Umhverfisnefnd

1. fundur 28. júní 2018 kl. 16:00 - 18:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Lilja Þrúðmarsdóttir aðalmaður
  • Anne Bau aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson

1.Umhverfis Suðurland

1803037

"Ársþing SASS 2017 leggur til að farið verði í sameiginlegt sunnlenskt átak í almennri tiltekt og umhverfisþrifum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands - áhersla verði lögð á skynsamlega flokkun og endurvinnslu og SASS hafi forgöngu um þetta mál fyrir hönd Sunnlendinga".
Umhverfisnefnd fór yfir áætlun verkefnisins. Nefndin telur mikla þörf á að virkja íbúa til þátttöku í þeim verkefnum sem þar eru upp talin og þeir fái kynningu á því hvað verður um flokkað sorp og með hvaða hætti flokkun þarf að eiga sér stað á heimilum. Gert verði ráð fyrir degi til slíkrar kynningar og starfsmenn á Strönd fengnir til að aðstoða við framkvæmd dagsins. Nefndin óskar eftir kynningu um þessi mál frá fulltrúa á Strönd á næsta fund nefndarinnar.

2.Umhverfisverðlaun 2018

1806030

Umhverfisverðlaun 2018.
Farið var yfir verklag síðustu ára. Auglýsing fari í næstu Búkollu þar sem íbúar verði hvattir til að senda inn tilnefningar til umhverfisverðlauna.

3.Umhverfismál. Hugmyndir

1806032

Anna Vilborg Einarsdóttir og Guðbjörg Erlingsdóttir leggja fram tillögur að umbótum í umhverfismálum.
1.
Að komið verði á föstum tiltektardegi í sveitarfélaginu.
2.
Að bætt verði aðkoma við þjóðveg nr. 1, austan megin við Hellu, með því að hönnuð verði mön með trjágróðri meðfram iðnaðarhverfi. Unnið verði að framkvæmdum strax í haust.
3.
Að unnið verði að bættri aðkomu við þjóðveg nr. 1, sunnan við hringtorgið á Hellu.
4.
Að unnin verði umhverfisstefna fyrir sveitarfélagið.
Umhverfisnefnd fjallaði um framkomnar hugmyndir.
1. Nefndin leggur til að fastur tiltektardagur verði í tengslum við hreinsunarátak eins og það er hverju sinni.
2. Nefndin leggur til að ákvæði í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið verði virkjað, þar sem gert er ráð fyrir að gróðurbelti verði meðfram öllum lóðum við Suðurlandsveg austan Borgarsands.
3. Nefndin leggur til að leitað verði leiða til að bæta ásýnd mannvirkja sunnan við hringtorgið á Hellu.
4. Nefndin leggur til að hafist verði handa við gerð umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?