30. fundur 23. maí 2023 kl. 13:00 - 14:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Anton Kári Halldórsson
  • Helga Björg Helgadóttir
Starfsmenn
  • Sandra Rún Jónsdóttir embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
  • Guðjón Halldór Óskarsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Rekstaryfirlit 2023 Tónlistarskóli Rangæinga bs.

2305025

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri kynnti rekstur byggðasamlagsins janúar til apríl. Reksturinn er í ágætu jafnvægi og í samræmi við fjárhagsáætlun.

Lagt fram til kynningar.

2.Skóladagatal 2023-2024

2303078

Skólastjóri fór yfir skóladagatal 2023-2024.

Stjórn leggur til að skóladagatalið verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

3.Mannauðsmál tónlistarskólans

2305027

Skólastjóri fór yfir mannauðsmál tónlistarskólans.

Til kynningar.

4.Úr starfi Tónlistarskólans

2303079

Skýrsla skólastjóra.
Skólastjóri fór yfir helstu atriði varðandi starf skólans. Uppfærsla á Litlu Hryllingsbúðinni gekk vel og um 600 manns sóttu sýninguna. Tilefni sé til að halda svona starfssemi áfram. Vinna er í gangi um mögulegar breytingar á fyrirkomulagi forskólakennslu fyrir næsta skólaár og stefnt að innleiða þær í haust. Skólastjóri ítrekar að halda viðeigandi kennsluaðstöðu í Laugalandsskóla. Stjórn tekur undir ábendingu skólastjóra að Tónlistarskólinn verði hafður með í ráðum varðandi skólastefnur sveitarfélaganna og innleiðingu þeirra.

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?