Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Rangárþingi ytra árið 2023

Reglur um afslátt af fasteignaskatti og fráveitu- og rotþróargjaldi til elli- og örorkulífeyrisþega í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra.

1. gr. 

Fasteignaskattur og fráveitu- og rotþróargjald af íbúðarhúsnæði í eigu tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega í sveitarfélaginu Rangárþing ytra sem þeir nýta sjálfir, skal lækkaður eða felldur niður samkvæmt heimild í 4.mgr. 5.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

2. gr. 

Til að njóta afsláttar þarf að uppfylla annað hvort:

a) vera 67 ára á næsta ári á undan álagningarári eða

b) hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir 1. janúar 2022.

Afslátturinn nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi sannanlega býr í.

Rangárþing ytra sækir upplýsingar við útreikning afsláttar í upplýsingakerfi ríkisskattstjóra. Ekki er þörf á að sækja um afsláttinn til sveitarfélagsins nema samkvæmt 4. gr. hér að neðan.

3.gr.

Niðurfelling eða lækkun miðar við allar skattskyldar tekjur þ.m.t. fjármagnstekjur ársins 2021 eins og þær eru samkvæmt skattframtali 2022, endurskoðað í ágúst miðað við tekjur 2022 samkvæmt skattframtali 2023. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

a) Ef um er að ræða einstaklinga;

- með brúttótekjur undir kr. 3.729.600 getur niðurfelling orðið 100%

- með brúttótekjur milli 3.729.601 – 4.311.900 kr. getur niðurfelling orðið 75%

- með brúttótekjur milli 4.311.901 – 4.924.700 kr. getur niðurfelling orðið 50%

- með brúttótekjur milli 4.924.701 – 5.545.900 kr. getur niðurfelling orðið 25%

 

b) Ef um er að ræða hjón;

- með brúttótekjur undir 5.558.300 kr., getur niðurfelling orðið 100%

- með brúttótekjur milli 5.558.301 – 6.408.200 kr. getur niðurfelling orðið 75%

- með brúttótekjur milli 6.408.201 – 7.248.400 kr. getur niðurfelling orðið 50%

- með brúttótekjur milli 7.248.401 – 8.109.400 kr. getur niðurfelling orðið 25%

Viðmiðunartekjurnar eru heildartekjur umsækjanda, þ.e tekjur sem mynda álagningarstofn tekjuskatts- útsvars og fjármagnstekjuskatts eins og þessar tekjur voru næsta ári á undan álagningarári.

4. gr.

Við fráfall maka/sambýlismanns tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega er eftirlifandi maka með tekjur allt að 6.254.500 krónur á ári heimilt að sækja um sérstakan afslátt af fasteignaskatti og fráveitu- og rotþróargjaldi af húsnæði sem hann býr í. Tekjuviðmið eru þau sömu og í 2.gr. um tekjuviðmið.

Jón G Valgeirsson
sveitarstjóri Rangárþings ytra

Álagningarprósentur má nálgast sem prentanlegt skjal hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?