Þorgils Torfi Jónsson hafði boðað forföll. Reynir Daníel Gunnarsson sat fundinn.
1.Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps
1412028
Áfangi II
DG mætti til fundar og greindi frá sínu starfi fram til þessa. Hann hefur einbeitt sér að skólamálum og málefnum íþróttamiðstöðva þessa fyrstu daga. Hann hefur átt samræður við forstöðufólk viðkomandi stofnana. Mikilvægt er að leggja línur varðandi forgangsröðun verkefna og hvernig eigi að standa að áframhaldandi greiningu. Nauðsynlegt er að samráðsnefndin hittist og fari yfir stöðu mála og ná þar niðurstöðu um verklag. ÁS/NJ falið að kanna hvort hægt sé að koma á slíkum fundi kl 13:00 þann 10/6 n.k. DG mun mæta á fund fræðslunefndar í vikunni og greina stuttlega frá vinnunni en á þeim fundi á m.a. að ræða skólastefnu.
Fundi slitið - kl. 10:00.