1. fundur 19. júlí 2023 kl. 16:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir formaður
  • Jón Ragnar Björnsson aðalmaður
  • Hanna Valdís Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Arndís Þórðardóttir aðalmaður
  • Fjóla Kristín B. Blandon aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa 2022-2026

2208122

Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa frá síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.

2.Menningarsjóður - fyrri úthlutun

2307036

Ein umsókn barst í Menningarsjóð Rangárþings ytra.
Lagt er til að styrkja Leikfélag Rangæinga um 250.000 kr gegn því að leiksýning verði sett upp.

Tilkynnt verður um styrkúthlutun á Töðugjöldum 2023.

3.Erindi frá íbúum vegna breytinga á litaskiptingu fyrir Töðugjöld

2307035

Erindi frá íbúum í Ártúni, Nestúni, Seltúni, Lundi, Nes og hluta af Þrúðvangi eru mjög ósátt með þá litabreytingu sem ákveðin var fyrir Töðugjöld 2023.
Nefndin þakkar íbúum fyrir sýndan áhuga. Ákvörðunin var tekin í vor (8. maí) eftir að kallað var eftir samtali á miðlum sveitarfélagsins vegna þess að hverfið þótti orðið of stórt. Mat nefndin það sem svo að íbúar væru reiðubúnir í breytingar. Það er mjög mikilvægt að íbúar taki þátt í umræðum þegar kallað er eftir þeim. Nú þegar eru einhverjir farnir að undirbúa skreytingar í svörtum og hvítum litum. Nefndin leggur til að halda litaskiptingunni óbreyttri en til þess að koma til móts við íbúa þá er eðlilegt að hverfið taki nokkur ár í aðlögun og þeir íbúar sem hafa skreytt í appelsínugulum og grænum litum haldi því áfram en blandi svörtum og hvítum við með tíð og tíma.

4.Ljósmyndir úr héraði

2307037

Lagt er til að auglýsa eftir myndefni í formi mynda og myndbanda af ákveðnum svæðum í sveitarfélaginu gegn greiðslu.
Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að auglýsa eftir myndum og myndskeiðum.

5.Erindisbréf markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefndar

2307034

Nýtt erindisbréf nefndarinnar lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?