Þykkvabæ

2209036

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að sveitarstjórn setji í forgang að leggja nýja vatnslögn frá Djúpós niður í Þykkvabæ meðfram Þykkvabæjarvegi beint inn í miðlunartank til að efla vatnsöryggi í Þykkvabæ. Framkvæmdinni verði hraðað sem kostur er í samstarfi við Stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Lagt til að vísa tillögunni til stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps.

Samþykkt samhljóða.

Bókun Á-lista:
Á 16. fundi Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, 5. apríl s.l. samþykkti stjórn samhljóða að flýta framkvæmd við nýja vatnslögn frá Djúpós í Þykkvabæ til ársins 2023 og þannig yrði lokið við endurnýjun lagna til Þykkvabæjar í samfellu. Málið er því þegar í vinnslu.

17.Tillaga D-listans um bætta samþættingu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs

2209037

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd verði falið að gera tillögur að bættri samþættingu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs í sveitarfélaginu. Hópurinn vinni náið með skólastjórnendum og fulltrúum íþrótta- og tómstundafélaga. Samhliða verði skoðað með hvaða hætti megi nýta íþróttamannvirki sveitarfélagsins sem best sem og að koma upp akstri á milli skólasvæða eftir að skóla lýkur til að samþættingin nái tilætluðum árangri. Hópurinn skili tillögum og kostnaðargreiningum til sveitarstjórnar fyrir árslok.
Lagt til að vísa tillögunni til heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar.

MHG og IPG tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

18.Tillaga D-listans um afrekssjóð fyrir ungmenni

2209038

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að við komið verði á fót afrekssjóði fyrir ungmenni í sveitarfélaginu. Sjóðurinn styrki afreksfólk á aldrinum 14-20 ára vegna kostnaðar við æfingar og eins í keppnisferðir erlendis. Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd verði falið að gera tillögu að reglum fyrir sjóðinn og leggja fyrir sveitarstjórn í nóvember. Við gerð næstu fjárhagsætlunar verði sjóðnum markað fjármagn til úthlutunar á árinu 2023.
Tillagan borin upp til atkvæða.

Tillögu hafnað með fjórum atkvæðum (EVG, MHG, ÞDÞ, VÞ) gegn þremur atkvæðum (IPG, EÞI, ÞS).

Bókun Á-lista:
Á 15. fundi hreppsráðs Rangárþings ytra, 10. ágúst 2011 samþykkti hreppsráð samhljóða reglur um styrkveitingar til afreksfólks í íþróttum búsett í Rangárþingi ytra og eru þær reglur enn í gildi.

19.Tillaga D-listans um heilsársgöngustíg á bökkum Ytri-Rangár við Hellu

2209039

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að þjónustumiðstöð Rangárþings ytra verði falið að láta vinna úttekt á göngustíg á bökkum Ytri-Rangár við Hellu frá Ægissíðufossi upp að Nesi. Samhliða verði þjónustumiðstöðinni falið að gera kostnaðaráætlun sem miði að því að gera stíginn að heilsársgöngustíg. Greinargerð og kostnaðaráætlun verði skilað fyrir lok október.
Breytingartillaga Á-lista:
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að gerð verði úttekt á göngustígum og gangstéttum í og við þéttbýli í sveitarfélaginu. Jafnframt verði lagfæringum á þeim forgangsraðað og í framhaldi kostnaðarmetnar. Fulltrúar Á-lista vekja athygli á að í lið 8 fyrr á þessum fundi var samþykkt að setja fjármagn í göngu- og hjólastíg á milli Hellu og Hvolsvallar.-

Breytingartillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

20.Tillaga D-listans um gerð móttökuáætlunar fyrir nýbúa

2209040

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að byggðarráði ásamt sveitarstjóra verði falið að vinna að gerð móttökuáætlunar fyrir nýbúa sem flytjast í sveitarfélagið. Áætlunin verði unnin í vetur og lögð fyrir sveitarstjórn fyrir febrúarlok. Haft verði samráð við grunn- og leikskóla sveitarfélagsins, atvinnulífið og nýbúar í sveitarfélaginu kallaðir til samráðs.
Tillagan borin upp til atkvæða.

Tillögu hafnað með fjórum atkvæðum (EVG, MHG, ÞDÞ, VÞ) gegn þremur atkvæðum (IPG, EÞI, ÞS)

Bókun Á-lista:
Á 14. fundi sveitarstjórnar 10/6 2015 samþykkti sveitarstjórn samhljóða tillögu fulltrúa Á-lista um að gera móttökuáætlun fyrir nýja íbúa í Rangárþingi ytra og var þáverandi sveitarstjóra falið að koma verkinu í framkvæmd. Fimm árum síðar, í nóvember 2020, kom út móttökuáætlun nýrra íbúa og er því slík áætlun til. Á 1. fundi Atvinnu-, menningar- og jafnréttisnefndar, 5. september s.l. setti formaður nefndarinnar á dagskrá Móttökuáætlun erlendra nýbúa og var skipaður vinnuhópur til að koma með tillögur á næsta fund nefndarinnar. Málið er því þegar komið í vinnslu að frumkvæði Á-lista.

IPG tók til máls.

21.Breyting á fundartíma byggðarráðs

2209027

Breyting á fundartíma næsta fundar byggðarráðs
Lagt til að fresta næsta reglulega fundi byggðarráðs til mánudagsins 3. október n.k. kl. 8:15 vegna Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.

22.Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.

2208067

Umagnarbeiðni starfshóps til að skoða og gera tillögur til umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku
Lagt til að vísa erindinu til Skipulags- og umferðarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

23.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4

2208004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né furirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulag- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt er til að fresta afgreiðslu málsins og Skipulags- og umferðarnefnd falið að taka málið aftur fyrir vegna athugasemda.

  Samþykkt að fresta málinu.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulag- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulag- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformaða skiptingu lóðanna og heimilar umsækjendum að leggja fram nauðsynleg gögn því til fullnustu. Nefndin leggur til að veitt verði heimild til skipulagsbreytinga í kjölfarið. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu þar til lóðinni hefur verið úthlutað. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd leggur til að tillaga umsækjanda verði grenndarkynnt öðrum lóðarhöfum á svæðinu áður en afstaða verði tekin. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 14,8 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 að undangenginni umsögn veiðifélagsins. Nefndin leggur jafnframt til að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi þar sem viðkomandi svæði verði breytt úr landbúnaðarsvæði í Skógræktar- og landgræðslusvæði og fái merkinguna SL16 í greinargerð aðalskipulagsins Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um efnistöku á Mýrdalssandi ásamt flutningi efnis eftir þjóðvegum á Suðurlandi til hafnar í Þorlákshöfn. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform geti haft umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021, sérstaklega að teknu tilliti til hættu á umferðarslysum, mengunar og ónæðis auk þess sem óvíst er hvort slíkir stanslausir flutningar fram og til baka muni hafa áhrif á burðargetu þjóðvega til framtíðar. Því skuli framkvæmdin háð mati á umhverfisáhrifum. Þær framkvæmdir sem lýst er í skýrslunni og hugsanleg áhrif þeirra eru ekki háðar útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis. Bókun fundar Sveitarstjórn Rangárþings ytra gerir ekki athugasemdir við framlagða umhverfisskýrslu. Sveitarstjórn telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að um veruleg neikvæð áhrif verði að ræða. Umhverfisáhrif á sveitarfélagið eru fyrst og fremst fólgin í aukinni umferð þungaflutninga gegnum sveitarfélagið og þar með veruleg aukning á slysahættu á þjóðvegum gegnum sveitarfélagið. Sveitarstjórn tekur undir mat skýrsluhöfunda að heildaráhrif á umferð séu frekar neikvæð. Þær framkvæmdir sem lýst er í skýrslunni og hugsanleg áhrif þeirra á Rangárþing ytra eru ekki háðar útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis af hálfu sveitarfélagsins.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform lóðarhafa. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til farið verði um málsmeðferð sem um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða. Breytingin hafi engin áhrif á aðra en sveitarfélagið og viðkomandi landeiganda. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasaemdir og ábendingar og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu vegna breytingar á tilsvarandi texta í greinargerð í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Skipulagsnefnd leggur til að ekki verði gerðar athugasemdir við veitingu undanþágu gagnvart fjarlægð milli bygginga og vegar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða lýsingu skipulagsáforma og leggur til að lýsingin verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nærliggjandi lóðarhöfum verði jafnframt kynnt tillagan. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða. Breytingin hafi engin áhrif á aðra en hlutaðeigandi aðila og sveitarfélagið. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.

24.Vinnuhópur um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða í Rangárþingi ytra - 1

2208008F

Til kynningar.

25.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 1

2208006F

Til kynningar.

26.Byggðarráð Rangárþings ytra - 5

2208002F

Oddviti óskaði eftir að afgreiðslu máls nr. 4. Gaddstaðir 48, erindi um kaup á viðbótarsvæði verði frestað.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð að öðru leyti staðfest.

27.Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd - 1

2208013F

IGP tók til máls.

Til kynningar.

28.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 223

2208009F

Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu
Til kynningar.

29.Félagsmálanefnd 2. fundur

2208113

Fundargerð 2. fundar Félagsmálanefndar
Oddviti óskaði eftir að mál nr. 4. breytingar á greiðslum til stuðningsfjölskyldna verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

30.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2207007

Fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Til kynningar

31.Fundargerð 220. fundar 26. ágúst 2022

2208114

Fundargerð stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Til kynningar.

32.Drög að nýrri reglugerð um umferðarmerki

2208054

Umsagnarmál
Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?