20. fundur 23. september 2020 kl. 10:00 - 11:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
  • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Halldór Óskarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Sandra Rún Jónsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Lilja Einarsdóttir ritari
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri Rangárþings ytra sat fundinn undir lið 1 og 2 og yfirgaf svo fundinn.

1.Rekstraryfirlit 2020 - Tónlistarskólinn

2002051

Rekstur það sem af er árinu.
Klara Viðarsdóttir fer yfir rekstraryfirlit janúar-ágúst 2020. Reksturinn er á áætlun og ekkert fyirrséð sem mun leiða til annars út árið 2020.

2.Rekstraráætlun 2021 - Tónlistarskólinn

2009042

Undirbúningur
Farið yfir forsendur við rekstraráætlun fyrir árið 2021
Sandra Rún fer yfir forsendur við útreikning skólagjalda. Gjöldin taka mið af því þjónustustigi sem er á bak við kennsluna sem er metnaðarfull í Tónlistarkóla Rangæinga. Söndru Rún falið að gera samanburð miðað við sambærilega skóla á landsvísu fyrir fjárhagsáætlunargerð.

3.Mannauðsmál tónlistarskólans

1910009

Yfirlit frá skólastjóra.
Sandra Rún fer yfir mannauðsmálin. Eins og sakir standa mun 21. kennari mun starfa við Tónlistarskólann á starfsárinu 2020-2021 og er skólinn fullmannaður fyrir veturinn. Mikill mannauður liggur í þeim kennurum sem starfa við skólann.

4.Aðstöðumál skólans

1702008

Nokkur atriði til skoðunar m.a. þróun skólasvæðis á Hellu.
Til skoðunar er að stækka aðstöðu tónlistarskólans við Laufskála 2 á Hellu. Leitað eftir samráði við tónlistarskólastjóra um útfærslu á húsnæðinu og þá möguleika sem það býður uppá. Einnig er verið að vinna að þróun skólasvæðisins á Hellu og er þarfagreining í gangi og er vilji fyrir því að tónlistarrými verði tekin með í þeirri vinnu og aðkomu tónlistarskólastjóra óskað. Húsnæðið er á vegum og framfæri Rangárþings ytra.

5.Önnur mál

1801025

Rætt um áhrif Covid-19 á starfsemi tónlistarskólans og þær sóttvarnaraðgerðir sem eru í gangi og möguleika á enn frekari aðgerðum ef grípa þarf til hertari aðgerða.
Rætt um skóladagatal 2020-2021 og þá tvo starfsdaga sem eru í febrúar. Vilji tónlistarskólastjóra er fyrir því að færa annan daginn fram á haustönnina, stjórnin tekur vel í hugmyndina. Formleg beiðni um það mun berast fyrir næsta stjórnarfund.
Rætt um breytingu á samþykktum og er endurskoðun í gangi.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?