1. fundur 07. mars 2023 kl. 15:00 - 16:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Magnús H. Jóhannsson formaður
  • Fjóla Kristín B. Blandon aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Gústav Magnús Ásbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Hrafn Jóhannsson formaður

1.Tillaga D-lista um aukna umhverfisfræðslu

2212033

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins verði falið að láta vinna áætlun um aukna umhverfisfræðslu í sveitarfélaginu og kostnaðargreina. Unnið verði náið með grunn- og leikskólum sveitarfélagsins og Sorpstöð Rangárvallasýslu. Niðurstöðum verði skilað til sveitarstjórnar fyrir lok apríl 2023. Umhverfisfræðslan verði ætluð öllum almenningi í sveitarfélaginu.
Tillaga D-lista um aukna umhverfisfræðslu var rædd. Til þess að umhverfisnefnd átti sig á umfangi verkefnisins, mun hún kalla eftir upplýsingum um umhverfisfræðslu frá leik- og grunnskólum sveitarfélagsins um hvernig umhverfisfræðslu er háttað. Að auki verður rætt við framkvæmdastjóra Sorpstöðvar Rangárvallasýslu til að leita eftir hugmyndum um fræðslu um sorpmál ásamt forsvarsmanni Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps. Þegar upplýsingar liggja fyrir, mun umhverfisnefnd fjalla um þær og fylgja málinu eftir.

2.Gagnagrunnur um mengaðan jarðveg

2303001

Umhverfisstofnun vill koma því á framfæri til sveitafélaganna í landinu að stofnunin hefur komið á fót gagnagrunni um mengaðan jarðveg sbr reglugerð nr. 1400/2020 um mengaðan jarðveg. Þennan gagnagrunn er hægt að nálgast í kortasjá Umhverfisstofnunar og á svæði stofnunarinnar um mengaðan jarðveg.
Umhverfisnefnd skoðaði gagnagrunn Umhverfisstofnunar og fjallaði um staði innan sveitarfélagsins sem hugsanlega gætu verið mengaðir. Umhverfisnefnd leggur til að upplýsingum um mengaðan jarðveg innan sveitarfélagsins verði safnað og þeim komið í gagnagrunn Umhverfisstofnunar. Það mætti t.d. leita til aðila innan sveitarfélagsins sem hafi þekkingu um gamla urðunarstaði eða förgunarsvæði. Umhverfisnefnd færi síðan yfir upplýsingarnar áður en þær yrðu sendar til Umhverfisstofnunar.

3.Umhverfisstefna Rangárþings ytra

1903041

Lögð eru fram drög að umhverfisstefnu Rangárþings ytra til yfirferðar.
Umhverfisnefnd fór yfir drög að umhverfisstefnu sem unnin var af umhverfisnefnd á síðasta kjörtímabili og lögð fyrir sveitarstjórn á fundi 12. ágúst 2021. Stefnan var hinsvegar ekki staðfest, heldur var fundargerð nefndarinnar lögð fram til kynningar. Margt er gott í þessum drögum að umhverfisstefnu, en umhverfisnefnd er sammála um að taka drögin til endurskoðunar.

4.Vindmyllur Þykkvabæ. Tilkynning framkvæmdaaðila

2302001

Háblær ehf. hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 18. janúar 2023 um endurnýjun Vindmylla í Þykkvabæ skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er hér með óskað eftir að Rangárþing ytra gefi umsögn um ofangreinda framkvæmd.
Í greinargerð EFLU með tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu vegna endurnýjunar vindmylla í Þykkvabæ frá 18.01.2023 er gerð grein fyrir áformum um að reisa tvær vindmyllur á undirstöðum gamalla vindmyllna sem búið er að fella. Umhverfisnefnd fjallaði um erindið og leggur áherslu á að verekfnið verði kynnt vel fyrir íbúum sveitarfélagsins. Nefndin tekur undir bókun Skipulags- og umferðarnefndar frá 10.03.2023 um að framkvæmdin geti verið háð mati á umhverfisáhrifum.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?