Laugalandsskóli auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra

Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra í Laugalandsskóla, staðan er laus strax eða eftir samkomulagi.


Í Laugalandsskóla stunda um 100 nemendur nám. Einkunnarorð skólans eru samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi og lögð er áhersla á sjálfstæð og gagnrýnin vinnubrögð nemenda með sérstaka áherslu á félagsþroska í góðri samvinnu við foreldra.

Leitað er að framsæknum einstaklingi sem hefur færni til að leiða starfsemi skólans í öflugu stjórnendateymi. Aðstoðarskólastjóri gegnir mikilvægu hlutverki í að móta góðan skólabrag og samstarfsvettvang skóla og samfélags. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á skólastarfi, skólaþróun og skólastjórnun. Aðstoðarskólastjóri tekur þátt í mótun framtíðarstefnu skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð

Ábyrgð á rekstri skólans og þróunarvinnu í samvinnu við skólastjóra
Forysta um mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans
Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við nemendur, foreldra, kennara og annað fagfólk
Umsjón og skipulagning á innra starfi skólans og starfsmannamálum í samvinnu við stjórnendateymi.
Vera staðgengill skólastjóra


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari og kennslureynsla í grunnskóla er skilyrði
  • Frumkvæði, leiðtogahæfni og góðir stjórnunarhæfileikar
  • Faglegur metnaður og áhugi á að starfa með börnum
  • Reynsla á sviði stjórnunar æskileg
  • Góð samskiptahæfni
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Færni til að miðla upplýsingum og góðir skipulagshæfileikar
  • Góð íslenskukunnátta

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Skólastjórafélags Íslands. Nánari upplýsingar veitir Jónas Bergmann Magnússon skólastjóri í síma 8699010.
Umsóknarfrestur er til og með 17. maí og skal senda umsóknir ásamt starfsferilskrá í tölvupósti á netfang skólastjóra; jonas@laugaland.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?