5. fundur 16. september 2019 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Anne Bau aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Dynskálar frágangur á lóðamörkum

1908033

Umhverfisnefnd vinnur að sameiginlegu átaki í fráqangi lóða meðfram Suðurlandsvegi. Boðað var til fundar með lóðarhöfum við Dynskála sem snúa að Suðurlandsvegi til að móta hugmyndir um sameiginlega aðkomu sveitarfélagsins og lóðarhafa að frágangi meðfram Suðurlandsvegi. Fundurinn var haldinn 16. september sl í Safnaðarheimili Oddasóknar við Dynskála á Hellu og hófst klukkan 17.00. Alls mættu 8 fulltrúar lóðarhafa.
Deiliskipulagið var haft til hliðsjónar í umræðunum. Skv. því er gert ráð fyrir 3ja og/eða fjögurra metra breiðu gróðurbelti meðfram Suðurlandsvegi. Fyrst var tæpt á brýnum aðgerðum að mati fundarmanna svo sem að:
?
Flýta framkvæmdum við fyrirhugað hringtorg, sbr. deiliskipulag, vegna slysahættu.
?
Skoða rafmagnslögn sem liggur í gróðurbeltinu.
Einhugur er innan þessa hóps að fara í aðgerðir. Líflegar umræður spunnust um útlit gróðurbeltisins og skoðanir skiptar. Tillögur voru eftirfarandi:
?
þekja svæðið með grasi
?
girða með neti og lágum runnagróðri
?
hafa hátt og/eða lágt gróðurbelti og timburgirðingu á víxl
?
hljóðmön með grasi
?
Nota innlendar tegundir, t.d. víði
?
Viðhaldslítið gróðurbelti
Nefndin leggur til að landslagsarkitekt verði fenginn til þess að hanna gróðurbeltið. Fundarmenn eru jafnframt hvattir til að kynna sér trjásafn Landgræðslunnar í Gunnarsholti.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?