Tónlistarskóli Rangæinga

147. fundur 06. október 2016 kl. 16:30 - 18:15 Laugar - fundarsal skrst. Rangárþings ytra
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varamaður
  • Kristín Þórðardóttir varamaður
  • Renate Hannemann varamaður
  • Egill Sigurðsson aðalmaður
  • Ísólfur Gylfi Pálmason ritari
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Guðjón Halldór Óskarsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit janúar-september 2016

1610025

Yfirlit úr rekstri
Formaður lagði fram rekstraryfirlit skólans og fór yfir helstu kennitölur yfirlitsins og bar saman fjárhagsáætlun ársins 2016 og rauntölur janúar út september. Sem er um 74% af tekjuáætlun ársins og 69 % af gjaldaáætlun. Rætt var um að bjóða út reikningshald skólans og ársreikningsgerð þar sem sá rekstrarliður hefur hækkað verulega milli ára ef skýringar fást ekki á hækkuninni. Skólastjóri kynnti hugmyndir um útfærslur um greiðslur á ferðakostnaði kennari. Formanni og skólastjóra falið að skoða tillögurnar og kynna fyrir nefndarmönnum í tölvupósti. Ef það gengur ekki mun verða haldinn sérstakur fundur vegna þessa.

2.Rekstraráætlun 2017

1610024

Fyrstu drög að áætlun næsta árs.
Formaður lagði fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun (rekstraráætlun) ársins 2017 og fór yfir helstu kennitölur. Rekstrartekjur eru 92.8 millj. Og rekstrargjöld 94.5 millj.

3.Tónlistarskóli Rangæinga 60 ára

1605034

Undirbúningur vegna afmælis
Skólastjóri rakti í stórum dráttum hvaða hugmyndir væru í gangi vegna afmælisársins. Gefin verður út sérstakur bæklingur með dagskrá afmælisársins, sögu skólans o.fl. Bæklingurinn fer í prentun í þessum mánuði. Bæklingnum verður dreift inná öll heimili í Rangárþingi. Ný skólanámskrá kemur út vorið 2017. Í afmælisvikunni verða „ Litlar freistingar“ kaffitónleikar 17. okt. á Hellu - 18. okt. á Hvolsvelli og 20. okt. á Laugalandi. 18 nóvember verða afmælistónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli. Í apríl verða tónleikar „ Í takt við Tímann“ . Gert er ráð fyrir að kostnaður við afmælir verði um kr. 1.100.000 ár árinu 2016 og verða þeir fjármunir teknir að handbæru fé. Áætlaður kostnaður á árinu 2017 er kr. 500.000.

4.Úr starfi tónlistarskólans

1605035

Skýrsla skólastjóra
Skólastjóri lagði fram yfirlit um starf skólans. Alls eru nemendur 305. Nemendur í einkanámi 150 - nemendur í forskóla í leikskóla 48. Nemendur á grunnstigi eru 86 á miðstigi 28 og í framhaldsstigi eru 4. Alls eru 9 stöðugildi tónlistarkennara. Í einkanámi eru 150. Einnig lagði skólastjóri fram endurmenntunaráætlun 2017. Hún ræddi fjarkennslu, rythmiskt nám o.m.fl.
Samþykkt var að næsti fundur verði 2. nóv. n.k. Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?