1.Styrkvegafé 2025
2509066
Farið yfir áherslur varðandi styrkvegi 2025.
Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd felur formanni ásamt forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að yfirfara og meta það sem eftir stendur árs. Nefndin telur brýnt að skoðað skuli ástand brúarinnar við Reynifell og leggur til við sveitarstjórn að þrýst verði á um aðkomu Vegagerðinnar að endurbótum á brúnni, þar sem hlutverk hennar er afar mikilvægt sem flóttaleið komi til náttúruhamfara.
2.Iceland Hill rally 2026
2508056
Lögð er fram beiðni f.h. keppnisstjórnar um leyfi fyrir akstursíþróttakeppninni Iceland Hill Rally 2026.
Umhverfis-, hálendis og samgöngunefnd heimilar fyrir sitt leyti að keppnin fari fram á vegum sem tilgreindir eru í umsókn innan sveitarfélagsins í ágúst 2026. Vakin er athygli á því að leita þarf umsagnar fleiri aðila þar sem ekki allir vegir tilheyra sveitarfélaginu Rangárþingi ytra. Aðrir aðilar eru m.a. Landsvirkjun og Vegagerðin.
Nefndin setur eftirfarandi skilyrði:
1. Forsvarsmenn keppninnar gæti þess að fylgt verði merktum leiðum og ekki sé ekið utan vega.
2. Keppnishaldari upplýsi þá aðila sem hafa með skipulagðar ferðir á svæðinu að gera vegna keppninnar. Þá sérstaklega rekstraraðila í Hrauneyjum, Landmannahelli og Áfangagili sem og aðra ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
3. Mönnuð vöktun verði á öllum lokunarpóstum.
4. Þess sé gætt að allur frágangur verði til fyrirmyndar. Þeir vegir sem farið verði um verði heflaðir á kostnað keppnishaldara strax að keppni lokinni. Allar merkingar og allt rusl verði fjarlægt af hálfu keppnishaldara.
5. Keppnishaldari tryggi að almenningur á svæðinu verði ekki fyrir óþarfa óþægindum á meðan kynningarakstur fer fram fyrir keppni.
Nefndin leggur til að svæðið verði tekið út að keppni lokinni og tekið verði gjald fyrir útlögðum kostnaði af hálfu sveitarfélagsins.
Nefndin setur eftirfarandi skilyrði:
1. Forsvarsmenn keppninnar gæti þess að fylgt verði merktum leiðum og ekki sé ekið utan vega.
2. Keppnishaldari upplýsi þá aðila sem hafa með skipulagðar ferðir á svæðinu að gera vegna keppninnar. Þá sérstaklega rekstraraðila í Hrauneyjum, Landmannahelli og Áfangagili sem og aðra ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
3. Mönnuð vöktun verði á öllum lokunarpóstum.
4. Þess sé gætt að allur frágangur verði til fyrirmyndar. Þeir vegir sem farið verði um verði heflaðir á kostnað keppnishaldara strax að keppni lokinni. Allar merkingar og allt rusl verði fjarlægt af hálfu keppnishaldara.
5. Keppnishaldari tryggi að almenningur á svæðinu verði ekki fyrir óþarfa óþægindum á meðan kynningarakstur fer fram fyrir keppni.
Nefndin leggur til að svæðið verði tekið út að keppni lokinni og tekið verði gjald fyrir útlögðum kostnaði af hálfu sveitarfélagsins.
3.Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2025
2509063
Lagt fram til kynningar
4.Byggingar reistar á hamfarasvæðum.
2509036
Áhrif 16. gr. laga nr. 55/1992 ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að eru sérlega næm fyrir náttúruhamförum sem eru bótaskyldar hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
Lagt fram til kynningar
5.Dynskálar 48. Framkvæmdaleyfi vegna færslu hitaveitulagnar
2508072
Veitur óska eftir framkvæmdarleyfi við færslu á hitaveitulögn. Núverandi lega lagnar er meðfram Suðurlandsvegi og beygir upp á milli húsa 46 og 48. Samkvæmt hönnun mun lögnin eftir framkvæmd liggja á milli húsa 48 og 50 og verður þá ekki undir byggingarreit.
Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi til umsækjanda á grundvelli 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
6.Laufafell. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna jarðstrengs.
2509008
Öryggisfjarskipti sækir um framkvæmdaleyfi til endurnýjunar og nýlagnar á rafstreng fyrir fjarskiptastöðina við Laufafell. Ákvörðun um matskyldu liggur fyrir þar sem Skipulagsstofun leit svo á að frmkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Umsögn Forsætisráðuneytisins liggur fyrir.
Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að útgáfa framkvæmdaleyfis vegna endurnýjunar og nýlagnar á rafstreng í Laufafelli sbr. framlagðan uppdrátt og önnur gögn málsins verði samþykkt enda er framkvæmdin í samræmi við skipulagsáætlanir.
7.Langalda að Tungnaá. Framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara og rafstreng.
2509017
Orkufjarskipti óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu rafstrengs og ljósleiðara frá Langöldu og yfir Tungnaá og að rafmagnsskáp Búðarháls (Ásahrepp). Lengd lagnar innan Rangárþings ytra er um 900 metrar. Umsögn Forsætiaráðuneytisins liggur fyrir þar sem ekki voru gerðar athugasemdir.
Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir þann hluta framkvæmdarinnar sem er innan Rangárþings ytra.
8.Tungnaáreyrar E70 og Ferjufit E122. Stækkun efnistökusvæða. Breyting á aðalskipulagi
2509009
Landsvirkjun óskar eftir því að fá að hefja breytingar á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 með það í huga að stækka tvö efnistökusvæði sem eru á núverandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Efnistökusvæðin eru eftirfarandi: Tungnaáreyrar E70- á aðalskipulagi 50.000m³ upp í 100.000m³ Ferjufit E122- á aðalskipulagi 10.000m³ upp í 100.000 m³. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 5.9.2025.
Lögð er fram sameiginleg lýsing skipulagsáforma fyrir bæði efnistökusvæðin. Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu. Nefndin leggur til að kallað verði eftir umsögn frá Landi og Skógi vegna yfirstandandi skógræktar á svæðinu.
9.Framkvæmdaleyfi vegna efnisflutninga í tengslum við uppbyggingu Landvegar.
2509040
Landsvirkjun óskar eftir framkvæmdaleyfi skv. 13 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til handa fyrirtækinu fyrir notkun núverandi námuvegar fyrir flutning á efni frá Sultartangaskurði. Landsvirkjun vinnur þar að frágangi í kjölfar framkvæmda sem voru þar á sínum tíma. Efni verður flutt eftir fyrr nefndum námuvegi meðfram Þjórsá og að Landvegi.
Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að útgáfa framkvæmdaleyfis vegna enduruppbyggingar á gömlum námuvegi sbr. framlagðan uppdrátt og önnur gögn málsins verði samþykkt.
10.Hvammsvirkjun. Kæra 130_2025 vegna veitingu framkvæmdaleyfis.
2508039
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir frá sér bráðabirgðaúrskurð í máli vegna kæru nr. 130/2025, þar sem hafnað er kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda. Lögð er fram uppfærð greinargerð leyfisveitanda.
Lagt fram til kynningar.
11.Hvammsvirkjun. Kæra nr. 134_2025 vegna veitingar framkvæmdaleyfis.
2508064
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru dags. 22.8.2025, móttekin af nefndinni sama dag. Kærandi dregur fyrri kæru sína nr. 129/2024 til baka. Samhliða er kærð ákvörðun Rangárþingi ytra hinn 18. ágúst 2025 um útgáfu framkvæmdaleyfis til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun.
Lagt fram til kynningar
12.Hvammsvirkjun. Kæra nr. 132_2025 og 133_2025 vegna veitingu framkvæmdaleyfis.
2508062
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 09:30.