14. fundur 19. apríl 2023 kl. 10:15 - 10:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Erla Sigríður Sigurðardóttir aðalmaður
  • Viðar M. Þorsteinsson varamaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Oddviti bauð fundarmenn velkomna og lagði til að við dagskránna myndu bætast liður 1. Byggðarráð - 12. fundur, liður 6. aðalfundur Suðurlandsvegar 1-3 hf og liður 7. Samþykktir Rangárþings ytra, endurskoðun. Það var samþykkt samhljóða og aðrir fundarliðir færast til í samræmi.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 12

2303008F

Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt samhljóða.

2.Ársreikningur 2022 Rangárljós

2304017

Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri fór yfir niðurstöðu ársreiknings Rangárljóss fyrir árið 2022.

Rekstrartekjur Rangárljóss námu 16,4 millj. kr. á árinu 2022 og hækkuðu um 2,0 millj. kr. milli ára og hagnaður félagsins á árinu 2022 nam 2,4 millj. kr. Eigið fé félagsins í árslok var jákvætt um 157,9 millj. kr. að meðtöldu stofnfé Rangárljóss 142,6 millj.kr.

Lagt til að ársreikningurinn verði samþykktur.

MHG, IPG, ÞS og VMÞ tóku til máls

Samþykkt samhljóða.

3.Ársreikningur 2022 Rangárþing ytra

2304019

Lagt til að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.

4.Æfingasvæði fyrir vélhjólaíþróttir

2009035

Samningur við akstursíþróttadeild Ungmennafélagsins Heklu um akstursíþróttasvæði að Rangárvallavegi 1.
Lagt til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirita hann.

IPG, ÞS og EÞI tóku til máls.

Samþykkt með 6 atkvæðum en ÞS sat hjá.

5.Aukaaðalfundur Samtaka orkusveitarfélag 2023

2304015

Lagt fram fundarboð vegna aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga 21. apríl nk.

Lagt til að Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri fari með atkvæðarétt á fundinum.

JGV, EÞI og IPG tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

6.Aðalfundur Suðurlandsvegur 1-3 hf 2023

2303082

Aðalfundur Suðurlandsvegar 1-3 hf
Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Suðurlandsvegar 1-3 hf þann 24. apríl nk.

Lagt til að Eggert Valur Guðmundsson, oddviti fari með atkvæðarétt á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

7.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

2206041

Viðauki við Samþykktir Rangárþings ytra varðandi fullaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu skv. 3 mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 2002 og breytingar á samþykktum Rangárþings ytra. Fyrri umræða.
Lagt til að viðaukanum verði vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?