8. fundur 07. nóvember 2024 kl. 14:30 - 16:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Þráinn Ingólfsson aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir dagskrárliðum 1-3.

1.Rekstraryfirlit jan-sept 2024- Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps.

2411007

Lagt fram rekstraryfirlit Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps fyrir tímabilið jan-sept 2024.
Lagt fram yfirlit um rekstur Vatnsveitunnar janúar til september.

Fjárfesting lítur út fyrir að vera innan áætlunar og rekstur í jafnvægi.

2.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 2025

2411008

Lögð fram Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2025-2028 lögð fram til kynningar og umræðu.
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2025.

Tillaga gerir ráð fyrir að tekjur verði 140mkr og rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 16,8mkr. Fjárfesting ársins verði 37mkr.
Ekki er gert ráð fyrir lántöku á árinu.

Samþykkt samhljóða.

3.Gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 2025

2411009

Lögð fram drög að gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps til umræðu.
Lögð fram drög að gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps til samþykktar. Lagt er til að hækka gjaldskrá um 3,5%

Samþykkt samhljóða.

4.Ósk um endurskoðun samnings um vatnstöku í Traðarholti.

2411006

Ósk frá íbúum Maríuvalla um endurskoðun á samningi um vatnstöku.
Lagt til að fela forstöðumanni eigna- og framkvæmdaviðs og formanni stjórnar Vatnsveitunnar að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

5.Yfirlit veitustjóra.

2310057

Farið yfir daglegan rekstur Vatnsveitunnar.
THT fór yfir daglegan rekstur Vatnsveitunnar það sem liðið er af árinu 2024, hefur reksturinn gengið nokkuð vel. Áskoranir hafa verið með að afhenda nægt vatn og þrýsting hjá stórnotendum eins og fyrir Reykjagarð á Hellu. Einnig er áskorun um að halda vatnsþrýstingi á húsum sem standa hátt á veitusvæðinu. Reynt hefur verið að bregðast við með úrbótum á þessum stöðum.
Verið er að undibúa mælavæðingu hjá stórnotendum á svæðinu og farið hefur verið í vettvangsskoðun á flestum stöðum og aðstæður skoðaðar með uppsetningu í huga. Verið er að bíða eftir verðum í mæla- og aflestrarbúnað.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?