26. fundur 03. maí 2022 kl. 10:00 - 11:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
  • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðjón Halldór Óskarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Sandra Rún Jónsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir liðum 1 og 2. Lilja Einarsdóttir forfallaðist og ekki vannst tími til að kalla inn varamann.

1.Rekstraryfirlit 2022 - Tónlistarskólinn

2204046

Yfirlit um rekstur.
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri kynnti rekstur byggðasamlagsins janúar til mars. Reksturinn er í ágætu jafnvægi og í samræmi við fjárhagsáætlun.

Lagt fram til kynningar.

2.Ársreikningur 2021 - Tónlistarskóli Rangæinga

2204048

Til samþykktar.
Klara Viðarsdóttir fór yfir framlagðan ársreikning Tónlistarskóla Rangæinga 2021. Stjórn staðfesti ársreikning samhljóða og undirritaði hann.

3.Skóladagatal 2022-2023

2204047

Tillaga
Skólastjóri fór yfir stöðu vinnu við skóladagatal næsta skólaárs en gert er ráð fyrir að skóladagatalið verði tilbúið til afgreiðslu í stjórn Tónlistarskólans í lok maí.

4.Úr starfi tónlistarskólans

1605035

Skýrsla skólastjóra
Starf skólans hefur undanfarin ár verið litað af heimsfaraldri en góðu heilli hefur skólastarfið nú færst í eðlilegt horf. Þrátt fyrir að skólastarf hafi riðlast mikið þá eru ekki dæmi þess að nemendur hafi helst úr lestinni og horfið frá námi. Framundan eru samspilstónleikar, nemendatónleikar, áfangapróf og útskriftartónleikar og bjartir tímar. Starfsandi innan skólans er góður og útlit fyrir að vel muni ganga með ráðningu kennara fyrir næsta skólaár.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?