24. fundur 09. nóvember 2021 kl. 10:00 - 11:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
  • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Halldór Óskarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sandra Rún Jónsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri undir liðum 1-2.

1.Rekstraryfirlit 2021 - Tónlistarskólinn

2105024

Rekstur janúar til október
Farið yfir stöðu rekstrarins fyrstu 10 mánuði ársins. Launaliður er farinn lítillega fram úr áætlun sem rekja má til launahækkana umfram áætlun enda lágu kjarasamningar ekki fyrir þegar áætlun var gerð. Miðað við útkomuspá má gera ráð fyrir rekstrarhalla í árslok ef ekki verður brugðist við.
Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að upphæð 9 milljónir til að bregðast við kjarasamningshækkunum launa.

Samþykkt samhljóða.

2.Rekstraráætlun 2022 - Tónlistarskólinn

2111007

Tillaga til afgreiðslu
Lögð fram rekstraráætlun ársins 2022
Gert er ráð fyrir:
Rekstrartekjum að upphæð 137.700.000.-
Rekstrargjöld að upphæð 135.357.000.- án fjármagnsliða.

Rekstrarniðurstaða með fjármagnsliðum verði í árslok 2.193.000.-
Rekstrarframlög sveitarfélaganna verði 122.000.000.-

Samþykkt samhljóða.

Jafnframt er formanni falið að kanna hvernig skýra megi orðalag í samþykktum byggðasamlagsins varðandi kostnaðarskiptingu í tengslum við nemendafjölda.

3.Mannauðsmál tónlistarskólans

1910009

Skólastjóri gefur yfirlit
Sandra Rún fer yfir starfsmannamál. Starfandi kennarar eru nú 24 við skólann í mismunandi starfshlutföllum.

4.Aðstöðumál skólans

1702008

Skólastjóri gefur yfirlit
Rætt um aðstöðu skólans á mismunandi stöðum og leiðir til úrbóta þar sem þess er þörf.

5.Úr starfi tónlistarskólans

1605035

Skólastjóri fer yfir nokkur atriði úr skólastarfinu.
Sandra Rún segir frá tónfundaröð sem farið var af stað með í haust, þar sem sérstakt þema væri á hverjum fundi. Skipulagið nær yfir allan veturinn þar sem einn fundur verður í hverjum mánuði. Í desember verða jólaþemavikur sem leggja áherslu á samspil. Kammerþemavika verður í febrúar og í vor verða skapandi vikur. Hugmynd um að reyna að dreifa heimsóknum til eldri borgara á hjúkrunarheimilin ef aðstæður leyfa, jafnvel samspil einu sinni í mánuði. Það er áberandi hversu mikill vilji nemenda er til að fá að spila fyrir aðra og nauðsynlegt að bregðast við því nú í kjölfar þess að lítið hefur verið hægt að sýna sig og sjá aðra.
Fundargerð yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?