13. fundur 05. apríl 2023 kl. 10:00 - 11:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Erla Sigríður Sigurðardóttir aðalmaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna myndi bætast við fjögur mál, liður 26-29, fundargerð stjórnar Odda bs, fundargerð skipulags- og umferðarnefndar, fundargerð stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 og fundargerð Tónlistarskóla Rangæinga bs.
Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2301081

Sveitarstjóri fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda síðan í mars.
Fylgiskjöl:

2.Næsti fundur sveitarstjórnar og aukafundur byggðarráðs

2303026

Næsti fundur sveitarstjórnar og aukafundur í byggðaráði vegna ársreiknings 2022.
Lagt er til að aukafundur verði haldinn í byggðarráði þann 19. apríl nk. kl. 8:15 og einnig aukafundur í sveitarstjórn þann 19. apríl kl. 10:15 í kjölfar byggðarráðsfundarins þar sem fjallað verður um ársreikning sveitarfélagsins fyrir 2022. Þar sem um aukafund er um að ræða í sveitarstjórn verður hann ekki sendur út í beinni útsendingu.

Samþykkt samhljóða.

3.Samþykkt um byggingargjöld

2303009

Samþykkt um byggingargjöld í Rangárþingi ytra. Breytingar. Seinni umræða.
Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykkt um byggingargjöld til seinni umræðu.

Samþykkt samhljóða.

4.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

2206041

Tillögur til breytinga á samþykktum sveitarfélagsins m.a. vegna ákvæða um Skóla- og velferðarþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. Seinni umræða.
Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykkt sveitarfélagsins Rangárþings ytra til seinni umræðu.

JGV tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

5.Auka aðalfundur Bergrisans bs 2023

2301027

Breytingar á samþykktum Bergrisans bs. til seinni umræðu.
Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykkt Bergrisans bs. til seinni umræðu.

Samþykkt samhljóða.

6.Fyrirspurn D lista um stöðu á uppbyggingu við Grunnskólann á Hellu

2303013

Lagt fram til kynningar minnisblað frá forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs um stöðu á nýbyggingu fyrsta áfanga við Grunnskólann á Hellu. Kostnaður er í samræmi við áætlanir en gert er ráð fyrir að þessi áfangi verði tekinn í notkun í haust.

IPG tók til máls.

7.Hesthúsvegur 4

2303084

Kaupsamningur vegna Hesthúsvegar 4.
Lagður fram kaupsamningur vegna Hesthúsvegar 4 milli Bjarka Steins Jónssonar og Rangárþings ytra um kaup sveitarfélagsins á húsinu vegna flutnings í nýtt hesthúsahverfi.

Lagt til að samþykkja samninginn og fela sveitarstjóra að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

8.Hjóla- og göngustígur Hella-Hvolsvöllur

2108027

Samningar sveitarfélagsins við landeigendur um göngu- og hjólastíg milli Hellu og Hvolsvallar og samningar sveitarfélagsins við Landsnet um landbætur vegna Rimakotslínu.
Lagðar fram yfirlýsingar vegna kvaða um göngu- og hjólastíg milli Hellu og Hvolsvallar milli landeiganda og Rangárþings ytra. Um er að ræða Geitasand, landnr. 199063, Langanesmela, landnr. 164529, Oddhól, landnr. 164529, Hjarðarbrekku, landnr. 164516, Lambhaga, landnr. 164528/190152 og Lambhagaslóð, landnr. 164528.

Jafnframt eru lagðar fram yfirlýsingar milli Landsnets og Rangárþings ytra um bætur og samþykki landeiganda fyrir lagningu Rimakotslínu fyrir Gaddstaði, landnr. 164482/164955, Rangárflata 2, landnr. 230717, Faxaflata, landnr. 225962, Strönd, landnr. 164557 og Lambhagaslóð, landnr. 164528.

Lagt til að yfirlýsingarnar verði samþykktar og sveitarstjóra falið að undirrita þær.

JGV og IPG tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

Margrét Harpa víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.

9.Æfingasvæði fyrir vélhjólaíþróttir

2009035

Samningur við akstursíþróttadeild Ungmennafélagsins Heklu um akstursíþróttasvæði að Rangárvallavegi 1.
Lagður fram samningur við akstursíþróttadeild Ungmennafélagsins Heklu um akstursíþróttasvæði.

Lagt til að taka tillit til ábendinga í samræmi við það sem kom fram á fundinum og fresta afgreiðslu málins til fundar sveitarstjórnar þann 19. apríl nk.

ÞS, IPG og EÞI tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

10.Matarvagnar á Hellu, staðsetning og umbúnaður

2203053

Lögð fram samþykkt og gjaldskrá vegna matarvagna á Hellu.

Lagt til að samþykktin og gjaldskrá verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

11.Siðareglur - endurskoðun í upphafi kjörtímabils

2206017

Lagðar fram siðareglur kjörinna fulltrúa en sveitarstjórn og byggðarráð fjallaði um málið síðasta sumar og taldi ekki tilefni til breytinga á eldri reglum.

Lagt til að siðareglurnar verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

Jafnframt rituðu allir sveitarstjórnarmenn nafn sitt undir yfirlýsingu um að þeir hafi kynnt sér og virði reglur og samþykktir sveitarstjórnar líkt og kveðið er á um í 14. gr. siðareglnanna.

12.Tilkynning um frest til að neyta forkaupsréttar

2303064

Tilkynning til hluthafa Túns ehf um rétt til forkaupsréttar.
Lagt til að falla frá forkaupsrétti.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

13.Tillögur um bættar starfsaðstæður

2303063

Hvatning frá Innviðaráðuneytinu vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

14.Hrauneyjar. beiðni um umsögn vegna reksturs í flokki IV.

2303071

Egill Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Friðriks Pálssonar fyrir hönd Hálendis ehf um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki IV, tegund "A" á gististað félagsins í Hrauneyjum, Rangárþingi ytra.

Lagt til að sveitarstjórn geri ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við beiðni um rekstarleyfi til gistingar í flokki IV, tegund "A" í Hrauneyjum.

Samþykkt samhljóða.

15.Austvaðsholt 1B. beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2303061

Egill M. Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Anítu Ólafar Jónsdóttur fyrir hönd Hekluhesta ehf, kt. 630517-2220 um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "H" í matshlutum 23 og 24 Gestahúsum að Austvaðsholti 1B, L164963 í Rangárþingi ytra. Beiðni barst 21.3.2023.

Lagt til að sveitarstjórn geri ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við beiðni um rekstarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "H" í matshlutum 23 og 24 Gesthúsum að Austvaðsholti 1B.

Samþykkt samhljóða.

16.Ketilhúshagi 33. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfi til gistingar

2303058

Anna Lilja Ragnarsdóttir fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Arnars Sigtryggssonar fyrir hönd félagsins Ketilhúshagi ehf, kt. 500715-1380, um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "D" í húsnæði félagsins á lóðinni Ketilhúshagi 33, Rangárþingi ytra. Beiðni barst 19. mars 2023.

Lagt til að hafna beiðninni þar sem slík starfssemi er ekki heimil í frístundabyggð sbr. neikvæða umsögn Skipulags- og byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

17.Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis - málasafn 2023

2303006

Umsagnarbeiðnir frá Velferðarnefnd Alþingis um breytingu á lögum um fjöleignarhús og Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um frumvarp til laga um Land og skóg.
Sveitarstjórn leggur mikla áherslu á að í tengslum við frumvarp til laga um Land og skóg að starfssemi sem nú þegar fer fram í Gunnarsholti verði efld og nýtt þau tækifæri sem þar bjóðast í sameiginlegri stofnun.

Samþykkt samhljóða.

18.Fundargerðir 2023 - Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.

2303086

Fundargerð 76. fundar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. og ársreikningur 2022.
Lagður fram undirritaður ársreikningur Brunavarna Rangárvallasýslu bs fyrir árið 2022 og lagt til að staðfesta hann.

Samþykkt samhljóða.

19.Byggðarráð Rangárþings ytra - 11

2302006F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 11 Lagður fram tímabundinn leigusamningur í þrjá og hálfan mánuð sumarið 2023 við Jóhönnu Lilju Þrúðmarsdóttur um íþróttahúsið í Þykkvabæ í tenglsum við rekstur tjaldsvæðisins í Þykkvabæ. Samningurinn er framlenging á fyrri samningi.

    Byggðarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja tillögu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 11 Lagður fram drög að leigusamningi til eins árs milli sveitarfélagsins og Þórhalls Ægis Þorgilssonar um afnot og rekstur á þvottaplani við Ægissíðu 4 á Hellu. Áætlaður framkvæmdakostnaður er áætlaður kr. 2 milljónir.

    Byggðarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann. Lagt til að gerður verði viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023 og kostnaður verði færður á umferðarmál og mætt með lækkun á handbæru fé.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja tillögu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 11 Lagt fram erindi frá Rangárbökkum ehf um að makaskipti verði á landi í eigu sveitarfélagsins sem liggur undir Rangárhöllinni og tengdum mannvirkjum og landi gegnt hesthúsahverfi.

    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja tillögu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 11 Lögð fram umsagnarbeiðni frá Innanríkisráðuneytinu varðandi breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem eru inn á samráðsgátt stjórnvalda.

    Áætlaðar breytingarnar á Jöfnunarsjóðnum virðast hafa óveruleg áhrif á framlög sjóðsins til sveitarfélagsins.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 11 Lagt fram erindi frá SASS þar sem kynnt er boð um handleiðslu við vinnu við undirbúning að loftslagsstefnu fyrir Rangárþing ytra og fleiri sveitarfélög á Suðurlandi.

    Byggðarráð leggur til að taka þátt í vinnunni. Byggðarráð leggur til að þessi vinna tengist gerð umhverfis- og auðlindastefnu fyrir sveitarfélagið. Byggðarráð leggur til að Magnús H. Jóhannson formaður umhverfisnefndar verði í starfshópi við gerð loftslagsstefnu auk starfsmanna sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja tillögu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 11 Lögð fram beiðni frá Southcoast Adventure ehf um leyfi til að opna rafskútuleigu á Hellu undir merkjum Hopp og drög að samstarfsyfirlýsingu.

    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að undirrita samstarfsyfirlýsinguna.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja tillögu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

20.Samráðsnefnd Ásahrepps og Rangárþings ytra - 1

2303010F

  • 20.1 2111010 Samþykktir og þjónustusamningar Rangárþing ytra og Ásahreppur
    Samráðsnefnd Ásahrepps og Rangárþings ytra - 1 Rætt var um samstarfssamninga sveitarfélagana.

    Lagt til að sveitarstjórnirnar tilnefni tvo fulltrúa hvor í viðræðunefnd um útfærslu samstarfsverkefna.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Ingvar P. Guðbjörnsson verði skipuð í viðræðunefndina og Eggert Valur Guðmundsson og Þröstur Sigurðsson til vara.

    Samþykkt samhljóða.

21.Umhverfisnefnd - 2

2303012F

  • Umhverfisnefnd - 2 Unnið var í sameiginlegu skjali um umhverfisstefnu sem nefndin hefur öll skrifaðgang að. Þar koma fram helstu þættir umhverfisstefnu og hugmyndir að tímasettum áætlunum o.þ.h. Sem grunn leggur umhverfisnefnd til að umhverfisstefna verði hin "allt-um-lykjandi" stefna og undir hana falli stefna um aukna fræðslu í umhverfismálum, auðlindastefna og loftslagsstefna. Sú síðast nefnda er lögboðin og hefur SASS hafið undirbúning að því að veita sveitarfélögum á Suðurlandi aðstoð við gerð hennar.

    Rætt var almennt um umhverfisstefnu, loftslagsstefnu og auðlindastefnu sveitarfélaga. Allt eru þetta stefnur sem vísa veginn til framtíðar um hvernig við sem samfélag viljum umgangast auðlindir okkar og umhverfi og hvernig við getum minnkað neikvæð áhrif rekstrar sveitarfélagsins á það. Þetta eru því grundvallarstefnur sveitarfélagsins og þar sem þær eru ekki til í dag ber að vanda sérstaklega til þeirra. Eftir umræður á fundinum er ljóst að stefnur sem þessar verða ekki unnar af starfsfólki sveitarfélagsins og nefndarfólki eingöngu og leggur því nefndin til við sveitarstjórn að leitað verði tilboða frá þar til bærum fyrirtækjum eða einstaklingum sem gætu leitt vinnu af þessu tagi í samstarfi við sveitarfélagið.

    Til þess að umhverfisnefnd sé vel upplýst um hvernig fræðslu í umhverfismálum er háttað, mun Haraldur Birgir Haraldsson, f.h. nefndarinnar, óska eftir minnisblaði frá skóla- og leikskólastjórum sveitarfélagsins um hvernig umhverfisfræðslu er háttað í þeirra skólum og hugmyndum þeirra um hvernig auka megi við hana og gera markvissari. Einnig verði óskað eftir hugmyndum frá forstöðumanni þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins ásamt framkvæmdastjóra Sorpstöðvar Rangárvallasýslu um þörf á almenningsfræðslu í tengslum við sorpmál.
    Bókun fundar Lagt til að vísa málinu til næstu fjárhagsáætlunargerðar.

    IPG tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.

22.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 6

2303007F

  • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 6 Nefndinn leggur til að skipaður verður vinnuhópur. Magdalena, Sóley og Ragnar verða fyrir hönd nefdarinnar í vinnuhópnum. Haft verður samband við skólastjórnendur Hellu- og Laugalandsskóla sem fyrst til að koma hópum saman. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir niðurstöðu nefndarinnar um að skipaður verði vinnuhópur. Lagt til að Viðar Þorsteinsson, Magdalena Przewlocka og Sóley Margeirsdóttir verði fyrir hönd nefndarinnar í vinnuhópnum. Með hópnum starfi heilsu- íþrótta- og tómstundafulltrúi, sveitarstjóri og skólastjórar grunnskóla Odda bs. Jafnframt lagt til að Viðar Þorsteinsson verði formaður og kalli hópinn saman til fyrsta fundar.

    Samþykkt samhljóða.

23.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 228

2303017F

  • 23.1 2303050 Ársreikningur 2022
    Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 228 Ársreikningur 2022 lagður fram og kynntur af Klöru Viðarsdóttur. Reksturinn gekk ágætlega á árinu en þó voru tekjur nokkuð undir áætlun vegna minni mótttekins úrgangs á Strönd. Útgjöld voru töluvert yfir áætlun vegna hækkandi fjármagnskostnaðar. Tap ársins var 44,5 m.kr. Eigið fé í árslok nam 156,2 m.kr. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt til að ársreikningur SOR fyrir árið 2022 verði staðfestur.

    Samþykkt samhljóða.

24.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 3

2303020F

  • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 3 Kynntur var endurskoðaður ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. að viðbættri skýringu fyrir árið 2022. Rekstraniðurstaða veitunnar var neikvæð um 0,8 milljónir.
    Fjárfesting ársins var 22,7 millj.

    Ársreikningur 2022 var borinn undir atkvæði til samþykktar og var samþykktur samhljóða og áritaður.
    Bókun fundar Lagt til að ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. fyrir árið 2022 verði staðfestur.

    Samþykkt samhljóða.

25.Húsakynni bs - 4

2303021F

  • Húsakynni bs - 4 Ársreikningur Húsakynna lagður fram til staðfestingar og áritunar.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að ársreikningur Húsakynna bs. fyrir árið 2022 verði staðfestur.

    Samþykkt samhljóða.

26.Oddi bs - 9

2303003F

  • Oddi bs - 9 Lagður fram og kynntur Ársreikningur 2022 fyrir byggðasamlagið Odda bs.

    Rekstrartekjur byggðasamlagsins námu 1.305,4 millj. kr. á árinu 2022 og hækkuðu um 132,3 millj. kr. milli ára eða um 11,3%. Námu laun byggðasamlagsins 733,2 millj. kr. (2021; 654,1 millj. kr.), og launatengd gjöld námu 174,8 millj. kr. (2021; 154,5 millj. kr.)
    Rekstrarkostnaði byggðarsamlagsins er skipt milli aðildarsveitarfélaganna miðað við nemendafjölda. Auk þess greiða sveitarfélögin fæðisgjöld í mötuneyti fyrir grunnskólabörn.

    Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og undirritaður.
    Bókun fundar Lagt til að ársreikningur Odda bs. fyrir árið 2022 verði staðfestur.

    EÞI og MHG tóku til máls.

    Samþykkt samhljóða.
  • 26.3 2303017 Fræðsludagur 2023
    Oddi bs - 9 Lögð fram tillaga um að haldinn verði sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk Odda bs og annað starfsfólk sveitarfélaganna þann 18 ágúst. Lagt til að gera ráð fyrir hálfum starfsdegi í þetta verkefni.

    Stjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að tillaga stjórnar Odda bs. um sameiginlegan fræðsludag fyrir starfsfólk Odda bs og starfsfólk sveitarfélaganna þann 18. ágúst nk. verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

27.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11

2303004F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að þau verði samþykkt. Lóðin verði hluti af íbúðarsvæði í samræmi við fyrri samþykktir. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að þau verði samþykkt. Lóðirnar verði áfram í landbúnaðarnotum að ósk eigenda. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulags- og umferðarnefnd þakkar fyrir fróðlegar og gagnlegar umræður um áherslur í skipulagi skógræktar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulags- og umferðarnefnd þakkar ábendinguna og leggur til að gerð verði tillaga að hraðahindrun á umræddum stað. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að fundartíma verði breytt og að næsti fundur verði þann 28. apríl nk. klukkan 8.30 Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um tilraunaboranir eftir heitu og köldu vatni í landi Hvamms. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 að undangenginni umsögn Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um lagningu jarðstrengs fyrir Rimakotslínu 2 frá tengivirki við Hellu að tengivirki í Rimakoti. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt með þeirri breytingu að framkvæmdaleyfi verði gefið út með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi landeiganda.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við viðhald á hestagerði í Landmannalaugum að svo stöddu, þrátt fyrir að væntanleg staðsetning umrædds gerðis sé víkjandi í samræmi við gildandi deiliskipulag. Efnistaka á svæðinu kallar á veitingu framkvæmdaleyfis þar sem um er að ræða verndarsvæði og þarf heimild Umhverfisstofnunar að liggja fyrir ef af veitingu þess verður. Nefndin vill árétta að staðsetning efnistöku verði í grennd við E84 og gæta skuli þess að frágangur eftir efnistöku verði í líkingu við núverandi ástand svæðisins eins og unnt er. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að umsækjanda verði veitt heimild til skipulagsgerðar í eyjunni á sinn kostnað en telur brýnt að taka verði tillit til annarra skipulagsáforma í nærumhverfinu við gerð tillögunnar. Nefndin vill einnig árétta að aðkoma að eyjunni megi ekki hindra eðlilega umferð almennings meðfram árbakka Ytri-Rangár.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur þó að gera þurfi breytingar á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi þar sem það yrði gert að Verslunar- og þjónustusvæði í stað landbúnaðar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða. Breytingin hefur engin áhrif á aðra en lóðarhafa sjálfan. Nefndin telur ekki ástæðu til grenndarkynnningar vegna þessa og leggur til að breytingin verði send til Skipulagsstofnunar til varðveislu og birt í B-deild stjórnartíðinda til gildistöku. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við fram lagða tillögu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða. Breytingin hefur engin áhrif á aðra en lóðarhafa sjálfan. Nefndin telur ekki ástæðu til grenndarkynnningar vegna þessa og leggur til að breytingin verði send til Skipulagsstofnunar til varðveislu og birt í B-deild stjórnartíðinda til gildistöku. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

28.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 23

2303023F

  • Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 23 Ársreikningur 2023 lagður fram til samþykktar. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 4,2 mkr en tap ársins eftir fjármagnsliði er 32,7 mkr. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 15,4 mkr og eigið fé í árslok 346,6 mkr. Tap á rekstri varð meira en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna aukinnar verðbólgu.

    Ársreikningur 2022 samþykktur samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að ársreikningur Suðurlandsvegar 1-3 hf fyrir árið 2022 verði staðfestur.

    Samþykkt samhljóða.
  • Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 23 Tillaga um að aðalfundur félagsins fari fram 24.4.2023 kl.10:00.
    Framkvæmdastjóra falið að boða til fundar.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

29.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 29

2303022F

  • Tónlistarskóli Rangæinga bs - 29 Klara Viðarsdóttir fór yfir framlagðan ársreikning Tónlistarskóla Rangæinga 2022.
    Rekstrarniðurstaða skólans var jákvæð á árinu 2022 um 843 þús. kr. Eigið fé í árslok var neikvætt um 54,2 millj. kr.
    Stjórn staðfesti ársreikning samhljóða og undirritaði hann.
    Bókun fundar Lagt til að ársreikningur Tónlistarskóla Rangæinga bs. fyrir árið 2022 verði staðfestur.

    Samþykkt samhljóða.

30.Húsakynni bs - 3

2303005F

Lagt fram til kynningar.

31.Vinnuhópur um uppbyggingu rafhleðslustöðva - 1

2303015F

Lagt fram til kynningar.

32.Stýrihópur fyrir Miðbæjarskipulag - 1

2303006F

Lagt fram til kynningar.

33.Stýrihópur fyrir Miðbæjarskipulag - 2

2303011F

Lagt fram til kynningar.

34.Stýrihópur fyrir Miðbæjarskipulag - 3

2303018F

Lagt fram til kynningar.

35.Samtök orkusveitarfélaga. Stefnumörkun

2302133

Fundargerð samstarfsnefndar frá 21. mars s.l.
Lagt fram til kynningar.

36.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2023

2301060

Fundargerð 920 fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

37.Fundargerðir 2023 - Samtök orkusveitarfélaga

2302037

Fundargerðir 57. og 58. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?