Reglur um garðslátt fyrir ellilífeyris- og örorkulífeyrisþega í Rangárþingi ytra

1.gr - Markmið
Markmið með þjónustunni er að aðstoða ellilífeyris- og örorkulífeyrisþega sem ekki geta hjálparlaust hirt lóðir sínar.

2.gr - Réttur til nýtingu þjónustu
Rétt til nýtingu þjónustunnar eiga ellilífeyris- og örorkulífeyrisþegar með lögheimili í Rangárþingi ytra, sem hafa fasta búsetu og lögheimli í íbúðarhúsnæðinu sem þjónustunnar er óskað. Þjónustan er eingöngu veitt þar sem allir heimilismenn eru ellilífeyris- eða örorkulífeyrisþegar.

 

3.gr - Þjónustulýsing
Þjónusta er veitt allt að þrisvar sinnum á tímabilinu 1. júní til 20. ágúst ár hvert. Þjónusta felst í því að grasflatir innan skilgreindra lóðarmarka (þó að hámarki 1000 m2) eru slegnar og garðúrgangur sem fellur til við slátt er hirtur. Ekki er boðið uppá önnur garðyrkjustörf. Garðflatir skulu vera aðgengilegar fyrir slátt. Ef um fjöleignarhúsi er að ræða er garðurinn sleginn í hlutfalli við eignarhlut viðkomandi. Þ.e. ef eignarhluturinn er 1/3 af húsinu þá á viðkomandi rétt á garðslætti einu sinni á fyrrgreindu tímabili.

4.gr - Stjórn og yfirumsjón
Beiðni um slátt skal berast skrifstofu Rangárþings ytra s: 488-7000 eða á netfangið ry@ry.is. Þjónustumiðstöð ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd þjónustunnar.

 

5.gr - Gjaldskrá
Þjónustan er ellilífeyris- og örorkulífeyrisþegum að kostnaðarlausu.

 

Samþykkt í sveitarstjórn Rangárþings ytra 9. september 2021.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?