Umhverfisnefnd

10. fundur 25. júlí 2016 kl. 13:00 - 15:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Anna María Kristjánsdóttir formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Lilja Þrúðmarsdóttir aðalmaður
  • Borghildur Kristinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Anna María Kristjánsdóttir

1.Umhverfisverðlaun 2016

1608004

Farið yfir tilnefningar sem bárust til Umhverfisnefndar vegna umhverfisverðlauna fyrir árið 2016. Farið í skoðunarferð og garðar og umhverfi skoðað.
1. Eftirfarandi hlutu tilnefningu fyrir snyrtilegan garð í þéttbýli:

Kristinn og Hrefna við Ártún,
Hjörtur og Sólveig við Nestún,
Særún og Heimir við Freyvang,
Friðsemd og Jón við Bolöldu,
Ragnheiður og Svanur við Breiðöldu,
Linda og Guðlaugur við Geitasand,
Jón og Gyða við Freyvang,
Guðrún og Þorgils við Fornasand,
Anna Helga og Knútur við Freyvang,
Jóna Helgadóttir við Þrúðvang,
Heiða og Sigurður Lækjarbraut.

Fyrir snyrtilegt fyrirtæki:
Sundlaugin á Hellu

Fyrir snyrtilegt umhverfi í dreifbýli:
Árbær, Gunnar og Vigdís

Örfáar aðrar tilnefningar bárust sem bíða betri tíma að ósk garðeigenda eða ekki er um lögbýli að ræða.

2.
Ákveðið að fara í skoðunarferð og skoðaðir þeir garðar sem fengu tilnefningu. Eftir rúnt um þorpið vildu nefndarmen bæta við einni viðurkenningu, fyrir frábæran árangur í endurbótum á húsi og umhverfi þess. Það er gaman að keyra um og skoða alla þessa fallegu garða og ljóst að það er ekki auðvelt verk að velja úr öllum þessum tilnefningum.
Að lokum tókst okkur að komast að niðurstöðu og nefndarmenn allir sáttir.

Snyrtilegt fyrirtæki:
Sundlaugin Hellu.

Snyrtilegt umhverfi í dreifbýli:
Árbær/ Gunnar og Vigdís

Snyrtilegur garður í þéttbýl:.
Linda og Guðlaugur við Geitasand

Endurbætur á gömlu húsi og umhverfi:
Guðni og Ingibjörg við Hólavang 7 / Grímhús

Fundarmenn samþykkja að viðurkenningar verði veittar á Töðugjöldunum og verði keyptur blómapottur með áletrun viðkomandi vinningshafa. Formanni falið að versla potta og blóm í þá.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?