Gjaldskrá jarðvegsnámu í landi Gaddstaða

Jarðvegsnáma í landi Gaddstaða í Rangárþingi ytra

Upphaflega er gjald reiknað skv. byggingavísitölu. 356,3

Auglýsing

Gjaldskrá uppreiknuð  1.1 2019 skv. byggingavísitölu 712,1

Efnistaka, þ.e. sandnám, er heimilt í landi Gaddstaða í Rangárþingi ytra í sandnámu sem opnuð hefur verið sérstaklega til þessara nota.

Þeir sem hyggjast fá þar efni til uppfyllingar eða annarra nota, skulu hafa samband við starfsmenn Þjónustumiðstöðvar og tilgreina áætlað magn í rúmmetrum sem fyrirhugað er að sækja. 

Efnisgjald er eftirfarandi:

Fyrsta hlass                  kr. 5.384,-   innifalið allt að 10 rúmm.                     

Fyrir viðbótarmagn     kr.    136,-  fyrir hvern rúmm.                                  

Framangreind gjöld breytast 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingar á byggingavísitölu en skulu þó ekki verða lægri en að framan greinir. 

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra hafa eftirlit með námusvæðinu og fylgja ber fyrirmælum þeirra um efnistökustað hverju sinni og um alla umgengni um svæðið.

Geymsla véla eða annars búnaðar á svæðinu er ekki heimil nema með leyfi starfsmanna Þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra.  Sérstaklega skal tekið tillit til þess í allri umferð um svæðið, að í sama landi fer fram uppgræðsla "Aldamótaskóga" á vegum Skógræktarfélags Íslands.  Umferð um svæðið er ekki heimil utan vegar að efnistökusvæðinu.  Eftir að tilgreindri efnistöku er lokið, skal ganga vel frá námusvæðinu.

Skilyrði fyrir heimild til efnistöku skv. framangreindum ákvæðum er að farið verði í einu og öllu eftir þeim og fyrirmælum starfsmanna Þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra.

Samþykkt á fundi hreppsnefndar Rangárvallahrepps þ. 31. janúar 2002 og auglýst í "Búkollu" og á venjulegum auglýsingastöðum sveitarstjórnarinnar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?