13. fundur 19. ágúst 2015 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Formaður setti fund og bar fram tillögu um að bæta við lið 14. Umhverfisnefnd - 8 fundur. Það var samþykkt samhljóða. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 1 og 2.

1.Rekstraryfirlit 17082015

1508020

Yfirlit um rekstur janúar-júlí
Lagt fram yfirlit um laun til loka júlí 2015 ásamt samanburði við fjárhagsáætlun, innheimtar skatttekjur í samanburði við fjárhagsáætlun og lausafjárstöðu 17.08.2015.



Fram kom að yfirdráttarheimild sem sveitarfélagið hefur haft í Arionbanka fellur út núna í lok ágústmánuðar. Tillaga um að fela sveitarstjóra að sækja um framlengingu á núverandi yfirdráttarheimild sveitarfélagsins hjá Arionbanka til eins árs.



Samþykkt samhljóða

2.Markaðs- og kynningarmál

1505023

Umsækjendur um starf markaðs- og kynningarfulltrúa
Umsóknarfrestur um starf markaðs- og kynningarfulltrúa rann út þann 5. ágúst sl. og bárust 23 umsóknir. Tillaga um að listi yfir umsækjendur verði nú birtur á heimasíðu sveitarfélagsins og sveitarstjóra ásamt Sólrúnu Helgu Guðmundsdóttur og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur verði falið að vinna úr umsóknum, skipuleggja og taka viðtöl við umsækjendur og undirbúa tillögu um ráðningu fyrir næsta sveitarstjórnarfund.



Samþykkt samhljóða

3.Fjölgun í leikskólum

1508028

Aukið rými fyrir Heklukot og sérstakar heimildir leikskólastjóra
3.1 Tímabundnar reglur vegna vöntunar á menntuðum leikskólakennurum til starfa á leikskólum Rangárþings ytra



Vegna núverandi erfiðleika við að fá menntaða leikskólakennara til starfa á leikskólum sveitarfélagsins er leikskólastjórum heimilt að greiða sérstaka tímabundna flutningsstyrki. Greiðslur af þessu tagi greiðast af viðkomandi leikskóla og bókfærast sem kostnaður í rekstri hans. Þessar heimildir eru eingöngu hugsaðar í þeim tilvikum þar sem leikskólastjóri telur þær nauðsynlegar til að geta mannað stöður innan leikskólans og ber að gera ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun leikskólans.



Leikskólastjóra er heimilt að greiða sérstaka tímabundna flutningsstyrki skv. eftirfarandi reglum:

a. Flutningsstyrki má einvörðungu greiða til menntaðra leikskólakennara.

b. Viðkomandi leikskólakennari þarf að vera ráðinn í fullt starf hjá leikskólanum

c. Flutningsstyrkur er í formi niðurgreiðslu á húsaleigu í húsnæði sveitarfélagsins og má aldrei nema meira en 50% af raunleigu á hverjum tíma eða að hámarki 35.000 kr.

d. Ekki verður greiddur annar húsnæðisstyrkur en hér á undan greinir.

e. Niðurgreiðsla af þessu tagi getur orðið lengst til 2 ára.

f. Reglur þessar gilda frá og með 1. ágúst 2015 og til og með 31. desember 2017.



Samþykkt samhljóða





3.2 Aukið rými fyrir Heklukot

Málinu vísað til fræðslunefndar til frekari umfjöllunar.

4.Námsefnisbankinn ósk um styrk

1507019

Tillaga um að vísa málinu til fræðslunefndar til umsagnar.



Samþykkt samhljóða

5.Ósk um styrk á móti fasteignagjöldum - Árbæjarkirkja

1508027

Sóknarnefnd Árbæjarkirkju
Sóknarnefnd Árbæjarkirkju er veittur styrkur til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2015 með því skilyrði að engin starfsemi sem rekin er í ágóðaskyni fari fram í húsnæðinu, s.s.leiga á húsnæðinu á samkeppnismarkaði, veitinga- eða verslunarrekstur. Umsækjanda ber að sýna fram á að engin slík starfsemi fari fram í húsinu, eða þeim hluta þess sem sótt er um styrk fyrir, og verður styrkurinn greiddur 1. september 2015 að þessum skilyrðum uppfylltum. Forsendur fyrir útgreiðslu styrks eru að umsækjandi hafi greitt að fullu allar innheimtur sveitarfélagsins vegna fasteignagjalda og tengdra gjalda.



Samþykkt samhljóða

6.Tónkjallarinn - ósk um samstarf

1507001

Vegna Tónsmiðju Suðurlands
Tillaga um að hafna erindinu og vísa til þess að sveitarfélagið rekur Tónlistarskóla Rangæinga ásamt með nágrannasveitarfélögum.



Samþykkt samhljóða

7.Ljósmyndasýning Þykkvabæ

1508012

Ósk um styrk á móti húsaleigu vegna ljósmyndasýningar hjá Kvenfélaginu Sigurvon
Tillaga um að veita kvenfélaginu Sigurvon styrk á móti húsaleigu í Þykkvabæjarskóla til að halda ljósmyndasýningu.



Samþykkt samhljóða

8.Hugmyndagáttin júlí 2015

1507016

Frágangur á götu
Borist höfðu ábendingar í hugmyndagáttina um frágang götu og ásýnd og aðgengi á Hellu. Sveitarstjóra falið að bregðast við eða koma ábendingum á framfæri við forstöðumenn viðeigandi stofnana og/eða viðeigandi formenn nefnda sveitarfélagsins

9.Þátttaka í Útsvari

1508029

Spurningaþátturinn Útsvar á RÚV
Sveitarfélaginu hefur verið boðin þátttaka í sjónvarpsþættinum Útsvari. Byggðarráð fagnar því að sveitarfélaginu hafi verið boðið að taka þátt og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.



Samþykkt samhljóða

10.Til umsagnar 788.mál

1507005

Frumvarp til laga um húsnæðisbætur
Lagt fram til kynningar

11.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi - Hótel Hella

1508013

Vegna veitingahúss
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða

12.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 5

1508007

Fundargerð frá 10082015
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.





12.1 Styrkvegaframkvæmdir



Byggðarráð staðfestir niðurstöðu Samgöngu- og fjarskiptanefndar.

Fylgiskjöl:

13.Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84

1507001

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Skipulagsnefnd leggur til að sótt verði um undanþágu til ráðuneytis um að fjarlægð frá miðlínu Suðurlandsvegar að byggingarreitum verði allt að 50 metrar, á þeim forsendum að uppfylltar verði hljóðvistarkröfur og að þeim verði gerð skil á breyttu deiliskipulagi. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Skipulagsnefnd telur að áformuð staðsetning henti vel til vindorkuframleiðslu og jafnvel til frekari iðnaðaráforma. Vinna við umhverfismat er á lokastigi. Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til áframhaldandi skipulagsgerðar og leggur til að sveitarstjórn skipi sérstaka nefnd til að meta og fjalla um þær áherslur sem liggja fyrir í vindorkumálum og þá með hvaða hætti skipulagsmálum verði háttað með slík mál.
    Skipulagsnefnd leggur til að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem iðnaðarsvæði til vindorkuframleiðslu verði skipulögð á tilteknu svæði.
    Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Skipulagsnefnd fagnar áhuga umsækjanda um áformaðan rekstur á svæðinu. Nefndin leggur þó til að skoðaður verði möguleiki á að reksturinn fari frekar fram á svæðinu rétt vestan við umrædda staðsetningu, nær Gaddstaðaveginum. Gera þarf breytingar á aðalskipulagi samhliða vinnu við deiliskipulag í báðum tilfellum. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Skipulagsnefnd telur að meginskilmálar í deiliskipulagi breytist ekki við umsótta breytingu á starfsleyfi. Nefndin telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í meðfylgjandi greinargerð frá Matorku. Umhverfi fiskeldisstöðvarinnar mun ekkert breytast með umræddri breytingu á starfsleyfi, gerð er fullnægjandi grein fyrir mótvægisaðgerðum og vöktun með mengandi áhrifum er fullnægt. Nefndin telur því að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Áréttað er að deiliskipulagsbreytingin tekur til lóðarinnar Svínhagi SH-17, landnr. 218364 eins og hún er afmörkuð í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og í þinglýstum gögnum. Eðli málsins samkvæmt verður skipulagsnefnd að leggja hina opinberu skráningu til grundvallar við meðferð skipulagstillögunnar. Þá er rétt að líta til þess að fyrir liggur óáfrýjaður dómur Héraðsdóms Suðurlands frá 18. október 2010 í máli nr. E-189/2010 um landamerki milli Selsunds og Svínhaga. Í málinu voru eigendur landspildna úr jörðinni Svínhaga sýknaðir af dómkröfum eigenda Selsunds.
    Skipulagsnefnd tekur að öðru leyti enga afstöðu til þess ágreinings sem er uppi meðal landeigenda á svæðinu. Allar framkvæmdir á grundvelli deiliskipulagsins eru á ábyrgð eigenda lóðarinnar Svínhaga SH-17, landnr. 218364 en þeim er kunnugt um sjónarmið eigenda Selsunds í málinu.
    Skipulagsnefnd hafnar því að deiliskipulagstillagan sé í andstöðu við aðalskipulag á svæðinu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
    Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Skipulagsnefnd telur að umrædd færsla á aðkomu að lóðinni hafi engin áhrif á meginatriði tillögunnar. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 þar sem efnistökusvæði í Merkurhrauni verður skilgreint sem slíkt. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Skipulagsnefnd frestar erindinu þar sem umsögn Fiskistofu hefur ekki borist. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar en felur jafnframt skipulagsfulltrúa að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 þar sem landnotkun svæðisins verði færð úr landbúnaðarnotum í frístundasvæði. Nefndin telur að fallið skuli frá lýsingu þar sem stefna verður skilgreind í aðalskipulagi samhliða gerð deiliskipulagsins. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Skipulagsnefnd telur að leggja þurfi fram deiliskipulag af svæðinu til að unnt sé að veita byggingarleyfi. Skipulagsfulltrúa er því falið að vinna áfram að málinu með umsækjanda. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi byggingaráform og telur að svartur litur á sumarhúsum á Íslandi sé hluti af jarðarlitum. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Þar sem vegurinn er innan þéttbýlismarka Þykkvabæjar er um 50 km hámarskshraða að ræða. Nefndin telur að með lækkun hraða úr 50 sé ráðist gegn hagsmunum annarra íbúa við veginn.
    Nefndin leggur því til að athugað verði hjá Vegagerð ríkisins með uppsetningu á þrengingum sem settar verði tímabundið og með þeim kannað hvort ástand breytist til batnaðar.
    Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar
  • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 84 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar

14.Umhverfisnefnd - 8

1508030

Fundargerð frá 04082015
Fundargerðin er lögð fram til kynningar

15.Lundur stjórnarfundur 12

1508002

Fundargerð frá 22062015
Lagt fram til kynningar

16.Lundur stjórnarfundur 13

1508001

Fundargerð frá 05082015
Lagt fram til kynningar

17.Samband Íslenskra Sveitarfélaga 829 fundur

1508003

Fundargerð frá 03072015
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

18.241. stjórnarfundur Sorpstöð Suðurlands

1508005

Fundargerð frá 22062015
Lagt fram til kynningar

19.SASS - 496 stjórn

1508015

Fundargerð frá 07082015
Lagt fram til kynningar

20.HES - stjórnarfundur 166

1508016

Fundargerð frá 03072015
Lagt fram til kynnningar

21.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 167

1508021

Fundargerð frá 08072015
Lagt fram til kynningar

22.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 168

1508019

Fundargerð frá 28072015

23.Stjórn þjónustusvæðis fyrir fatlaða - 14 fundur

1508025

Fundargerð frá 12082015
Lagt fram til kynningar

24.Samband Íslenskra Sveitarfélaga - evrópusamstarf

1508004

Sjálfstjórn og lýðræði í Evrópskum sveitarfélögum
Lagt fram til kynningar

25.Hvammsvirkjun færð í nýtingarflokk - gögn og staða mála

1507015

Bréf til skipulagsstofnunar um umhverfismat
Lagt fram til kynningar

26.Þjóðarsáttmáli um læsi

1508017

Frá Mennta- og menningarmálaráðherra
Tillaga um að undirritun menntmálaráðherra og sveitarfélagsins á þjóðarsáttmála um læsi fari fram í Odda á Rangárvöllum - því forna menningar- og skólasetri.



Samþykkt samhljóða

27.Fasteignamat 2016

1508023

Frá Þjóðskrá Íslands
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?