8. fundur 14. desember 2022 kl. 08:15 - 10:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
 • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
 • Erla Sigríður Sigurðardóttir aðalmaður
 • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
 • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
 • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
 • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2208017

Yfirlit sveitarstjóra/oddvita.
Oddviti fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda.

2.Úthlutun lóða - uppfærðar reglur

2210055

Endurskoðun á lóðaúthlutunarreglum.
Lögð fram tillaga að endurskoðuðum lóðaúthlutunarreglum fyrir Rangárþing ytra. Með þeim eru m.a. lóðaúthlutunar- og verklagsreglur sameinaðar í eitt skjal og skerpt á ýmsum ákvæðum.

Lagt til að samþykkja fyrirliggjandi lóðaúthlutunarreglur.

Samþykkt samhljóða.

3.Miðvangur 3. Umsókn um lóð.

2209015

Gunnar Jón Yngvason fyrir hönd Jörfahúsa ehf óskar eftir lóðinni nr. 3 við Miðvang á Hellu til að byggja á henni verslunarhús á fyrstu hæð með möguleika á íbúðum á annarri og þriðju hæð. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er 2023 og áformaður byggingartími er 1 ár.
Lagt til að fresta að staðfesta úthlutun byggðarráðs frá 10. október s.l. þar til staðfesting skipulags- og byggingarfulltrúa liggur fyrir um að umsækjendur uppfylli skilyrði sem fram koma í nýjum lóðaúthlutunarreglur sveitarfélagins.

Samþykkt samhljóða.

4.Rangárflatir 2.Umsókn um lóð.

2209002

Hreiðar Hermannsson f.h. Mosfells fasteign ehf óskar eftir að fá lóðinni Rangárflatir 2 úthlutað til uppbyggingar ferðaþjónustu í tengslum við starfsemi á hótel Stracta. Óskað er eftir að lóðin sameinist lóðinni Rangárflatir 4 sem er í eigu sama aðila.
Lagt til að fresta að staðfesta úthlutun byggðarráðs frá 10. október s.l. þar til staðfesting skipulags- og byggingarfulltrúa liggur fyrir um að umsækjendur uppfylli skilyrði sem fram koma í nýjum lóðaúthlutunarreglur sveitarfélagins.

Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um lóðina Sleipnisflatir 4 á atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar

2106021

Samkomulag um áfangaskiptingu uppbyggingar vegna Sleipnisflata 4.
Lagt er fram samkomulag milli Þjótanda ehf og Rangárþings ytra frá 25. febrúar s.l. um áfangaskipti uppbyggingar vegna Sleipnisflata 4 með heimild í 5. gr. samþykkta um byggingargjöld í Rangárþingi ytra.

Lagt er til að samkomulagið verði samþykkt og því verði þinglýst sem kvöð á Sleipnisflatir 4.

Þá leggur sveitarstjórn til að sveitarstjóra og byggingar- og skipulagsfulltrúa verði verði falið að gera tillögu að átaki um úthlutun nokkurra atvinnulóða á Sleipnisvöllum þar sem boðið verði upp á sambærileg áfangaskipti framkvæmda og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

6.Fyrirspurn um lausar lóðir til umsóknar

2212016

Franz Jezorski óskar eftir 50 hektara svæði til byggingar nýrrar skógarplöntustöðvar.
Lögð fram beiðni frá Franz Jezorski um hvort sveitarfélagið eigi lausar lóðir til umsóknar sem gætu hentað undir byggingu nýrrar skógarplöntustöðvar á Íslandi en slík starfsemi þyrfti um 50 ha lóð.

Lagt er til að fela sveitarstjóra að skoða hvort heppilegar lóðir í sveitarfélaginu gætu verið lausar undir slíka starfsemi.

Samþykkt samhljóða.

7.Ægissíða 1 spilda B. Breyting á heiti í Bólstað

2210051

Eigendur lóðarinnar Ægissíða 1 spilda B, F2342497, óska eftir að fá að breyta heiti lóðar sinnar. Nýtt heiti verði Bólstaður skv. innsendri beiðni með tölvupósti 18.10.2022.
Eigendur óska eftir því að heiti lands síns, Ægissíða 1 spilda B, F2342497, verði breytt í Bólstað.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við heitið Bólstað.

Samþykkt samhljóða.

8.Vestri-Kirkjubær. Leiðrétting á uppruna lóða.

2212035

Yfirlýsing lögð fram um að 3 sumarhúsalóðir eru í landi Vestri-Kirkjubæjar (L164526) en ekki Strandar (L164556) eins og ranglega var skráð þegar lóðirnar voru stofnaðar af Strandarvelli ehf á sínum tíma.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við innihald yfirlýsingarinnar og felur sveitarstjóra að staðfesta umrædda leiðréttingu fyrir hönd sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

9.Norður-Nýibær. Uppbygging ferðaþjónustusvæðis

2212036

Eigendur Norður-Nýjabæjar fyrir hönd Legendary Hotel and Resorts ehf óska eftir heimild sveitarstjórnar til að leggja fram deiliskipulag af um 10 ha svæði úr jörðinni. Væntanlegir eigendur jarðarinnar hyggja á stóraukna starfsemi ferða og gistiþjónustu ásamt því að setja upp ýmiskonar fjölskylduvæna afþreyingarmöguleika á svæðinu. Umsókn lögð fram 8.12.2022.
Lagt er til að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi vegna áforma umsækjanda. Núverandi svæði er á skilgreindu landbúnaðarsvæði að langmestu leyti skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Lagt er til að umsækjanda verði veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir þann hluta jarðar sinnar sem fer undir umrædd áform. Jafnframt er lagt til að skipulagsfulltrúa sé falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda þar sem Verslunar- og þjónustusvæði VÞ23 verði stækkað sem áformununum nemur.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

10.Hesthúsvegur 5, Hellur

2211066

Kaupsamningur í Hesthúsveg 5, Hellu vegna uppkaupa á hesthúsum.
Lagður fram kaupsamningur milli Rangárþings ytra og Hrossaræktarbúsins Strandarhöfða ehf um kaup sveitarfélagsins á hesthúsi við Hesthúsveg nr. 5 á Hellu, fastanúmer 219-6023, í samræmi við sérstakt samkomulag um flutning seljanda í nýtt hesthúsahverfi á Hellu.

Lagt til að kaupsamningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

11.Hjóla- og göngustígur Hella-Hvolsvöllur

2108027

Kauptilboð á landspildu úr landi Lambhaga sem liggur að Strönd.
Lagt fram kauptilboð milli Rangárþings ytra og Lambhagabúsins ehf um kaup sveitarfélagsins á 77007m2 landspildu sem liggur norðan þjóðvegar 1 og að landi sveitarfélagsins á Strönd, sbr. meðfylgjandi uppdrátt. Kaupverð hins selda er kr. 4.620.420.

Tekið var stutt fundarhlé.

Lagt er til að samþykkja kauptilboðið og fela sveitarstjóra að undirrita það.

IPG og JGV tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir vék sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.

12.Lóðir innan þjóðlenda. Afnot og afgjald

2211090

Lóðir í þjóðlendum. Afnot og afgjald.
Lagðar fram upplýsingar um þær lóðir í þjóðlendu þar sem sveitarfélagið er búið að gera grunnsamkomulög um nýtingu þeirra við ríkið.

Lagt til að fela sveitarstjóra, vegna beiðni umráðanda um framlengingu, að auglýsa lóðina í Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum og jafnframt skoða með framhald á auglýsingum á fleiri lóðum í þjóðlendunni.

JGV tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

13.Frístundastyrkir

2209020

Tillaga að reglum um frístundastyrk.
Lögð fram tillaga að reglum um frístundastyrk.

Lagt til að reglurnar verði samþykktar og taki gildi frá og með 1. jan. n.k.

ESS tekur til máls.

Samþykkt samhljóða.

14.Endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins

1611046

Endurnýjun á yfirdráttarheimild hjá Arion banka.
Sveitarstjórn veitir Jóni G. Valgeirssyni sveitarstjóra heimild til að ganga frá endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins hjá Arion banka að hámarki 65 mkr sem gildi út árið 2023.


Samþykkt samhljóða.

15.Styrkur á móti fasteignagjöldum

2211065

Beiðni sóknarnefndar Skarðskirkju um styrk á móti fasteignagjöldum.
Lögð fram beiðni sóknarnefndar Skarðskirkju um styrk á móti fasteignagjöldum skv. reglum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

16.Umsókn um styrk - HSK 2023

2212015

Umsókn HSK um styrk vegna 2023.
Lögð fram beiðni HSK um styrk að fjárhæð kr. 280 á hvern íbúa vegna ársins 2023.

Lagt til að styrkja HSK um kr. 180.000. Kostnaður færist á æskulýðs- og íþróttamál (0689).

Samþykkt samhljóða.

17.Hugmyndir vinnuhóps um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða

2208100

Skýrsla vinnuhóps um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða í Rangárþingi ytra.
Lögð fram skýrsla vinnuhóps um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða í Rangárþingi ytra. Á fundinn mætir Ástþór Jón Ragnheiðarson formaður vinnuhópsins og fer yfir niðurstöður hópsins.

Sveitarstjórn þakkar vinnuhópnum fyrir góð störf og leggur til að skýrslunni verði vísað til umfjöllunar í skipulags- og umferðarnefnd og heilsu-, íþrótta- og tómstundarnefnd.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

18.Tillaga D-lista um vinnuhóp fyrir göngu- og hjólabrú á Hellu

2212030

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að settur verði á fót vinnuhópur til undirbúnings á byggingu göngu- og hjólabrúar yfir Ytri-Rangá í tengslum við nýtt íbúðahverfi á Bjargi. Hópurinn afli viðunandi gagna og vinni kostnaðar- og fjármögnunaráætlun þannig að hægt verði að ráðast í byggingu brúarinnar sem fyrst eftir að nýtt hverfi fer í uppbyggingu.
Sá hluti tillögu D-lista sem snýr að skipun vinnuhóps er dreginn til baka og lagt til að vísa málinu til skipulags- og umferðarnefndar og sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

ÞS, JGV og IPG tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.


19.Tillaga D-lista um vinnuhóp fyrir uppbyggingu rafhleðslustöðva

2212031

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að settur verði á fót vinnuhópur til eflingar á uppbyggingu rafhleðslustöðva í Rangárþingi ytra. Hópnum verði ætlað að gera úttekt á núverandi stöðu og tillögu að áætlun um uppbyggingu m.a. við stofnanir sveitarfélagins. Hópurinn ræði jafnframt við þá aðila sem reka slíkar stöðvar í dag um uppbyggingu fyrir almenning á hraðhleðslustöðvum.
Lagt til að samþykkja að skipa þriggja manna vinnuhóp um verkefnið og byggðarráði verði falið að skipa vinnuhópinn og útfæra vinnuna.

EÞI tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

20.Tillaga D-lista um gerð auðlindastefnu og endurskoðun á atvinnu- og nýsköpunarstefnu

2212032

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd verði falið að vinna að gerð auðlindastefnu samhliða endurskoðun á atvinnu- og nýsköpunarstefnu.
Lagt til að afgreiðslu tillögunnar sé frestað.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

21.Tillaga D-lista um aukna umhverfisfræðslu

2212033

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins verði falið að láta vinna áætlun um aukna umhverfisfræðslu í sveitarfélaginu og kostnaðargreina. Unnið verði náið með grunn- og leikskólum sveitarfélagsins og Sorpstöð Rangárvallasýslu. Niðurstöðum verði skilað til sveitarstjórnar fyrir lok apríl 2023. Umhverfisfræðslan verði ætluð öllum almenningi í sveitarfélaginu.
Lagt er til að vísa tillögunni til umhverfisnefndar og umfjöllunar á starfsdegi stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallarsýslu sem fram fer í janúar.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

22.Tillaga D-lista um uppsetningu fræðsluskilta í sveitarfélaginu

2212034

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd verð falið að gera úttekt á stöðu fræðsluskilta í sveitarfélaginu og geri áætlun um enn frekari uppsetningu slíkra skilta við sögufræga staði og aðra sem vert er að kynna sérstaklega. Unnið verði náið með hagsmunaaðilum og í samstarfi við markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins. Áætlunin verði kostnaðargreind og niðurstöðum skilað til sveitarstjórnar fyrir lok apríl 2023.
IPG tók til máls.

Tillagan borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.

23.Fundaáætlun 2023 - sveitarstjórn, byggðaráð, skipulags- og umf. nefnd

2212017

Fundaáætlun sveitarstjórnar, byggðarráðs og skipulags- og umferðarnefndr fyrir 2023.
Lögð er fram tillaga að fundaráætlun árið 2023 fyrir sveitarstjórn, byggðarráð og skipulags- og umferðarnefnd.

Lagt til að fundaráætlun 2023 verði samþykkt.

Jafnframt er lagt til að reglulegur fundur byggðarráðs þann 28. desember n.k. verði felldur niður.

Samþykkt samhljóða.

24.Rekstraráætlun 2023 - Brunavarnir

2212020

Til afgreiðslu.
Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Brunavarnir Rangárvallarsýslu bs. 2023.

Samþykkt samhljóða.

25.Rekstraráætlun 2023 - Félags- og skólaþj.

2212021

Til afgreiðslu.
Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Félags- og skólaþjónustu Rangárvallar- og Vestur-Skaftafellsýslu bs. 2023.

Samþykkt samhljóða.

26.Rekstraráætlun 2023 - Suðurlandsvegur 1-3 hf

2211013

Til afgreiðslu.
Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Suðurlandsveg 1-3 hf 2023.

Samþykkt samhljóða.

27.Rekstraráætlun 2023 - Oddi bs

2209021

Til afgreiðslu.
Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir byggðasamlagið Odda bs. 2023.

Samþykkt samhljóða.

28.Rekstraráætlun 2023

2210035

Rekstaráætlun Sorpstöðvar Rangárvallarsýslu 2023.
Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Sorpstöð Rangárvallarsýslu bs. 2023.

Samþykkt samhljóða.

29.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2023

2211034

Til afgreiðslu.
Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. 2023.

Samþykkt samhljóða.

30.Fjárhagsáætlun 2023 - Tónlistarskólinn

2211044

Fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Rangæinga bs. 2023.
Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Tónlistarskóla Rangæinga bs. 2023.

Samþykkt samhljóða.

31.Fjárhagsáætlun 2023 - Húsakynni bs

2211048

Til afgreiðslu.
Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Húsakynni bs. 2023.

ÞDÞ tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

32.Fundargerð nr 2 og samþykkt fjárhagsáætlun 2023

2212011

Fjárhagshagsáætlun Héraðsnefndar Rangæinga bs. 2023 til afgreiðslu.
Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Héraðsnefnd Rangæinga bs. 2023.

Samþykkt samhljóða.

33.Gjaldskrá Odda bs. 2023

2210081

Til afgreiðslu.
Lagt er til að gjaldskrá Odda bs 2023 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

34.Gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallarsýslu 2023

2211047

Til afgreiðslu.
Lagt er til að gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallarsýslu bs 2023 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

35.Gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2023

2212023

Til afgreiðslu.
Lagt er til að gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2023 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

36.Tillögur að öðrum gjaldskrám í Rangárþingi ytra 2023

2212024

Til afgreiðslu.
Lagt er til að fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir geymslusvæði, gjaldskrá fyrir hunda og gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Rangárþingi ytra fyrir árið 2023 verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

37.Tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2023

2212026

Til afgreiðslu.
Lagt er til að tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega 2023 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

38.Tillögur að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2023

2212025

Til afgreiðslu.
Gildir frá og með 1. janúar 2023

1. Útsvar; 14,52%.

2. Fasteignaskattur;
A - 0,33% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
B - 1,32% af fasteignamati: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
C - 1,5% af fasteignamati: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.

3. Lóðarleiga; 1,0% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Þó getur sveitarstjórn ákveðið annað leiguhlutfall eða álagningu í krónutölu á hvern fermetra lóðar við sérstakar aðstæður.

4. Vatnsgjald; skv. sérstakri gjaldskrá.

5. Aukavatnsgjald skv. sérstakri gjaldskrá.

6. Tengigjöld í Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

7. Fráveitugjald á Hellu; 0,22% af fasteignamati húss og tilh. lóðar skv. sérstakri gjaldskrá.

8. Gjöld fyrir tæmingu rotþróa eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

9. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld skv. sérstakri gjaldskrá.

Gjalddagar liða nr. 2, 3, 4, 7, 8 og 9 eru 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8 og 1/9 2023. Þar sem fasteignagjöld verða samtals kr. 35.000 eða lægri skal þó aðeins vera einn gjalddagi; 1/5 2023. Einnig gefst aðilum kostur á að greiða fasteignagjöldin í einu lagi og skal gjalddagi vera eigi síðar en 1/6 2023. Eindagi er síðasti virki dagur í sama mánuði og gjalddagi.

Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum 75% og meira, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði, skal veittur afsláttur af fasteignaskatti og fráveitu-og rotþróargjaldi af viðkomandi íbúðarhúsnæði skv. reglum samþ. af sveitarstjórn.

10. Leyfisgjöld vegna hunda- og kattahalds er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

11. Byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-, úttekta og mælingagjöld skipulags- og bygginganefndar og skipulags- og byggingafulltrúa leggjast á skv. sérstakri gjaldskrá. Gjalddagar eru dags. reikninga og eindagar 30 dögum síðar.

Að öðru leyti gilda lög um tekjustofna sveitarfélaga og gjaldskrár um viðkomandi tekjuliði. Samþykkt þessi um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár skal birt á heimasíðu Rangárþings ytra.

JGV tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn tók ákvörðun um að lækka álagningarhlutfall a-hluta fasteignagjalda úr 0,36 í 0,33 og fráveitugjalda úr 0,25 í 0,22 til að koma til móts við fasteignaeigendur vegna hækkunar á fasteignamati.


39.Fjárhagsáætlun 2023-2026

2208121

Fjárhagsáætlun 2023-2026. Seinni umræða.
Fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2023-2026 lögð fram til afgreiðslu í seinni umræðu.

Áætlaðar heildartekjur Rangárþings ytra (A og B hluta) árið 2023 nema alls 2.826.708 mkr. Rekstrargjöld eru áætluð 2.397.948 mkr. og þar af reiknaðar afskriftir 142.786 mkr. Fjármagnsgjöld eru áætluð 162.868 mkr. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 123.106 mkr.

Veltufé frá rekstri er 375.513 mkr. Í eignfærða fjárfestingu 913.900 mkr og nýrri lántöku að upphæð 630.000 mkr. á árinu 2023 vegna hönnunar og framkvæmda við skólasvæði á Hellu. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2023 alls 2.493.000 mkr og eigið fé 2.707.061 mkr. Eignir í árslok eru áætlaðar 5.200.062 mkr.

Framlegðarhlutfall 2023 er áætlað 15,2

Veltufjárhlutfall 2023 er áætlað 0,90

Eiginfjárhlutfall 2023 er áætlað 0,49

Rekstrarjöfnuður þriggja ára skv. sveitarstjórnarlögum er áætlaður jákvæður um 533.916 mkr.

Reiknað skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum verður 68,5% á árinu 2023 og skuldahlutfallið 88,2%.

Með breytingu sem gerð var á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga á árinu 2021, þurfa sveitarfélög nú að færa í samantekin reikningsskil sín, sem og fjárhagsáætlanir, hlutdeild sína í byggðasamlögum, sameignarfélögum, sameignarfyrirtækjum og öðrum félögum með ótakmarkaðri ábyrgð.

Í tilviki sveitarfélagsins Rangárþings ytra á þetta við um eftirtalin samrekstrarverkefni:
1. Bergrisinn bs.
2.
Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla og V. Skaftafellssýslu bs.
3.
Byggðarsamlagið Oddi bs.
4.
Húsakynni bs.
5.
Tónlistarskóli Rangæinga bs.
6.
Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.
7.
Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.
8.
Heilbrigðiseftirlit Suðuðurlands
9.
Héraðsnefnd Rangárvallasýslu
10.
Byggðarsafnið Skógum
11.
Héraðsskjalasafn Rangárvallasýslu

Áætlanir framangreindra rekstrareininga fyrir árin 2023 til 2026 um rekstur, efnahag og sjóðstreymi liggja ekki fyrir og því hafa áhrif þeirra ekki verið verið færð í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Þegar samþykktar fjárhagsáætlanir allra framangreindra rekstrareininga liggja fyrir á viðeigandi formi er fyrirhugað að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2023 til 2026.

JGV og IPG tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

Bókun D-lista.
Fulltrúar D-listans hafa unnið að gerð fjárhagsáætlunar með fulltrúum Á-listans. Samstarf við vinnslu áætlunarinnar hefur gengið vel og tekið hefur verið tillit til helstu áherslna fulltrúa D-listans við gerð áætlunarinnar m.a. um lækkun fasteignaskatta sem góð samstaða náðist um. Í ljósi almennrar óvissu á komandi mánuðum er áhyggjuefni að áætlunin gerir ekki ráð fyrir miklum afgangi og má því lítið út af bera til að áætlunin gangi eftir. Fulltrúar D-lista þakka fulltrúum Á-lista, sveitarstjóra og því starfsfólki sveitarfélagsins sem komið hefur að vinnu við gerð áætluninarinnar fyrir gott samstarf og góða vinnu við gerð hennar.
IPG, EÞI, ÞS.

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista þakkar kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir mjög gott starf við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunarinnar. Jafnframt vilja fulltrúar Á-lista nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf á árinu með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.
EVG, MHG, ESS, ÞDÞ.

40.Íbúakosningar sveitarfélaga, drög að reglugerð - samráðsgátt

2211062

Drög að reglugerð um íbúakosningar í samráðsgátt.
Lagt fram til kynningar.

41.Langahlíð í Galtalækjarskógi. Beiðni um umsögn vegna gistingar

2211093

Egill M. Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Guðrúnar Jónsdóttur fyrir hönd félagsins Vinjar ehf, kt. 440522-2700, um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "D" í húsnæði félagsins, Lönguhlíð, í Galtalækjarskógi, Rangárþingi ytra. Beiðni barst 30.11.2022. Um mathsluta 35 er að ræða.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Vinja ehf til gistingar í flokki II, tegund D í húsnæði félagsins Lönguhlíð í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

42.Til umsagnar frá nefndasviði Alþingis - málasafn 2022

2201049

Umsangarbeiðnir frá nefndarsviði Alþingis um tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum og frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

43.Byggðarráð Rangárþings ytra - 8

2211001F

Fundargerð 8. fundar Byggðarráðs Rangárþings ytra.
Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 8 Lögð fram drög að deiliskipulagi vegna Helluflugvallar en sveitarstjórn vísaði afgreiðslu skipulags- og umferðarnefdnar til byggðarráðs til frekari umfjöllunar.

  Byggðarráð frestar því að taka afstöðu til málsins þar til kynning meðal íbúa um framtíð flugvallar á Hellu hefur farið fram en kynning fari fram fyrir miðjan febrúar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og skoða m.a. að láta vinna hljóðmælingu m.t.t. fyrirhugaðrar uppbyggingar. Byggðarráð mun taka málið aftur fyrir á reglulegum byggðarráðsfundi í febrúar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt til að gerð verði hljóðmæling m.t.t. fyrirhugaðrar uppbyggingar á Helluflugvelli.

  Lagt til að sveitarstjóra verði falið að leita tilboða og semja við lægstbjóðanda um að framkvæma slíkt mat.

  ÞS, MHG og EÞY tóku til máls.

  Samþykkt með sex atkvæðum en Þ.S. situr hjá.

44.Hálendisnefnd - 1

2211017F

 • Hálendisnefnd - 1 Hálendisnefnd heimilar fyrir sitt leyti að keppnin fari fram á vegum sem tilgreindir eru í umsókn innan sveitarfélagsins í ágúst 2023.

  Vakin er athygli á því að leita þarf umsagnar fleiri aðila þar sem ekki allir vegir tilheyra sveitarfélaginu Rangárþingi ytra. Aðrir aðilar eru m.a. Landsvirkjun og Vegagerðin.

  Nefndin setur eftirfarandi skilyrði:
  1. Forsvarsmenn keppninnar gæti þess að fylgt verði merktum leiðum og ekki sé ekið utan vega.
  2. Keppnishaldari upplýsi þá aðila sem hafa með skipulagðar ferðir á svæðinu að gera vegna keppninnar. Þá sérstaklega rekstraraðila í Hrauneyjum, Landmannahelli og Áfangagili sem og aðra ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
  3. Mönnuð vöktun verði á öllum lokunarpóstum.
  4. Þess sé gætt að allur frágangur verði til fyrirmyndar. Þeir vegir sem farið verði um verði heflaðir á kostnað keppnishaldara strax að keppni lokinni. Allar merkingar og allt rusl verði fjarlægt af hálfu keppnishaldara.
  5. Keppnishaldari tryggi að almenningur á svæðinu verði ekki fyrir óþarfa óþægindum á meðan kynningarakstur fer fram fyrir keppni.

  Bókun fundar Lagt til að samþykkt verði skilyrði hálendisnefndar varðandi leyfi fyrir akstursíþróttakeppninni CanAm Iceland Hill Rally 2023 en kostnaður mótshaldara við heflun þeirra vega sem eru í umsjón sveitarfélagsins er áætlaður um kr. 400.000 auk VSK.

  Samþykkt samhljóða.

45.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7

2211013F

Fundargerð 7. fundar skipulags- og umferðarnefndar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulags- og umferðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við áformuð landskipti og heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Nefndin áréttar að í afgreiðslu nefndarinnar á landskiptunum fellst ekki afstaða til einkaréttarlegs ágreinings um tilvist og inntak umferðarréttar á svæðinu. Loks skal áréttað að við afgreiðslu málsins getur sveitarfélagið einungis horft til þinglýstra heimilda um eignarhald landsins. Bókun fundar
  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við niðurstöðu skipulags- og umferðarnefndar og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við áformuð landskipti og heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Sveitarstjórn áréttar að í afgreiðslu sveitarstjórnar á landskiptunum fellst ekki afstaða til einkaréttarlegs ágreinings um tilvist og inntak umferðarréttar á svæðinu. Loks skal áréttað að við afgreiðslu málsins getur sveitarfélagið einungis horft til þinglýstra heimilda um eignarhald landsins.

  Samþykkt samhljóða.
 • 45.3 2211082 Austursel landskipti.
  Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • 45.4 2211081 Diddusel, Landskipti
  Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt en ítrekar að staðfesting fáist á útmörkum spildunnar gagnvart öðrum nærliggjandi löndum áður en af afgreiðslu á stofnun spildunnar verður. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.

  Margrét Harpa Guðsteinsdóttir víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða umhverfismatsskýrslu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til kynningar og athugunar skv. 23. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Erindi frestað til næsta fundar.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma umsækjanda. Núverandi lóð er á skilgreindu frístundasvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
  Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda þar sem landnotkun lóðarinnar verði skilgreind undir verslunar- og þjónustustarfsemi.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma umsækjanda. Núverandi lóðir eru á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
  Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda þar sem landnotkun lóðanna verði skilgreind undir verslunar- og þjónustustarfsemi.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma umsækjanda. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Þar sem 4 eða fleiri lóðir (undir 2 ha) eru samliggjandi, án þess
  að tengjast rekstri viðkomandi jarðar, skal afmarka landnotkun sérstaklega (íbúðar- eða frístundasvæði). (Kafli 2.3.1 í greinargerð aðalskipulagsins).
  Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda þar sem landnotkun svæðisins verði skilgreind sem íbúðabyggð.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.


  Ingvar Pétur Guðbjörnsson víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma umsækjanda. Núverandi svæði er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
  Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir vindlund á umræddu svæði. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda þar sem landnotkun svæðisins verði skilgreint undir iðnaðarstarfsemi.
  Skipulagsnefnd samþykkir fram lagða lýsingu skipulagsáforma og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 30. gr.
  skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á aðalskipulagi og vegna deiliskipulags skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Skipulagsnefnd tekur undir svör umsækjanda. Þeim sem gerðu athugasemdir við tillöguna skulu send viðbrögð sveitarstjórnar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum í uppfærðri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.

  Ingvar Pétur Guðbjörnsson víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • 45.22 2211072 Grænir iðngarðar
  Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að lýsing verði kynnt í samræmi við skipulagslög. Lýsing verði í a.m.k. 2 vikur frá staðfestingu sveitarstjórnar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.

46.Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu - 4

2211020F

Lagt fram til kynningar.

47.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 4

2211018F

Lagt fram til kynningar.

48.Vinnuhópur um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða í Rangárþingi ytra - 5

2211006F

Lagt fram til kynningar.

49.Tónlistarskóli Rangæinga - 28

2211014F

Lagt fram til kynningar.

50.Húsakynni bs - 2

2211012F

Lagt fram til kynningar.

51.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 2

2211011F

Lagt fram til kynningar.

52.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 225

2211015F

Lagt fram til kynningar.

53.Byggðarráð - vinnufundur - 4

2211002F

Lagt fram til kynningar.

54.Byggðarráð - vinnufundur - 5

2211003F

Lagt fram til kynningar.

55.Byggðarráð - vinnufundur - 6

2211004F

Lagt fram til kynningar.

56.Byggðarráð - vinnufundur - 7

2211008F

Lagt fram til kynningar.

57.Byggðarráð - vinnufundur - 8

2211016F

Lagt fram til kynningar.

58.Byggðarráð - vinnufundur - 9

2211019F

Lagt fram til kynningar.

59.Fundargerð 589. fundar stjórnar SASS

2211073

Lagt fram til kynningar.

60.21. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis

2211074

Lagt fram til kynningar.

61.Stjórnarfundur Skógasafn 21.10.2022

63.Fundargerð 915. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2211086

Lagt fram til kynningar.

64.75. stjórnarfundur Brunavarna Rangárvallsýslu

65.Fundargerð fjallskilanefndar Landmannaafréttar 9. nóv. 2022

2211043

Lagt fram til kynningar.

66.HES - stjórnarfundur 223

2212012

Lagt fram til kynningar.

67.HES - aðalfundur 2022

2212013

Lagt fram til kynningar.

68.Stjórnarfundur nr. 66 FSRV

2212018

Lagt fram til kynningar.

69.Stjórnarfundur nr. 67 FSRV

2212019

Lagt fram til kynningar.

70.Aðalfundur Bergrisans bs. 2022

2212028

Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn óskar sveitungum nær og fjær gleðilegra jóla og færsældar á nýju ári.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?