35. fundur 04. apríl 2025 kl. 09:30 - 10:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Anton Kári Halldórsson
  • Helga Björg Helgadóttir
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
  • Christiane L. Bahner embættismaður
  • Glódís Margrét Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 1-2.

1.Rekstaryfirlit 2025 Tónlistarskóli Rangæinga bs.

2503091

Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri fór yfir rekstraryfirlit jan-feb.

2.Ársreikningur Tónlistarskóla Rangæinga bs 2024

2503092

Klara Viðarsdóttir fór yfir framlagðan ársreikning Tónlistarskóla Rangæinga 2024.
Rekstrarniðurstaða skólans var jákvæð á árinu 2024 um 9,4 millj. kr. Eigið fé í árslok var neikvætt um 49,6 millj. kr.

Stjórn samþykkti ársreikninginn samhljóða og undirritaði hann.

3.Gæða- og þjónustukönnun 2025

2504003

Lagðar fram til kynningar niðurstöður gæða- og þjónustukönnunar 2025.

Heilt yfir þá er niðurstaðan sú að almenn ánægja er með starfsemi tónlistarskólans.

4.Úr starfi Tónlistarskólans

2503090

Starfandi skólastjóri fór yfir ýmis málefni úr starfi skólans.Skólaárið 2024/2025 eru samtals 193 einstaklingar skráðir í skólann. Yngstu nemendur eru 3ja ára, en elsti nemandinn er 63 ára gamall. 49 nemendur eru í heilu námi, 112 í hálfu námi, 32 í öðru hlutfalli. Fullorðnir nemendur eru 32.1 nemandi er í framhaldsnámi, 10 nemendur eru í miðnámi og hinir allir í grunnnámi. Við skólann eru 17 tónlistarkennarar fastráðnir, og 5 stundakennarar. Aðrir starfsmenn eru einn ritari og tveir ræstitæknar.

Áfangaprófum í klassískri deild er lokið og þreyttu sex nemendur grunnpróf en þrír nemendur miðpróf í vetur.

Fjöldi tónleika á árinu: Tónfundir: 6, skólatónleikar: 25. Eitt atriði var sent til Nótunnar sem fór fram í formi konsert-tónleika 30. mars. Einn nemandi skólans var valinn til að taka þátt í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Skólanum barst rausnarleg gjöf frá Minningarsjóði Guðrúnar Gunnarsdóttur en skólinn keypti bjöllur fyrir bjöllukór og var gjöfin formlega afhent fyrir jól. Stjórn þakkar fyrir góða gjöf.

Vigdís Guðjónsdóttir ritari lét af störfum fyrir stuttu eftir 19 ára starf og þakkar stjórn henni fyrir vel unnin störf.

5.Fundargerðabækur - tillaga um að leggja notkun þeirra niður

2501014

Lagt til að hætt verði að nota fundargerðarbók til staðfesta fundarsókn en haldið verði áfram að nota trúnaðarmálabók.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 10:45.