12. fundur 08. mars 2023 kl. 08:15 - 10:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Viðar M. Þorsteinsson varamaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna myndi bætast við liður 1, næsti fundur sveitarstjórnar og aukafundur í byggðarráði.
Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

1.Næsti fundur sveitarstjórnar og aukafundur byggðarráðs

2303026

Næsti fundur sveitarstjórnar og aukafundur í byggðaráði vegna ársreiknings 2022.
Lagt er til að aukafundur verði haldinn í byggðarráði þann 5. apríl nk. kl. 8:00 og að næsti fundur sveitarstjórnar þann 5. apríl byrji kl. 10:00 í kjölfar byggðarráðsfundarins þar sem fjallað verður um ársreikning sveitarfélagsins fyrir 2022.

Samþykkt samhljóða.

2.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2301081

Sveitarstjóri fór yfir minnnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda síðan í febrúar.
Fylgiskjöl:

3.Sumarlokun skrifstofu Rangárþings ytra

2302138

Lagt er til að skrifstofa Rangárþings ytra verði lokuð frá 24. júlí til og með 4 ágúst 2023 vegna sumarleyfa.

JGV og ÞS tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

4.Samþykkt um byggingargjöld

2303009

Samþykkt um byggingargjöld í Rangárþingi ytra. Breytingar. Fyrri umræða.
Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykkt um byggingargjöld til fyrri umræðu.

Lagt til að vísa málinu til annarar umræðu á næsta sveitarstjórnarfundi.

JGV tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

5.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

2206041

Lagðar fram tillögur til breytingar á samþykktum sveitarfélagsins m.a. vegna ákvæða um Skóla- og velferðarþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu til fyrstu umræðu.

Lagt til að vísa málinu til seinni umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

JGV og IPG tóku til máls.

Samþykkt samhjóða.

6.Húsnæðisáætlun 2023

2302146

Gerð húsnæðisáætlunar fyrir árið 2023
Lagt til að húsnæðisáætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2023 verði samþykkt.

JGV og IPG tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

7.Samtök orkusveitarfélaga. Stefnumörkun

2302133

Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 17. febrúar s.l. um skipulagsmál orkumannvirkja.
Lögð fram bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem hvetur öll sveitarfélög á landsbyggðinni sem hafa orkumannvirki í nærumhverfi sínu, eða eru með hugsanleg virkjanaáform í farvatninu til þess að staldra við í skipulagsmálum virkjana á meðan sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög.

Tekið var stutt fundarhlé.

Sveitarstjórn tekur undir bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga að skerpa þurfi á lagaumhverfi orkumannvirkja m.a. með sanngjarnari skiptingu orkuauðlindarinnar í huga. Málefni orkusveitarfélaga eru með ólíkum hætti og þarf því að skoða hagsmuni hvers og eins sveitarfélags og nærsamfélags þess sérstaklega og það sem samfélögin leggja til þjóðarbúsins svo áætlanir um orkuskipti standist.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

8.Auka aðalfundur Bergrisans bs 2023

2301027

Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans bs. frá 20. febrúar s.l. og breytingar á samþykktum Bergrisans bs. til fyrri umræðu.
Lagt er til að vísa breytingum á samþykktum Bergrisans bs. til annarar umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

9.Byggðaþróunarfulltrúi í Rangárvallasýslu

2301021

Minnisblað vinnuhóps um byggðarþróunarfulltrúa í Rangárvallasýslu. Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaganna þriggja í Rangárvallasýslu og SASS.
Lagt til að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu með SASS og ráðinn verði byggðarþróunarfulltrúi í Rangárvallasýslu. Lagt til Héraðsnefnd Rangæinga haldi utan um verkefnið til að byrja með og geri samning við SASS.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

10.Kolefnisbinding í þjóðlendum - Forsætisráðuneytið

2303014

Beiðni forsætisráðuneytins um þátttöku í verkefni varðandi um endurheimt vistkerfa og kolefnisbindingu í þjóðlendum.
Lagt til að sveitarstjórn taki jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og vísa málinu einnig til kynningar í umhverfisnefnd.

EÞI tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

11.Erindi - Leynir 2 og 3

2301035

Erindi frá Magna Lögmönnum vegna uppbyggingar í Leyni 2 og 3.
Sveitarstjórn telur ekki efni til að bregðast sérstaklega við erindinu fyrr en niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

12.Landmannalaugar, Mat á umhverfisáhrifum.

1705027

Lagt til að málinu verði frestað.

Samþykkt samhljóða.

13.Tillaga D lista varðandi verk- og tæknimenntun, forritunarnám, nýsköpunar- og frumkvöðlafræði

2303010

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að skólastjórnendum grunnskóla sveitarfélagsins verði falið að taka saman yfirlit yfir hvernig skólarnir standa að verk- og tæknimenntun ásamt námi í forritun við skólana. Jafnframt hvað sé í boði fyrir nemendur tengt nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum. Þeim verði einnig falið að taka saman með hvaða hætti þeir telji að efla megi þessa þætti í námsframboði skólanna. Hvoru tveggja verði skilað til stjórnar Odda bs. til umfjöllunar.

Lagt til að vísa tillögunni til vinnu við endurskoðun skólastefnu Odda bs. sem áætluð er á þessu ári.

IPG og MHG tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

14.Tillaga D lista um stafræna stjórnsýslu

2303011

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að byggðarráði verði falið að skoða með hvaða hætti megi efla stafræna stjórnsýslu sveitarfélagsins og leggja fram greinargerð fyrir sveitarstjórn fyrir sumarleyfi sveitarstjórnar.

Lagt til að vísa tillögunni til byggðarráðs til úrvinnslu.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

15.Fyrirspurn D lista um stöðu mála

2303012


Fulltrúar D-listans óska eftir að staða eftirfarandi mála verði upplýst á sveitarstjórnarfundi 8. mars 2023:
1.Þarfagreining á búsetuúrræðum fatlaðra sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 14. september. Skila átti greinargerð fyrir áramót.

Málið var skoðað af sveitarstjóra og forstöðumanni skóla- og félagsmála við gerð húsnæðisáætlunar 2023 en þarfnast nánari skoðunar og þarf að taka upp við húsnæðisáætlunargerð 2024, sem unnin verður í lok árs 2023.

2.Heilsársgöngustígur á bökkum Ytri-Rangár og úttekt á öðrum göngustígum og gangstéttum í sveitarfélaginu sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 14. september. Greinargerð og kostnaðaráætlun átti að skila fyrir lok október.

Í breytingartillögu Á-lista, sem samþykkt var samhljóða á fundi sveitarstjórnar 14. september s.l., var ekki kveðið á um skil á greinargerð og kostnaðaráætlun fyrir lok október. Þann 6. mars s.l. tók til starfa vinnuhópur um skilgreind skipulagsmál, þar á meðal er uppbygging og skipulag gönguleiða og göngustíga á og við Hellu. Málið er því í vinnslu og er stefnt að hópurinn skili af sér í sumar.

IPG tók til máls.

Fylgiskjöl:

16.Fyrirspurn D lista um stöðu á uppbyggingu við Grunnskólann á Hellu

2303013

Fulltrúar D-listans óska eftir því að tekin verði saman greinargerð um stöðu uppbyggingar við Grunnskólann á Hellu. Hver staða framkvæmda er í samræmi við áætlun og eins hver staða kostnaðar er við framkvæmdina borið saman við kostnaðaráætlun. Óskað er eftir að greinargerð verði skilað fyrir næsta reglubundna fund sveitarstjórnar.

Lagt til að sveitarstjóra verði falið að afla og leggja fram umbeðnar upplýsingar á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar.

EÞI tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

17.Erindi vegna húsnæði fyrir Leikfélag Rangæinga

2302134

Beiðni um skoðun á hvort Leikfélag Rangæinga geti fengið íþróttahúsið í Þykkvabæ til afnota.
Lagt til að fela sveitarstjóra að taka málið til nánari skoðunar.

IPG og EÞI tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

18.Umsókn um styrk á móti fasteignagjöldum 2023

2302153

Umsókn Skotfélagsins Skyttur um styrk á móti fasteignagjöldum 2023.
Skotfélagið Skyttur óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2023.

Lagt til um að samþykkja beiðni um styrk skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

19.Ósk um styrk vegna fasteignagjalda 2023

2303015

Beiðni Golfklúbbsins Hellu um styrk vegna fasteignagjalda 2023.
Golfklúbburinn Hellu óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2023.

Lagt til um að samþykkja beiðni um styrk skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

20.Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi sölubíla Landmannalaugum

2302143

Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna 12 tækifærisleyfa vegna tímabundins áfengisleyfi fyrir Fjallafang ehf á tímabilinu 24. júní til og með 8. september 2023.
Lagt til að sveitarstjórn geri ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við beiðni vegna 12 tækisfærisleyfa Fjallafangs í Landmannalaugum á tímabilinu 24 júní til 8. september nk.

Samþykkt samhljóða.

21.Langahlíð í Galtalækjarskógi. Beiðni um umsögn vegna rekstrar.

2302136

Egill M. Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni félagsins BG Mos ehf, kt. 561122-1800, um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "B" í húsnæði félagsins, Lönguhlíð, í Galtalækjarskógi, Rangárþingi ytra. Um mathsluta 35 er að ræða.
Lagt til að sveitarstjórn geri ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við beiðni um rekstarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "B" í húsnæði félagsins, Lönguhlíð, matshluta 35, í Galtalækjarskógi

Samþykkt samhljóða.

22.Hótel Leirubakki. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.

2303003

Egill M. Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Anders Hansen fyrir hönd Emblu ferðaþjónustu um rekstrarleyfi til reksturs veitinga í flokki II, tegund "A" í matshluta 34 Heklusetur að Leirubakka L164988 í Rangárþingi ytra. Beiðni barst 07.03.2023
Lögð fram breyting á nafni umsækjanda. Lagt til að sveitarstjórn geri ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við beiðni um rekstrarleyfi til reksturs veitinga í flokki II, tegund "A" í matshluta 34 Heklusetur að Leirubakka L164988.

JGV tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

23.Hallstún L165088. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.

2303002

Egill M. Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Tinnu Elíasdóttur um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "C" í matshluta 02 íbúð að Hallstúni L165088 í Rangárþingi ytra. Beiðni barst 24.2.2023.
Lagt til að sveitarstjórn geri ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við beiðni um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "C" í matshluta 02 íbúð að Hallstúni L165088.

Samþykkt samhljóða.

24.Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis - málasafn 2023

2303006

Umsagnarbeiðnir frá Velferðarnefnd Alþingis um tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf og frá Umhverfis- og samgöngunefnd um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir.
Lagt fram til kynningar.

25.Byggðarráð Rangárþings ytra - 10

2301005F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 10 Fyrir liggur að borist hafa umsóknir í allar lóðir í Lyngöldu nema eina einbýlishúsalóð í kjölfar auglýsingar.

    Byggðarráð metur það svo að skilyrði séu fyrir því að úthluta lóðunum formlega og farið verði í gatnaframkvæmdir. Lagt til að sveitarstjóra verði falið að bjóða út gatnagerð í Lyngöldu.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja niðurstöðu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 10 Lögð fram tillaga að gjaldskrá þjónustumiðstöðvar fyrir árið 2023. Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir breytingar á gjaldskránni.

    Byggðarráð leggur til að gjaldskráin verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja niðurstöðu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

26.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10

2302003F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Vísað er ágreinings landeigenda Stóru-Valla og Minni-Valla um umferðarrétt að vegi sem liggur í gegnum landareignir aðila. Hefur sveitarfélaginu borist bréf frá landeigendum Stóru-Valla þar sem óskað er aðkomu sveitarfélagsins að ágreiningnum, m.a. að sveitarfélagið hlutist til um að lokun vegarins og skilti við hann verði fjarlægð. Að mati sveitarfélagsins er um einkaréttarlegan ágreining að ræða milli aðila um tilvist umferðarréttar á svæðinu og getur sveitarfélagið ekki verið úrskurðaraðili í þeim ágreiningi. Verða aðilar að leysa deilur sín á milli vegna þessa með öðrum hætti. Nefndin leggur til að Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að svara erindi landeigenda Stóru-Valla sem borist hefur sveitarfélaginu og svarbréf verði sent landeigendum við allra fyrsta tækifæri. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefnd telur rétt að heimila umsækjanda að sækja um lóð nr. 9 við Rangárbakka undir bílastæði fyrir fyrirhugað hótel og veitingahús á lóðinni Rangárbakkar 4. Nefndin vill þó leggja mikla áherslu á að framkvæmdir við fyrirhugaða uppbyggingu á Rangárbökkum 4 hefjist sem allra fyrst. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Í samræmi við tl. 3.16 í 1. viðauka laga nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila til ákvörðunar um matsskyldu vegna endurnýjunar vindmylla í Þykkvabæ.

    Þó að greinargerðin með tilkynningu framkvæmdaraðila sé að mörgu leyti ítarleg og góð þá er það mat nefndarinnar að í greinargerðinni sé ekki tekið á öllum þeim atriðum sem fjalla þarf um í umhverfismatsskýrslu um áhrif framkvæmdanna. T.a.m. breyttum forsendum í tengslum við lýsingu deiliskipulags svæðisins er varðar áður fyrirhugaða nýtingu orkunnar sem upphaflegar vindmyllur áttu að framleiða og skuggaáhrifum á nærliggjandi byggð. Skipulagsnefnd metur það einnig svo að áformin séu ekki að fullu í samræmi við stefnumótum um nýtingu á vindorku í Rangárþingi ytra sem unnin var í skýrslu frá Eflu verkfræðistofu árið 2017 og varð hluti af aðalskipulagi Rangárþings ytra 2019. Má þar t.d. nefna viðmið um fjarlægð vindrafstöðva frá byggð og frístundasvæðum.

    Eitt af markmiðum umhverfismats framkvæmda er að tryggja aðkomu almennings að umhverfismati og samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Skipulagsnefnd telur að heimamenn á hverjum stað búi yfir staðbundinni þekkingu á umhverfi og aðstæðum sem nýst getur við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna. Það er því mat skipulagsnefndar að þessi framkvæmd geti verið háð umhverfismati framkvæmda.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulags- og umferðarnefnd þakkar fulltrúum Landsvirkjunar fyrir góða kynningu á stöðu framkvæmda við virkjanir á svæðinu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um styrkingu og endurmótun Árbæjarvegar frá Árbakka að Bjallavegi. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 að undangenginni umsögn Umhverfisstofnunar þar sem fyrirhuguð veglagning fer yfir votlendi. Jafnframt þarf umsögn Minjastofnunar vegna túngarðsins að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umferðarnefndar. Sveitarstjórn gengur út frá því að framkvæmdin verði í samræmi við samkomulag Vegagerðarinnar og Landssambands hestamannafélaga um gerð og útfærslur reiðstíga með stofn- og tengivegum sem lagðir eru bundnu slitlagi.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir og telur að taka eigi tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram við gerð tillögunnar. Nefndinni líst betur á tillögu 1 en leggur áherslu á að unnið verði betur að göngu- og hjólreiðastígum innan svæðisins og tekið verði tillit til tenginga við göngu- og hjólreiðakerfi meðfram Suðurlandsveginum. Nefndin óskar eftir að tillaga verði klár til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar í mars. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir við lýsinguna og telur að taka eigi tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram við gerð tillögunnar. Nefndin tók saman viðbrögð við athugasemdum sem þarfnast frekari útlistunar við gerð tillögunnar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir og telur að taka eigi tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram við gerð tillögunnar. Nefndin tekur undir ábendingar frá Skipulagsstofnun um að skilmálar vegna útlits og forms mannvirkja verði gerð góð skil í tillögunni. Nefndin leggur líka mikla áherslu á að aðgengi meðfram Ytri-Rangá verði skilgreint sérstaklega fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur en ekki fyrir akandi umferð. Aðgengi hagsmunaaðila að umhverfi svæðisins verði skilgreint. Nefndin óskar eftir að tillaga verði klár til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar í mars. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og fór yfir leiðrétt gögn málsins. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin vill árétta varðandi gistiskálana og staðsetningu þeirra að um er að ræða skilgreinda ferðaþjónustu og því ættu skálarnir að mega vera nær Landvegi en skilgreind fjarlægð frá íbúðar- eða frístundahúsum leyfir. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulags- og umferðarnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir frá Skipulagsstofnun. Sett er fram minnisblað með viðbrögðum sveitarstjórnar.
    Nefndin samþykkir fram lagða tillögu og leggur til að hún verði send til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um athugasemdir Skipulagsstofnunar og leggur áherslu á að ekki er um fasta búsetu starfsmanna að ræða á svæðinu. Merking í texta var óljóst í fyrri útgáfu og hefur verið brugðist við því. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur því til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og umsagnir. Nefndin getur ekki fallist á að sveitarfélaginu beri, þó að sveitarfélagið sé hluti af veiðifélaginu, að opna fyrir aðgengi veiðimanna gegnum lönd annarra, sem ekki eru hluti af veiðifélaginu. Um slíkt verði veiðifélagið að ná samkomulagi við lóðarhafa hverju sinni. Nefndin ítrekar fyrri kröfu sína um að aðgengi að landi sveitarfélagsins og vatnsbóli verði skilgreint.
    Skipulags- og umferðarnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir og athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir við lýsinguna og telur að taka eigi tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram við gerð tillögu viðkomandi mála. Nefndin leggur til að málunum verði skipt upp, þar sem kynningu sameiginlegrar lýsingar er lokið, og sérstök tillaga fylgi hverju máli fyrir sig hér eftir. Nefndin leggur jafnframt áherslu á við umsækjendur að unnið verði að gerð deiliskipulags fyrir umrædd svæði í samræmi við landnotkun samhliða ferli breytinganna á aðalskipulaginu. Varðandi athugasemd frá Lögborg vegna eignarhalds á svæðinu vísar nefndin til þess að borist hafi beiðni um breytingu á landnotkun lóðanna frá þeim aðila sem skráður er þinglýstur eigandi lóðanna í bókum sýslumanns. Af þeim sökum taldi sveitarfélagið réttmætt að verða við ósk þinglýsts eiganda um að veita heimild til vinnslu skipulags. Nefndin vill árétta að ef uppi er ágreiningur um eignarrétt að viðkomandi lóðum þá þurfa aðilar að leysa hann sín á milli. Sveitarfélagið getur ekki verið úrskurðaraðili í þeim ágreiningi. Bókun fundar Lagt til að fresta málinu þar sem eru komin fram ný gögn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir við lýsinguna og telur að taka eigi tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram við gerð tillögu viðkomandi mála. Nefndin leggur til að málunum verði skipt upp, þar sem kynningu sameiginlegrar lýsingar er lokið, og sérstök tillaga fylgi hverju máli fyrir sig hér eftir. Nefndin leggur jafnframt áherslu á við umsækjendur að unnið verði að gerð deiliskipulags fyrir umrædd svæði í samræmi við landnotkun samhliða ferli breytinganna á aðalskipulaginu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu frá Ásahreppi. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

27.Heilsueflandi samfélag - 1

2303002F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
  • 27.2 2303005 Heilsueflandi dagur
    Heilsueflandi samfélag - 1 Stýrihópur um heilsueflandi samfélag ákvað að halda heilsueflandi dag laugardaginn 29. apríl.

    Hugmyndir sem komu fram: Geðrækt, bjóða íþróttafélögum að kynna sig, næringafræði, Björgvin Páll, Heilsugæslan, Ferðafélagið, Landlæknisembættið, Út að hjóla, Á hestbak, Píla og Bridds.

    Leitað verður til markaðs- og kynningarfulltrúa um aðstoð við auglýsingar.

    Verður rætt áfram á næsta fundi hópsins.
    Bókun fundar Sveitarstjórn fagnar hugmynd um að halda heilsueflandi dag í sveitarfélaginu laugardaginn 29. apríl nk. og hvetur alla til þátttöku í deginum.

28.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 22

2302007F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

29.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 227

2302005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

30.Oddi bs - 8

2302001F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

31.Byggðarráð - vinnufundur - 11

2301004F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

32.Íþróttafélög í Rangárvallasýslu

33.Dagur Norðurlanda - Norræna félagið

2303007

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?