Á hreppsnefndarfundi 11.október 2012 var samþykkt að nýta sér heimildir i lögum með að skipa ekki í byggingarnefnd en fela Skipulags-og byggingarfulltrúa fullnaðarafgreiðslu á byggingarmálum þess í stað sbr. bókun hreppsnefndar:

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falin fullnaðarafgreiðsla erinda á sviði byggingarmála sem eru í samræmi við viðeigandi skipulag. Ef vafi leikur á hvort umsókn samræmist skipulagi tiltekins svæðis þá verður erindið lagt fyrir skipulagsnefnd. Mánaðarlega verða afgreiðslur byggingarfulltrúa teknar saman og kynntar fulltrúum skipulagsnefndar.

Haraldur Birgir Haraldsson er skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra.  Starfsstöð hans er á skrifstofu sveitarfélagsins við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu. Skrifstofan er opin frá kl. 9-15 mánudaga-fimmtudaga og 9-13 á föstudögum.  Sími á skrifstofu er 488 7000 og tölvupóstfang skipulags- og byggingarfulltrúa er birgir@ry.is.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?