4. fundur 27. janúar 2016 kl. 09:30 - 12:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson
  • Ólafur A. Jónsson
  • Ólafur Örn Haraldsson
  • Stefán Thors
  • Kristinn Guðnason
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
  • Anna Sigríður Jóhannsdóttir
  • Margrét Ólafsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Landmannalaugar, deiliskipulag

1310038

Rangárþing ytra stefnir að gerð deiliskipulags fyrir Landmannalaugar. Unnið er að gerð þarfagreiningar.
Farið var yfir þær áherslur sem skoða þarf við gerð væntanlegs deiliskipulags fyrir Landmannalaugar. Í samkeppninni var ekki farið djúpt í lausnir á hlutum og því hafa arkitektar lagt fram lista yfir spurningar sem fundarmenn tóku fyrir, sem snúa að þeim áherslum sem skýra þarf fyrir næstu skref.

Hér er listinn látinn fylgja með og þær áherslur sem menn vildu hafa við hvern lið:

Námskvísl:

Skv. samkeppnisgögnunum var gert ráð fyrir um 200m2 dagaðstöðu til að snæða nesti og sem samverustað fyrir leiðsögufólk og hópa sem og snyrtingum og búningsaðstöðu tengdu núv. náttúrulaug 100 ? 150m2. Þessi aðstaða er í vinningstillögunni staðsett við Námskvísl auk einfaldrar þurrkaðstöðu við laugarbakkann.

1.
Er þörf á endurskoðun á þessum stærðum?

Svar:
Við þurfum að gæta okkur á því að ofreisa ekki ? það þarf að hafa það í huga að hægt sé að stækka. Þessar stærðir duga hugsanlega. Öll aðstaða verði við námshraun.

2.
Er óskað eftir veitingasölu og/eða annarri þjónustu til viðbótar við Námskvísl?

Svar:
Já ? grunn aðstaða ? minjagripir, súpa og kaffi, nauðsynjar ? öll megin aðstaða verður þó við Námshraun - .

3.
Hvaða fjöldi gesta er áætlaður í stutta viðveru í Námskvísl (gestir /klst.)?

Svar:
Höfum ekkert fyrir okkur hér. Á álagstímum getur orðið mikil umferð. Ágiskun - Mest allt að 500 gestir / klst milli 12 og 15. Fundarmenn sammála um að kalla þyrfti eftir greiningu á fjölda gesta þar sem skipt er eftir gestum á svæðinu, í tjöldum og þeir sem stunda laugina.

4.
Í samkeppnislýsingunni var gert ráð fyrir stæðum fyrir 80 bíla og 10 rútur. Er vilji til að fækka rútustæðum við Námskvísl þar sem meira er gert ráð fyrir "drop-off" og rútur leggi við Námshraun (sbr. Hugmyndir á Þingvöllum)?

Svar:
Höldum okkur við samkeppnislýsinguna. Stæðin séu hönnuð fyrir "drop-off" vegna rúta fyrst og fremst. Menn sammála um að takmarka þarf umferð við Námskvísl eins og unnt er.

5.
Er óskað eftir dagaðstöðu fyrir landvörð við Námaskvísl?

Svar:
Já. Það er talið nauðsynlegt að hafa landvörð eins nálægt hjarta svæðisins og hægt er. Megin aðstaða og miðstöð verði þó við Námshraun.Námshraun:

Í samkeppnisgögnum var miðað við að þjóna allt að 4000 gestum yfir daginn og 500 í gistingu. Tjaldsvæðið átti að vera 5000 m² fyrir 100 tjöld og 50 húsbíla.

Við mótun vinningstillögunnar var tekin sú ákvörðun að áætla ríflega 5000 m² fyrir tjöld og húsbílaaðstaða er þar til viðbótar. Miðað við stærð núverandi tjaldsvæðis og álag þar þótti hópnum rétt að ætla nýju svæði meira umfang.

Óskað var eftir 150 m² aðstöðuhúsi fyrir landverði, kynningar- og fræðslu rannsóknaraðila. 100-150 m² upplýsinga- og veitingaaðstöðu og 250-300 m² þjónustuhúsi með snyrtingum. Gistirými fyrir 150-200 manns í gistiskálum (samtals um 300 m²), aðstöðu fyrir starfsfólk 100 m².

Auk þessa var óskað eftir nýrri "náttúrulegri" laug við tjaldsvæðið og um 800 m² hestagerði.

Bílastæði skyldi rúma 120 bíla og 20 rútur.

Í tillögunni er þessari aðstöðu komið fyrir eins og heppilegast þótti þar sem aðstaða landvarða, kynningar- og fræðslu rannsóknaraðila, upplýsinga- og veitingaaðstaða er sameinuð í einni byggingu; Gestastofu. Þjónusturými með snyrtingumer skipt upp á þrjá staði á svæðinu þannig að það þjóni nýrri náttúrulaug og tjaldsvæðinu öllu. Gistiskálar og gistiaðstaða landvarða er skv. keppnislýsingu.1.
Má gera ráð fyrir að bílstæði og rútustæði verði óbreytt? Er nauðsynlegt að gera strax ráð fyrir stækkunarmöguleika bílastæða?

Svar:
Fundarmenn telja að þetta sé ríflega gert og þj´æoni vel sínum tilgangi.

2.
Ætti rútustæðum að fjölga ef einungis verður "drop-off" við Námskvísl?

Svar:
Nei, ekki er talin þörf á því.

3.
Nauðsynlegt er að yfirfara aðstöðu í gestastofu og setja markmið fyrir framtíðina.

Svar:
Fundarmenn sammála því sem lagt var fram í vinningstillögunni með sameiningu í eitt hús.

4.
Hvernig verður hugað að merkingum á svæðinu, á stígum?

Svar:
Samstarf við umhverfisstofnun. Nýtum þeirra stöðluðu merkingar.

5.
Á að taka sérstakt tillit til reiðhjóla og mótorhjóla?

Svar:
Setjum þau ekki í sama flokk. Ekki er ætlast til þess að gönguleiðir séu nýttar sem reiðhjólaleiðir. Reiðhjól leggja við námskvísl líkt og bílar. Mótórhjól hlýta sömu reglum og bílar. Gera þarf ráð fyrir þessum ökutækjum verðandi bílastæði.

6.
Hvað er gert ráð fyrir mörgu starfsfólki á svæðinu?

Svar:
10 manns þegar mest er en þetta þarf að leggja fram í nánari þarfagreiningu.

7.
Hvað er átt við með aðstöðu starfsfólks? Er hún ekki eitthvað mismunandi?

Svar:
Ekki er gert ráð fyrir heilsársíbúð, starfsmenn eru alltaf tímabundið. Gera þarf ráð fyrir "íbúðum" fyrir starfsmenn, sameiginlegar. Ekki er ætlast til að starfsmenn gisti í kojum heldur verði um herbergi að ræða.

8.
Hvaða aðstöðu þarf hálendisvaktin ?

Svar:
Við gerum ekki ráð fyrir þeim í sameiginlegu húsi en gera þarf ráð fyrir lóð fyrir þeirra aðstöðu ? líkt og er í dag. Huga þarf að hávaðamengun frá stórum bílum um miðjar nætur og þurfa þeir að vera staðsettir sem næst veginum ? sýnileiki.

9.
Er e.t.v. nauðsyn á einhverskonar vélahúsi?

Svar:
Gera þarf ráð fyrir jarðhúsi með rafstöð og þar yrðu einnig geymdar skóflur og annað nauðsynlegt. Dælur ef á þarf að halda þegar veitur hafa verið settar á laggrinar, bæði fyrir heitt og kalt vatn.

10.
Huga þarf að geymsluplássi og vistum.

Svar:
Annaðhvort í sameiginlegu eða jarðhúsi líkt og nefnt er í lið 9.

11.
Er veitingaaðstaða og sala margþætt?

Svar:
Í framtíðinni er hugsunin sú. Til að byrja með yrði hún í einu húsi.

12.
Á að koma fyrir minjagripasölu?

Svar:
Já, minniháttar í gestastofu.Að auki voru rædd eftirfarandi áherslur:

Uppbygging á áningarstöðum tengdum Landmannalaugum svo sem í Grænagili og í Laugahrauni. Gera þarf ráð fyrir salernisaðstöðu víðar á svæðinu.

Ferðafélag Íslands, sem eigandi núverandi skálans í Laugunum, eigi að hafa rétt til nýtingar á skálanum til gistinga og fyrir svæði honum tengdu fyrir tjaldsvæði. Umræður urðu um það með hvaða hætti það yrði gert og hugnaðist mönnum best ef skálasvæðið undir hrauninu yrði sett undir víkjandi skilmála í skipulagi. Þó verði gert ráð fyrir framtíðaraðstöðu Ferðafélagsins við Námshraun eins og áherslur segi til um.

Setja þarf verndarákvæði í skipulagið vegna þeirra minja sem á svæðinu eru og undirstrika sögulegt mikilvægi þeirra.

Taka þarf tillit til öryggisáætlana gagnvart ofanflóðum og eldsumbrotum. Hafa Hamfaraáætlun til staðar í skipulagi og vísa í rýmingaráætlun.

Rætt var um möguleika til nýtingar jarðhita til raforkuframleiðslu og til húshitunar. Skoða þarf með hvaða hætti þeir möguleikar væru.

Kanna þarf hvort einhverjar mælingar liggi fyrir á svæðinu m.t.t. vatnasvæðis og veðurfars.
Næsti fundur er áformaður þann 2. mars klukkan 9.30 í fundarsal Rangárþings ytra á Hellu.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?