20. fundur 06. október 2015 kl. 09:00 - 10:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Ágúst Sigurðsson
  • Nanna Jónsdóttir
  • Egill Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Fundinn sat einnig Klara Viðarsdóttir aðalbókari Rangárþings ytra.

1.Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps

1412028

Húsakynni bs, Þjónustusamningar
Unnið í endurskoðun á samþykktum fyrir Húsakynni bs. Jafnframt farið yfir texta þjónustusamninga.Öll skjöl eru nú komin á það form að næsta skref er yfirlestur lögfræðings og verður óskað eftir aðstoð Sesselju Árnadóttur við þau verk. Jafnframt hefur verið óskað eftir því við Auðunn Guðmundsson endurskoðanda að yfirfara kostnaðarskiptingu og gera tillögur að endanlegri útfærslu í þeim efnum.Boðað hefur verið til kynningarfunda með starfsfólki allra fjögurra skólanna síðar í dag. Fulltrúar í viðræðunefnd munu mæta til þeirra funda ásamt Reyni Daníel Gunnarssyni verkefnisstjóra.Boðað verður til næsta fundar í nefndinni þegar skjöl hafa borist úr yfirlestri.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?