Umhverfisnefnd

7. fundur 25. ágúst 2020 kl. 16:00 - 17:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
  • Helga Fjóla Guðnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Tómas Haukur skýrði frá stöðunni við frágang við Dynskála og á öðrum svæðum í sveitarfélaginu.

1.Dynskálar frágangur á lóðamörkum

1908033

Umhverfisnefnd vinnur að sameiginlegu átaki í afmörkun lóða meðfram Suðurlandsvegi. Tómas Haukur Tómasson forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fer yfir stöðu mála.
Tómas fékk í lið með sér Helgu Rögnu frá Kjarri í Ölfusi til að leiðbeina sér í frágangi við Dynskála í tengslum við þjóðveginn. Hugmyndin er sú að rækta upp náttúrulegan gróður án þess að þurfa að sinna svæðinu mikið. Bæta þarf við gróðri. Sett var birki í mörkin þar sem það átti við. Fylla þarf í auða bletti smátt og smátt. Lögð er áhersla á svæðið niður að Langasandi með grófu úthagatorfi og einstaka skriðjurtum og hríslum til að byrja með og er gert ráð fyrir öðruvísi gróðri þar neðan við.
Tómasi þökkuð góð yfirferð.

2.Umhverfisverðlaun 2020

2005043

Undirbúningur vegna umhverfisverðlauna fyrir árið 2020.
Farið var yfir tilnefningar og ákvörðun tekin um snyrtilegasta húsið.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?