9. fundur 29. desember 2022 kl. 08:15 - 08:55 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Erla Sigríður Sigurðardóttir aðalmaður
  • Viðar M. Þorsteinsson varamaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Sóley Margeirsdóttir varamaður
  • Svavar L. Torfason varamaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Sveitarstjórn býður Sóleyju Margeirsdóttur velkomna á sinn fyrsta sveitarstjórnarfund

1.Tillögur að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2023

2212025

Tillaga um hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk.
Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, leggur sveitarstjórn Rangárþings ytra til að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.

Samþykkt samhljóða.

2.Dynskálar 5

2212057

Forkaupsréttur
Lagður er fram kaupsamningur um Dynskála 5 á Hellu, fastanúmer 219-5838, en skv. lóðaleigusamningi um eignina á sveitarfélagið forskaupsrétt.

Lagt er til að fallið sé frá forkaupsrétti á eigninni og Eggerti Val Guðmundssyni oddvita falið að undirrita öll nauðsynlegt skjöl vegna þess.

Samþykkt samhljóða.

Jón G. Valgeirsson víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.

3.Hvammsvirkjun. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

2212059

Beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar.
Lögð fram umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna byggingar Hvammsvirkjunar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Við útgáfu framkvæmdaleyfis vegna svona umfangsmikilla framkvæmda þarf að huga að fjölmörgum atriðum með hagsmuni sveitarfélagsins og samfélagsins alls í huga. Gera þarf samfélagssáttmála varðandi framkvæmdina og frekari nýtingu orku í héraði. Ljóst er að nú þegar er rúmlega helmingur af orku Landsvirkjunar framleidd á svæðinu en lítill hluti nýttur til atvinnustarfssemi á Suðurlandi.

Lagt er til að byggðarráði verði falið að vinna málið áfram og leggja fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu.

EÞI tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 08:55.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?