51. fundur 27. nóvember 2017 kl. 13:00 - 15:30 í fundarsal á skrifstofu Rangárþings ytra (Laugar)
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Karl Ölvisson aðalmaður
  • Guðmundur Harðarson aðalmaður
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri.

1.Framkvæmdaáætlun 2017-2026

1702029

Áætlun um uppbyggingu veitukerfis Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps til næstu 10 ára.
Lögð fram framkvæmdaáætlun Vatnsveitunnar 2017-2026. Fyrri hluti áætlunarinnar (áfangar 1-3) snýr að byggingu 444 m3 miðlunartanks í Hjallanesi og 140 mm lagnar að geyminum og 180 mm lagnar frá honum að Bjálmholti. Seinni hluti áætlunarinnar (áfangar 4-10) fjallar um endurnýjun og styrkingu stofnlagna. Stjórn veitunnar leggur til við eigendur að farið verði í sameignilegt útboð á áföngum 1-3 á árinu 2018 og verkið verði unnið á árunum 2018-2020.

Samþykkt samhljóða.

2.Gjaldskrá Vatnsveitu 2018

1711036

Drög að gjaldskrá Vatnsveitunnar fyrir árið 2018
Tillaga er um að gjaldskrá verði óbreytt frá fyrra ári.

Samþykkt samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2018

1709019

Drög að fjárhagsáætlun 2018
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2018 fyrir Vatnsveituna. Tillagan gerir ráð fyrir rekstrarafgangi að upphæð 30.6 m og fjárfestingu að upphæð 71.5 m sem verði mætt með lántöku allt að 65 m.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?