16. fundur 25. ágúst 2015 kl. 17:00 - 18:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Ágúst Sigurðsson
  • Nanna Jónsdóttir
  • Egill Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Reynir Daníel Gunnarsson verkefnisstjóri sat einnig fundinn.

1.Eitt byggðasamlag um fræðslumál

1506038

Drög að samþykktum fyrir Odda bs
RDG kynnti drög að samþykktum fyrir eitt deildskipt byggðasamlag í fræðslumálum. Næstu skref eru að kynna drögin fyrir sveitarstjórnum, fræðslunefnd og skólastjórnendum.

2.Samþykktir fyrir Lundur byggðasamlag

1508043

Tillögur að samþykktum fyrir Lund og skipulagsskrá fyrir gjafasjóð Lundar
RDG kynnti drög að samþykktum fyrir Lund bs og einnig drög að skipulagsskrá fyrir gjafasjóð Lundar. Næstu skref eru að kynna drögin fyrir sveitarstjórnunum og stjórn Lundar.

3.Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps

1412028

Drög að þjónustusamningum
Lagður var fram listi með þeim þjónustusamningum sem ganga þarf frá milli sveitarfélaganna um einstök verkefni. Sveitarstjórar munu vinna tillögur að þessum samningum og leggja fyrir næsta fund. Í framhaldi yrðu tillögurnar kynntar fyrir stjórnum viðkomandi byggðasamlaga.



Samþykkt að óska eftir fundi í samráðsnefnd þriðjudaginn 1. september kl. 17:00.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?