10. fundur 11. janúar 2023 kl. 08:15 - 09:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
 • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
 • Erla Sigríður Sigurðardóttir aðalmaður
 • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
 • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
 • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
 • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna myndi bætast við liður 1, leigusamningur á jörðunum Árbæ og Fossi á Rangárvöllum vegna fiskiræktunar í efri hluta Eystri Rangár. Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

1.Fiskiræktun í efri hluta Eystri Rangár

2104031

Leigusamningur um leigu á jörðunum Árbæ og Fossi á Rangárvöllum.
Lagður er fram leigusamningur milli Rangárþings ytra og Fossdala Austurheiði ehf um leigu á Fossi, landnúmer 164479 og Árbæ, landnúmer 164470. Um er að ræða 10ha spildur úr sitt hvorri jörðinni þar sem spildunum fylgir veiðiréttur í Eystri Rangá en tilgangur samningsins er að stuðla að fiskirækt í ánni ofan Tungufoss.

Lagt er til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með að náðst hafi niðurstaða um skoðun á frekari uppbyggingu á fiskirækt í Eystri Rangá.

Samþykkt samhljóða.

2.Lóð undir hálendismiðstöð í Hrauneyjum

2301004

Úthlutun lóðar undir hálendismiðstöð í Hrauneyjum.
Lögð var fram auglýsing um nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendu vegna lóðar undir hálendismiðstöð í Hrauneyjum. Auglýsingarfresti lauk þann 30. desember s.l. og barst ein umsókn, frá núverandi lóðarhafa.

Lagt til að sveitarstjóra verði falið gera drög að nýjum lóðaleigusamningi við umsækjanda og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

JGV tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

3.Hjóla- og göngustígur Hella-Hvolsvöllur

2108027

Samningur við Vegagerðina um göngu- og hjólastíg milli Hellu og Hvolsvallar.
Lagður fram samningur milli Vegagerðarinnar og Rangárþings ytra um styrk Vegagerðarinnar vegna fullhönnunar, framkvæmda og kaup á landi fyrir blandaðan göngu- og hjólastíg milli Hellu og Hvolsvallar.

Lagt til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

4.Rangárflatir 2.Umsókn um lóð.

2209002

Hreiðar Hermannsson f.h. Mosfells fasteign ehf óskar eftir að fá lóðinni Rangárflatir 2 úthlutað til uppbyggingar ferðaþjónustu í tengslum við starfsemi á hótel Stracta. Óskað er eftir að lóðin sameinist lóðinni Rangárflatir 4 sem er í eigu sama aðila.
Á fundi sveitarstjórnar 12. október s.l. þá var lagt til að fresta staðfestingu byggðarráðs frá 3. október s.l á úthlutun lóðarinnar þar til endurskoðun á lóðarúthlutunarreglum hafi farið fram varðandi upphaf og lok framkvæmda. Á fundi sveitarstjórnar 14. desember s.l. var málinu frestað þar til staðfesting skipulags- og byggingarfulltrúa lægi fyrir um að umsækjandi uppfyllti skilyrði sem fram koma í nýjum lóðarúthlutunarreglum en þessar upplýsingar liggja nú fyrir.

Tekið var stutt fundarhlé.

Lagt til að úthluta lóðinni Rangárflötum 2 til Mosfells fasteigna til uppbyggingar í ferðaþjónustu í tengslum við starfssemi Hótel Stracta í samræmi við skilmála nýrra úthlutunarreglna lóða í Rangárþingi ytra um upphaf og lok framkvæmda en hafna því að lóðin Rangárflatir 2 verði sameinuð Rangárflötum 4. Vegna aukinnar eftirspurnar eftir lóðum við þjóðveg 1 fer sveitarstjórn fram á að umsækjandi leggi fram tímasetta framkvæmdaáætlun vegna uppbyggingar á lóðinni.

Samþykkt samhljóða.

5.Stefnumótun - vinnufundur með KPMG

2212056

Stefnumótunarfundur fyrir Samtök orkusveitarfélaga.
Þann 27. janúar n.k. hafa aðildarsveitarfélög orkusveitarfélaga boðað til vinnufundar um stefnumótun fyrir samtökin en KPMG mun halda utan um þá vinnu.

Lagt er til að Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Þröstur Sigurðsson og Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri, verði fulltrúar sveitarfélagsins á vinnufundinum.

Samþykkt samhljóða.

6.Almannavarnanefnd Rangárvalla- og V Skaftaf.sýslu

2210009

Fundargerð 2. fundar almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. Nýjar samþykktir og samningur um sameiginlegan starfsmann í almannavörnum.
Á 2. fundi almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu voru teknar fyrir samþykktir fyrir nefndina og samningur um sameiginlegan starfsmann í almannavörnum.

Lagt er til að nýjar samþykktir fyrir nefndina og samningur um sameiginlegan starfsmann í almannavörnum verði samþykktar en að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynnningar.

JGV tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

7.Kynning á sögusviði Njálssögu

2212068

Beiðni Fornleifastofnunar Íslands ses um stuðning vegna kynningar á sögusviði Njálssögu.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og leggur til að vísa beiðninni til Héraðsnefndar Rangæinga.

Samþykkt samhljóða.

8.Héraðsþing HSK 2023

2301005

Beiðni HSK um að Rangárþing ytra útvegi húsnæði fyrir Héraðsþing HSK 2023 og kvöldverð fyrir þingfulltrúa.
Lagt er til að samþykkja beiðni HSK um að Rangárþing ytra útvegi húsnæði fyrir Héraðsþing HSK 2023 og kvöldverð fyrir þingfulltrúa. Kostnaður færist á íþrótta- og æskulýðsmál.

Samþykkt samhljóða.

9.Fjallskiladeild Holtamannaafréttar - 3. fundur

2212043

3. fundur fjallskiladeildar Holtamannaafréttar. Kostnaður vegna fjallskila og tillaga um álagningu fjallskila 2022.
Lagt er til að samþykka tillögu fjallskiladeildar Holtamannaafréttar um álagningu fjallskila 2022. Varðandi tillögu um útreikning á kostnaði miðað við fjárlausan afrétt er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram með Ásahreppi. Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

10.Fundargerð 68. fundar stjórnar félags- og skólaþjónustu RangárvV-Skaft

2301013

Samningur um umdæmisráð barnaverndar.
Lagt er til að viðauki við samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og Árborg um aðild Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. að umdæmisráðinu verði samþykktur sem og undirritun formanns stjórnar byggðasamlagins á viðaukasamninginn. Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

11.Tillaga D-lista um samstarfssamning við Samtökin ´78

2301008

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að því verði vísað til byggðarráðs og stjórnar Odda bs. að gera samstarfssamning við Samtökin ´78 um reglubundna fræðslu samtakanna um hinsegin málefni fyrir starfsfólk grunnskóla,leikskóla, félagsmiðstöðar, nemenda grunnskóla og stjórnenda sveitarfélagsins á sama grunni og önnur sveitarfélög hafa verið að gera. Í samningnum verði einnig ákvæði um aðgengi allra íbúa sveitarfélagsins að ráðgjöf Samtakanna ´78 án endurgjalds.
Lagt til að vísa málinu til stjórnar Odda bs.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

12.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8

2212001F

Vísað et til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á u.þ.b. 119 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin leggur jafnframt til að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi þar sem viðkomandi svæði verði breytt úr landbúnaðarsvæði í Skógræktar- og landgræðslusvæði og fái merkinguna SL17 í greinargerð aðalskipulagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að umræddir byggingareitir verði lengdir í vesturátt. Gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins og leggur nefndin til að umsækjanda verði veitt heimild til slíks á eigin kostnað.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu stöðuleyfis fyrir viðkomandi sölubíla í Landmannalaugum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefndin samþykkir að veita umsækjanda heimild til deiliskipulagsgerðar á eigin kostnað. Núverandi landnotkun er skilgreind sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi en gera verður breytingar á landnotkun og núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í frístundasvæði þar sem stærðir á fyrirhuguðum frístundalóðum eru allar undir 2 ha og fleiri en fjórar samliggjandi. Nefndin leggur því til að skipulagsfulltrúa verði jafnhliða falið að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim fyrirvara að tryggt verði aðgengi sveitarfélagsins meðfram ánni að landi sveitarfélagsins og að vatnsbóli ofan efstu lóðar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir Skipulagsstofnunar og telur að tillagan hafi verið uppfærð að teknu tilliti til framkominna athugasemda. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd telur ekki þörf á heildarendurskoðun að svo stöddu. Nefndin vill þó leggja áherslu á að hafist verði handa við vinnu við flokkun landbúnaðarlands þó að sú vinna falli ekki undir endurskoðun í þeim skilningi. Jafnframt verði unnið að tilfallandi breytingum á landnotkun að gefnu tilefni hverju sinni eins og verið hefur.
  Nefndin leggur til að ákvörðun verði send Skipulagsstofnun þess efnis í samræmi við gr. 35 í skipulagslögum nr. 123/2010.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt og sveitarstjóra falið að tilkynna Skipulagsstofnun um niðurstöðuna.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

13.Aðalfundur 2022 - SASS

2212042

Lagt fram til kynningar.

14.22. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis

2212054

Lagt fram til kynningar.

15.23. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis

2212055

Lagt fram til kynningar.

16.Samtök orkusveitarfélaga - 54. stjórnarfundur

2212060

Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerð 916. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2212053

Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerð 588. fundar stjórnar SASS

2212040

Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerð 590. fundar stjórnar SASS

2212039

Lagt fram til kynningar.

20.Breyting á barnaverndarlögum 1. jan. 2023 - leiðbeiningar

Fundi slitið - kl. 09:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?