Umhverfisnefnd

8. fundur 21. janúar 2021 kl. 16:00 - 17:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir aðalmaður
  • Anne Bau aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Strandverðir Íslands - kynning

2101003

Erindi vísað til Umhverfisnefndar frá 30. fundi sveitarstjórnar þann 14.1.2021. Veraldarvinir eru íslensk hagsmunasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt. Kynnt er verkefnið Strandverðir Íslands en verkefnið felur í sér að allar strendur landsins verða djúphreinsaðar fram til ársins 2025. Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið.
Umhverfisnefnd fagnar slíku verkefni þar sem það er í anda þess sem nefndin hefur lagt áherslur á. Nefndin leggur til að sveitarstjórn taki þátt í verkefninu. Nefndin felur starfsmanni nefndarinnar að vinna að málinu áfram með sveitarstjóra.

2.Umhverfismál. Hugmyndir

1806032

Rætt um ýmsar tillögur að umbótum í umhverfismálum.
Rætt var um tilgang og hlutverk nefndarinnar í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Vægi umhverfismála fer vaxandi í samfélaginu en ekki virðist vera farið fram á álit nefndarinnar í afgreiðslu mála sem fela í sér afgreiðslu tengdum umhverfismálum. Nefndin óskar eftir að fundin verði viðunandi leið til að koma þessum málum í betri farveg.
Rætt var um að fá forstöðumann þjónustumiðstöðvar á næsta fund nefndarinnar til upplýsinga um önnur mál sem lúta að vatnsvernd og fráveitu ásamt hvernig mál hafa þróast með frágang við Suðurlandsveginn.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?