10. fundur 28. júní 2021 kl. 16:00 - 17:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir aðalmaður
  • Anne Bau aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Umhverfisverðlaun 2021

2106042

Undirbúningur vegna umhverfisverðlauna fyrir árið 2021.
Farið yfir undirbúning að skoðun og aðferðarfræði við mat á væntanlegum vinningshöfum. Nefndin leggur til að auglýsing verði birt sem fyrst þar sem íbúar verða hvattir til að láta fulltrúa nefndarinnar vita af fallegum og vel hirtum lóðum, hvort sem þær eru í eða utan þéttbýlis.

2.Umhverfisstefna Rangárþings ytra

1903041

Umhverfisnefnd Rangárþings ytra hefur hafið vinnu við gerð umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Farið yfir helstu áherslur
Umhverfisnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki fram lagða umhverfisstefnu.

3.Skilti og merkingar í ferðaþjónustu

2103069

Yfirferð á útliti skilta og merkinga og viðbrögð við vaxandi fjölda skilta.
Umhverfisnefnd leggur til að unnið verði að gildistöku skiltareglugerðar sem allra fyrst og að úttekt verði gerð á stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?