10. fundur 04. apríl 2025 kl. 14:00 - 14:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Þráinn Ingólfsson aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Formaður lagði til að við dagskrána myndi bætast við eitt mál, liður 3, yfirlit veitustjóra.

Það var samþykkt samhljóða.

1.Ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 2024

2503094

Ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps lagður fram til staðfestingar.
Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri fór yfir endurskoðaðan ársreikning Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. fyrir árið 2024. Rekstrarniðurstaða veitunnar var jákvæð um 13,6 milljónir.
Fjárfesting ársins var 36,8 milljónir nettó.

Ársreikningur 2024 var samþykktur samhljóða og áritaður.

2.Geldingalækur vatnstaka

2502075

Kynnt fyrstu drög að skoðun á vatnstöku við Geldingalæk.
THT fór yfir stöðu málsins frá síðasta fundi stjórnar. Fram kom að mikil tækifæri liggja í að skoða málið áfram og taka næstu skref.

Stjórn felur THT að vinna málið áfram.

3.Yfirlit veitustjóra.

2310057

THT fór yfir stöðu daglegs reksturs veitunnar. Búið er að laga leka sem kom í ljós við vatnstank á Hellu. Tjón varð á stýrikerfi veitunnar í eldingarveðri og THT er búinn að koma af stað vinnu hjá Rafntákni um uppsetningu á nýju skjámynda- og stýrikerfi. Að öðru leyti hefur daglegur rekstur veitunnar gengið vel. Byrjað er að setja upp rennslismæla með fjarálestri og mun sú vinna halda áfram.

Fundi slitið - kl. 14:45.