25. fundur 18. júlí 2016 kl. 11:00 - 11:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 43

1607001

Fundargerð frá 15072016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 95

1606008

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 95 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

    Niðurstaða byggðarráðs:
    Tillaga um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 95 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við lýsinguna. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.

    Niðurstaða byggðarráðs:
    Tillaga um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 95 Skipulagsnefnd telur að skýrsluhöfundur þurfi að samræma niðurstöður sínar fyrir bæði sveitarfélögin áður en hægt verður að taka ákvörðun. Samkvæmt framlögðum skýrslum höfundar kemur fram skörun í fjarsvæði vatnsverndar eins og afmörkun þeirra er lögð fram í skýrslunum. Nefndin leggur því til að afgreiðslu verði frestað þar til samræmt álit ÍSOR liggur fyrir. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að skýrsluhöfundur þurfi að samræma niðurstöður sínar fyrir bæði sveitarfélögin áður en hægt verður að taka ákvörðun. Samkvæmt framlögðum skýrslum höfundar kemur fram skörun í fjarsvæði vatnsverndar eins og afmörkun þeirra er lögð fram í skýrslunum. Nefndin leggur því til að afgreiðslu verði frestað þar til samræmt álit ÍSOR liggur fyrir.

    Niðurstaða byggðarráðs:
    Tillaga um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 95 Skipulagsnefnd fagnar niðurstöðu rannsóknarinnar. Nefndin telur þó að úrlausnir vanti frá umsækjanda varðandi frágang á úrgangi frá fyrirhuguðu alifuglaeldi, sem nefndin telur nauðsynlegt að sett verði inní greinargerð deiliskipulagsins, og leggur til að afgreiðslu verði frestað þar til umsögn liggur fyrir frá Heilbrigðiseftirliti um framkvæmd förgunar á úrgangi ásamt því að kallað verði eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits vegna niðurstöðu skýrslunnar frá Vatnsveitu. Bókun fundar Skipulagsnefnd fagnar niðurstöðu rannsóknarinnar. Nefndin telur þó að úrlausnir vanti frá umsækjanda varðandi frágang á úrgangi frá fyrirhuguðu alifuglaeldi, sem nefndin telur nauðsynlegt að sett verði inní greinargerð deiliskipulagsins, og leggur til að afgreiðslu verði frestað þar til umsögn liggur fyrir frá Heilbrigðiseftirliti um framkvæmd förgunar á úrgangi ásamt því að kallað verði eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits vegna niðurstöðu skýrslunnar frá Vatnsveitu.

    Niðurstaða byggðarráðs:
    Tillaga um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 95 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu en telur að auglýsa eigi tillöguna að nýju í ljósi breyttra áherslna í greinargerð. Einnig verður að taka mið af niðurstöðu Skipulagsstofnunar vegna tilkynningar sem lúta að mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu en telur að auglýsa eigi tillöguna að nýju í ljósi breyttra áherslna í greinargerð. Einnig verður að taka mið af niðurstöðu Skipulagsstofnunar vegna tilkynningar sem lúta að mati á umhverfisáhrifum.

    Niðurstaða byggðarráðs:
    Tillaga um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 95 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að eftir að lýsing hefur verið kynnt umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun skuli haldin kynning á opnum fundi áður en eiginleg tillaga lýtur dagsins ljós. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að eftir að lýsing hefur verið kynnt umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun skuli haldin kynning á opnum fundi áður en eiginleg tillaga lýtur dagsins ljós.

    Niðurstaða byggðarráðs:
    Tillaga um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 95 Skipulagsnefnd telur að afmörkun svæðisins í texta greinargerðar þurfi að vera nákvæmari og í samræmi við afmörkun á uppdrætti. Að öðru leyti samþykkir nefndin fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að afmörkun svæðisins í texta greinargerðar þurfi að vera nákvæmari og í samræmi við afmörkun á uppdrætti. Að öðru leyti samþykkir nefndin fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Niðurstaða byggðarráðs:
    Tillaga um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 95 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeiganda og samþykkir framlagða tillögu með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar fyrir nýrri tengingu inná Árbæjarveginn. Í ljósi þess að fyrirhuguð áform hafa engin áhrif á aðra en sveitarfélagið og umsækjendur að þá verði meðferð eins og um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsfulltrúa verði því falið að auglýsa breytinguna þegar jákvæð umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeiganda og samþykkir framlagða tillögu með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar fyrir nýrri tengingu inná Árbæjarveginn. Í ljósi þess að fyrirhuguð áform hafa engin áhrif á aðra en sveitarfélagið og umsækjendur að þá verði meðferð eins og um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsfulltrúa verði því falið að auglýsa breytinguna þegar jákvæð umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir.

    Niðurstaða byggðarráðs:
    Tillaga um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 95 Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur jafnframt skipulagsfulltrúa samhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 þar sem umrætt svæði verði gert að þjónustusvæði í stað landbúnaðar núna. Umrædd breyting verði ekki hluti af vinnu við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulagsins. Bókun fundar Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur jafnframt skipulagsfulltrúa samhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 þar sem umrætt svæði verði gert að þjónustusvæði í stað landbúnaðar núna. Umrædd breyting verði ekki hluti af vinnu við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulagsins.

    Niðurstaða byggðarráðs:
    Tillaga um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 95 Skipulagsnefnd samþykkir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi spilda verði felld úr frístundanotkun og sett í landbúnaðarnotkun að nýju. Umrædd breyting verði sett inní vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins sem nú er í gangi. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi spilda verði felld úr frístundanotkun og sett í landbúnaðarnotkun að nýju. Umrædd breyting verði sett inní vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins sem nú er í gangi.

    Niðurstaða byggðarráðs:
    Tillaga um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 95 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda.

    Niðurstaða byggðarráðs:
    Tillaga um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 95 Niðurstaða fundarins með Vegagerðinni var á þá leið að Vegagerðin mun koma fyrir merkingum og þrengingum til að draga úr hraða á umræddu svæði.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Niðurstaða fundarins með Vegagerðinni var á þá leið að Vegagerðin mun koma fyrir merkingum og þrengingum til að draga úr hraða á umræddu svæði.
    Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 95 Niðurstaða fundarins með Vegagerðinni var á þá leið að sveitarfélagið mun koma fyrir færanlegum hraðahindrunum og merkingum við Stóra Rimakot.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Niðurstaða fundarins með Vegagerðinni var á þá leið að sveitarfélagið mun koma fyrir færanlegum hraðahindrunum og merkingum við Stóra Rimakot.
    Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 95 Samkvæmt áliti Vegagerðarinnar er ekki talið forsvaranlegt að þvera umræddan veg fyrir hestaumferð. Reiðleiðin verði því ekki samþykkt nema hún liggi sömu megin vegar alla leið og að samþykki allra aðliggjandi landeigenda liggi fyrir.
    Skipulagsnefnd tekur undir álit Vegagerðarinnar og frestar því afgreiðslu erindisins þar til samþykki landeigenda liggur fyrir.
    Bókun fundar Samkvæmt áliti Vegagerðarinnar er ekki talið forsvaranlegt að þvera umræddan veg fyrir hestaumferð. Reiðleiðin verði því ekki samþykkt nema hún liggi sömu megin vegar alla leið og að samþykki allra aðliggjandi landeigenda liggi fyrir.
    Skipulagsnefnd tekur undir álit Vegagerðarinnar og frestar því afgreiðslu erindisins þar til samþykki landeigenda liggur fyrir.

    Niðurstaða byggðarráðs:
    Tillaga um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

3.Rekstraryfirlit 14072016

1607006

Yfirlit um rekstur jan-júní
Lagt fram yfirlit um launakostnað, tekjur, og rekstur málaflokka janúar-júní 2016.

4.Ábendingar til ferðamanna

1607003

Gerð skilta og bæklinga til þess að sporna við næturdvöl húsbíla og tjalda innan þéttbýlis utan merktra svæða.
Tillaga um að koma upp snyrtilegum merkingum við helstu staði innan þéttbýlisins á Hellu með ábendingum til þeirra sem leggja húsbílum sínum til næturdvalar á röngum stað. Jafnframt verði tiltækir bæklingar um næstu tjaldsvæði sem starfsmenn sveitarfélagsins og íbúar geta dreift til viðkomandi aðila á staðnum. Tilraun verði gerð með þetta það sem eftir lifir sumars.



Samþykkt samhljóða.

5.Kauptilboð - Gaddstaðalóð 1

1607005

Staðfest kauptilboð í frístundalóð.
Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni. Verð er skv. áður samþykktu viðmiði fyrir lóðir í eigu sveitarfélagsins.



Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?