14. fundur 27. janúar 2025 kl. 08:30 - 09:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Magnús H. Jóhannsson formaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
  • Gústav Magnús Ásbjörnsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Sævar Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Fiskivegur framhjá Tungufossi. Framkvæmdaleyfi

2412037

Fossdalir ehf óska eftir framkvæmdaleyfi til gerðar fiskivegar framhjá Tungufossi í Eystri Rangá. Fyrir ofan Tungufoss er um 25km langt vatnasvæði sem býður upp á mjög góð skilyrði fyrir hrygningu og búsvæði laxfiska. Verkefnið felur í sér að opna fleiri búsvæði, sem gerir laxi kleift að komast inn á ný hrygningar- og búsvæði. Fiskivegurinn verður byggður í landi Keldna, 40 metrum ofan við Tungufoss, með inntak um 66 m yfir sjávarmáli.
Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu erindisins og vísar til afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar frá 3. jan. 2025

2.Handbók um uppbyggingu ferðamannastaða 2025

2501028

Markaðsstofa Suðurlands hefur í samstarfi við Ferðamálastofu unnið handbók sem á að auðvelda sveitarfélögum í stefnumótun, ákvörðunum og aðgerðum við uppbyggingu ferðamannastaða. Í handbókinni er leitast við að aðstoða sveitarfélög í að meta hvert hlutverk þeirra er í uppbyggingu áfangastaða, hver hagur þeirra er af ferðamannastöðum og til hvaða þátta þarf að líta í allri ákvarðanatöku. Efni bókarinnar byggir á samtölum við sveitarfélög og stofnanir um allt land. Á milli kafla má einnig finna dæmisögur af stöðum þar sem uppbygging þykir hafa gengið vel.
Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd þakkar Markaðsstofu Suðurlands fyrir handbókina. Hún verður án efa notuð til stuðnings við vinnslu og afgreiðslu mála tengd ferðaþjónustu.
Gústav og Magnús viku af fundi við afgreiðslu þessa máls.

3.Slóðagerð í landi Keldna á Rangárvöllum. Framkvæmdaleyfi

2412056

Land og skógur óskar eftir leyfi Rangárþings ytra við lagningu slóða í svokölluðu Keldnahrauni til að bæta aðgengi að uppgræðslusvæðinu í Keldnagirðingunni. Umsókn barst 18.12.2024 og henni fylgdu yfirlitsuppdráttur og ljósmynd af sambærilegum slóða á svæðinu.
Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við að veitt verði framkvæmdaleyfi til slóðagerðar á umræddu svæði.
Gústav og Magnús koma aftur inn.

4.Utanvegaakstur

2501057

Ábending barst til nefndarinnar um utanvegaakstur nálægt Sauðafellsvatni. Nefndin skoðaði loftmyndir þessu til staðfestingar. Fjöldi staða má finna þar sem skýr merki eru eftir utanvegaakstur mótorhjóla og fjórhjóladrifinna tækja
Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd leggur til að sveitarstjórn láti skoða utanvegaakstur og meta umfang hans á hálendinu innan sveitarfélagsmarka Rangárþings ytra og skeri upp herör gegn þessum ófögnuði t.d. með uppsetningu skilta og með aukinni fræðslu. Utanvegaakstur er bannaður.

5.Lífrænn úrgangur og meðhöndlun hans

2501058

Nefndinni barst ábending um að hrossatað væri urðað í nágrenni við hesthúsasvæðið. Í ljósi uppbyggingar hesthúsahverfisins á Rangárflötum er mikilvægt að ræða hvernig farið er með hrossaskítinn sem þar verður til. Samkvæmt reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr. 803/2023 er óheimilt að urða lífrænan úrgang og verður því að finna honum leið til nýtingar.
Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að skoða og eftir atvikum gera áætlun um hvernig hrossaskítur frá hesthúsahverfinu sé nýttur og að með öllum ráðum koma í veg fyrir urðun hans sem er óheimil skv. reglugerð um meðhöndlun úrgangs 803/2023. Einnig leggur nefndin til að skoða meðhöndlun lífræns úrgangs frá rekstri sveitarfélagsins s.s. garðaúrgang og hvort hann sé meðhöndlaður skv. fyrrnefndri reglugerð.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?