13. fundur 04. desember 2024 kl. 09:00 - 10:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Magnús H. Jóhannsson formaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
  • Gústav Magnús Ásbjörnsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
Fundargerð ritaði: Magnús Hrafn Jóhannsson formaður

1.Nefsholt 2 land. Framkvæmdaleyfi til borunar á hitaveituholu.

2411013

Veitur ohf óska eftir framkvæmdaleyfi til borunar á heitavatnsholu í landi Nefsholts 2 lands, L224064. Aðstaða og geymslusvæði fyrir verktaka verður innan borstæðis meðan á framkvæmd stendur. Áætlað er að hefja borframkvæmd í desember 2024 og er áætlað að verkið taki um 6 vikur í framkvæmd og verði lokið í febrúar. Plangerð mun þó hefjast fyrr eða um leið og framkvæmdaleyfi fæst. Lagt er fram ítarlegt áhrifamat til mats á þeim áhrifum sem þessar framkvæmdir gætu haft á magnstöðu og efna- og eðlisfræðilega gæðaþætti þess vatnshlots sem framkvæmdin lendir innan.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um borun eftir heitu vatni í landi Nefsholts lands. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Jafnframt liggur fyrir ítarlegt áhrifamat frá framkvæmdaaðila. Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin leggur til að umsækjandi kynni framkvæmdir fyrir aðliggjandi nágrönnum.

2.Rauðaskál. Beiðni um uppsetningu vefmyndavélar

2410002

Landssamband íslenskra vélsleðaeigenda óskar eftir að fá að setja upp vefmyndavél við Rauðuskál til að auka við öryggi að Fjallabaki. Óskað var frekari gagna og barst bréf frá umsækjanda 18. október sl.

Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd gerir engar athugasemdir við uppsetningu á vefmyndavél á þessum stað.

3.Búrfellsnáma í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breyting á aðalskipulagi

2406061

Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir umsögn Rangárþings ytra um fram lagða skipulagstillögu vegna breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2017-2029. Með breytingunni er sett inn nýtt efnistökusvæði á Búrfellshólmum austan Búrfells og í beinu framhaldi af núverandi efnistökusvæði E33. Áætluð efnistaka er allt að 4,5 milljón m3 og að efnisnám nemi um 80.000-300.000 m3 á ári í 10-15 ár. Stærð svæðis er 189 ha. Um er að ræða vikurnámu og er vikurinn einkum unninn til útflutnings. Starfsemi á nýju efnistökusvæði verður að öllum líkindum unnin á sambærilegan hátt og áður hefur verið á Búrfellshólmum og gengið verði frá því svæði þar sem efnistöku er lokið jafn óðum. Unnið er að umhverfismati fyrir efnistökusvæðið.
Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.
Gústaf og Magnús véku af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

4.Selbrún í landi Brekkna L193184. Framkvæmdaleyfi til skógræktar

2410022

Land og skógur sækir hér með um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á 178 ha á sandorpnum

hraunum, svokölluðum Selbrúnum, í landi Brekkna. Alls er hið afmarkaða svæði 193 ha er úrtök innan

þess 15 ha. Brekkur er í eigu íslenska ríkisins og umsjá Lands og skógar. Svæðið er innan Skógræktar- og landgræðslusvæðis SL9 í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd gerir engar athugasemdir við að veitt verði framkvæmdaleyfi til skógræktar á þessu svæði. Varast ber að gróðursetja of nálægt Heklubraut.
Gústaf og Magnús koma aftur á fundinn.

5.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1903030

Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042 nær yfir hálendishluta sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, og Grímsnes- og Grafningshrepps. Auk þeirra hafa sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg tekið þátt í verkefninu. Innviðaráðherra hefur staðfest skipulagið. Lögð er fram fundargerð síðasta fundar ásamt rökstuðningi nefndarinnar til ráðherra. Tillagan er hér einnig lögð fram í síðustu mynd sinni.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?