Rangárþing ytra hefur opnað bókhald sveitarfélagsins í þeim tilgangi að auka aðgengi að fjárhagsupplýsingum og skýra með myndrænum og einföldum hætti ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins.
Gögn eru birt árlega að loknu uppgjöri ársins. Allar tölur eru birtar með fyrirvara um kerfisvillur.
Í fyrsta flipanum (í stikunni neðst) er hægt að skoða rekstrarniðurtöðu niður á einstaka málaflokka og deildir og niður á mánuði.
Í næsta flipa er hægt að skoða skiptingu tekna niður á málaflokka og deildir og skiptingu skatttekna.
Í síðasta flipanum er hægt að skoða rekstrargjöld eftir málflokkum og deildum, skiptingu gjaldaliða og stærstu birgja.
Gögn eru birt aftur til ársins 2020.
Fyrirspurnum og athugasemdum má beina til skrifstofu Rangárþings ytra á netfangið ry@ry.is
Smellið á örina í hægra horni myndarinnar til að stækka hana.