23. fundur 13. desember 2023 kl. 08:15 - 11:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Viðar M. Þorsteinsson varamaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
BG benti á að eðlilegra væri að taka fyrir gjaldskrár Rangárljóss og Vatnsveitu áður en fjárhagsáætlanir viðkomandi aðila væru teknar fyrir. Lagt til að afgreiðsla liða 22 og 24 verði tekin fyrir á undan viðkomandi fjárhagsáætlunum.

Samþykkt samhljóða.

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2301081

Sveitarstjóri fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda.
Fylgiskjöl:

2.Leyfi frá störfum í sveitarstjórn

2312014

Beiðni um leyfi frá störfum í sveitarstjórn og breytingar á nefndaskipun.
Lögð fram beiðni Erlu Sigríðar Sigurðardóttur um ótímabundið leyfi í sveitarstjórn.
Lagt til að beiðnin sé samþykkt og Viðar M. Þorsteinsson taki sæti hennar sem aðalmaður.

Jafnframt eru lagðar til eftirtaldar breytingar á nefndarskipar vegna leyfis Erlu Sigríðar.
Héraðsnefnd:
Aðalmaður Þórunn Dís Þórunnardóttir, Viðar Þorsteinsson til vara
Oddi bs:
Viðar Þorsteinsson til vara
Heilsu- íþrótta- og tómstundanefnd:
Viðar Þorsteinsson formaður, Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður, Fjóla Kristín B.
Blandon til vara.
Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu:
Þórunn Dís Þórunnardóttir til vara.
Almannavarnarnefnd:
Eggert Valur Guðmundsson til vara.

Samþykkt samhljóða.

3.Húsnæðisáætlun 2024

2311044

Lagt til að húsnæðisáætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2024 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

4.Dagdvöl fyrir heilabilaða

2309052

Lagðar fram upplýsingar frá Félags- og skólaþjónustunni um áætlaðan fjölda í heimahúsum með heilabilun og bókun stjórnar Lundar varðandi möguleika að veita dagdvalarþjónustu fyrir heilabilaða þar.

Lagt til að taka undir bókun stjórnar Lundar um að hjúkrunarforstjóri kanni þá möguleika á að ríkið komi að rekstri dagdvalarrýma fyrir heilabilaða. Sveitarstjóra falið að vinna málið með hjúkrunarforstjóra.

IPG, EÞI, MHG og BG tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

Bókun D-lista:
Fulltrúar D-lista sendu inn ósk um að þetta mál yrði tekið til umræðu á þessum fundi og fagna því að það sé hér á dagskrá.
Fulltrúar D-lista telja þetta mjög mikilvægt mál, enda hluti af stefnuskrá listans, og lýsa yfir fullum stuðningi og vilja til að vinna að því að komið verði upp dagdvöl fyrir fólk með heilabilun og tengda sjúkdóma í sveitarfélaginu sem fyrst. Þessi þjónusta er afar mikilvæg í samfélagi þar sem meðalaldur er sífellt að hækka og þörfin fyrir úrræði sem þetta að aukast. Um er að ræða þjónustu sem er algjört lífsgæðamál, bæði fyrir skjólstæðinga og aðstandendur þeirra.
Miðað við þau svör sem komið hafa fram hjá hjúkrunarforstjóra Lundar ætti að vera hægt að hefja aukna starfsemi dagdvalar á Lundi strax í upphafi næsta árs til bráðabirgða. Fulltrúar D-lista telja brýnt að þegar á næsta ári verði fundin lausn til framtíðar þar sem dagdvalarþjónusta fyrir fólk með heilabilun yrði rekin í húsnæði í nágrenni við hjúkrunar- og dvalarheimilið Lund. Með því móti gæti stoðþjónusta nýst, s.s. mötuneyti, sjúkraþjálfun og aðstaða fyrir handverk.
Rekstrarstaða sveitarfélagsins er góð og horfur mjög vel viðunandi. Því er til staðar rými til að hefja starfsemina strax á næsta ári. Fulltrúar D-lista leggja áherslu á að hratt og vel verði unnið að því að undirbúa úrræðið í samstarfi við hjúkrunarforstjóra Lundar og heilbrigðisráðuneytið.
IPG, EÞI, BG.

5.Endurskoðaðar samþykktir SOS

2311013

Fyrri umræða.
Breytingar á samþykktum Sorpstöðvar Suðurlands bs. til fyrri umræðu.

Lagt til að vísa málinu til seinni umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

6.Bílaþvottaplan Ægissíðu 4

2302077

Endurnýjun á samstarfssamningi.
Lagður fram drög að leigusamningi til þriggja ára milli sveitarfélagsins og Þórhalls Ægis Þorgilssonar um afnot og rekstur á þvottaplani við Ægissíðu 4 á Hellu.

Lagt til að samþykkja samninginn og fela sveitarstjóra að undirrita hann.

BG tók til máls.

Samþykkt með fimm atkvæðum, BG situr hjá og IPG vék af fundi vegna hugsanlegs vanhæfis.

7.Endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins

2311031

Sveitarstjórn veitir Jóni G. Valgeirssyni sveitarstjóra heimild til að ganga frá endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins hjá Arion banka að hámarki 65 mkr sem gildi út árið 2024.

Samþykkt samhljóða.

8.Stækkun íþróttasvæðis á Hellu

2104028

Lagðar fram upplýsingar um útfærslu á stækkun íþróttasvæðis á Hellu þar sem m.a. er gert ráð fyrir að byggður verði gervigrasvöllur við norðurenda núverandi íþróttavallar. Jafnframt er gert ráð fyrir að útfærð verði æfingaaðstaða fyrir frjálsar íþróttir á svæðinu þar til hægt verður að byggja frjálsíþróttavöll.

Lagt til að tillagan verði samþykkt og farið verði í hönnun og gerð gervigrasvallar á Hellu á næsta ári. Samhliða verði farið í að útbúa æfingaaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir.

BG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

9.Landgræðslan. Erindi varðandi afréttargirðingar austan Tröllkonuhlaups

2311036

Lagt fram erindi frá Landgræðslunni varðandi ástand girðinga austan Tröllkonuhlaups.

Lagt til að að vísa málinu til umsagnar fjallskilanefndar Landmannaafréttar.

Samþykkt samhljóða.

10.Leigusamningur um íþróttahúsið í Þykkvabæ

2311060

Endurnýjun á leigusamningi
Lagður fram tímabundinn leigusamningur í þrjá og hálfan mánuð sumarið 2024 við Jóhönnu Lilju Þrúðmarsdóttur um íþróttahúsið í Þykkvabæ í tenglsum við rekstur tjaldsvæðisins í Þykkvabæ. Samningurinn er framlenging á fyrri samningi.

Lagt til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

11.Kvennaathvarfið. Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2024

2312005

Lögð fram beiðni Samtaka um kvennaathvarf um fjárstuðning að fjárhæð kr. 200.000 fyrir árið 2024.

Lagt til að styrkja Samtök um kvennaathvarf um kr. 50.000 og færist styrkurinn á félagsmál.

Samþykkt samhljóða.

12.Staða mála - fyrirspurnir fulltrúa D-lista

2312023

Þarfagreining á búsetuúrræðum fatlaða

Gerð auðlindastefnu og endurskoðun atvinnu- og nýsköpunarstefnu.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi fyrirspurnirnar. Upplýst er að í húsnæðisstefnu 2024 kemur fram að tveir aðilar eru á biðlista um húsnæði fyrir fatlaða hjá Bergrisanum bs. Þá er vinna við auðlindastefnu í vinnslu hjá Umhvefis-, hálendis- og samgöngunefnd og mögulega tengt vinnu við umhverfis- og loftslagsstefnu. Verkefni nýráðins byggðarþróunarfulltrúa er að vinna að skoðun á sameiginlegri atvinnustefnu fyrir Rangárvallarsýslu.

IPG og EÞI tóku til máls.

13.Beiðni fulltrúa D-listans um samantekt lögfræðikostnaðar

2312024

Lagt til að fela sveitarstjóra að taka saman umbeðnar upplýsingar fyrir næsta reglulega fund sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

14.Vottunarstofnan Tún ehf. Forkaupsréttur

2312006

Lögð fram beiðni um forkaupsrétt vegna aðilaskipta eignarhluta í Vottunarstofunni Túni ehf.

Lagt til að falla frá forkaupsrétti.

Samþykkt samhljóða.

15.Fundaáætlun 2024 -sveitarstjórn, byggðarráð, skipulags- og umf.nefnd

2311067

Lögð er fram tillaga að fundaráætlun árið 2024 fyrir sveitarstjórn, byggðarráð og skipulags- og umferðarnefnd.

Lagt til að fundaráætlun 2024 verði samþykkt en oddvitum meiri- og minnihluta ásamt sveitarstjóra verði falið að skoða tíðni funda með aukinni skilvirkni stjórnsýslu í huga.

Samþykkt samhljóða.

16.Fjárhagsáætlun Félags- og skólaþj. 2024

2312012

Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Félags- og skólaþjónustu Rangárvallar- og Vestur-Skaftafellsýslu bs. 2024.

Samþykkt samhljóða.

17.Fjárhagsáætlun Odda bs. 2024

2309076

Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir byggðasamlagið Odda bs. 2024.

Samþykkt samhljóða.

18.Fjárhagsáætlun Héraðsnefndar Rangæinga 2024

2312013

Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Héraðsnefnd Rangæinga bs. 2024.

Samþykkt samhljóða.

19.Fjárhagsáætlun 2024 - Suðurlandsvegur 1-3 hf

2311023

Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Suðurlandsveg 1-3 hf 2024.

Samþykkt samhljóða.

20.Fjárhagsáætlun Rangárljósa 2024

2311035

Tekið stutt fundarhlé.

Lagt er til að sveitarstjórn samþykki fjárhagsáæltun fyrir Rangárljós 2024.

Samþykkt samhljóða.

21.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2024

2310056

Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. 2024.

Samþykkt samhljóða.

22.Gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 2024

2312020

Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. 2024.

Samþykkt samhljóða.

23.Gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2024

2312008

Lagt er til að gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2024 verði samþykkt með þeim breytingum sem heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd lagði til um breytingar á barnagjaldi.

VMÞ tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

24.Rangárljós. Gjaldskrá 2024

2310026

Lagt er til að gjaldskrá Rangárljósa 2024 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

25.Tillögur að öðrum gjaldskrám í Rangárþingi ytra 2024

2312011

Lagt er til að fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir geymslusvæði, gjaldskrá fyrir hunda- og kattahalds, gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Rangárþingi ytra og gjaldskrá áhaldahús fyrir árið 2024 verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

26.Tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2024

2312010

Lagt er til að tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega 2024 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

27.Tillögur að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2024

2312009

Gildir frá og með 1. janúar 2024

1. Útsvar; 14,74%.

2. Fasteignaskattur;
A - 0,30% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
B - 1,32% af fasteignamati: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
C - 1,5% af fasteignamati: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.

3. Lóðarleiga; 1,0% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Þó getur sveitarstjórn ákveðið annað leiguhlutfall eða álagningu í krónutölu á hvern fermetra lóðar við sérstakar aðstæður.

4. Vatnsgjald; skv. sérstakri gjaldskrá.

5. Aukavatnsgjald skv. sérstakri gjaldskrá.

6. Tengigjöld í Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

7. Fráveitugjald á Hellu; 0,21% af fasteignamati húss og tilh. lóðar skv. sérstakri gjaldskrá.

8. Gjöld fyrir tæmingu rotþróa eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

9. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld skv. sérstakri gjaldskrá.

Gjalddagar liða nr. 2, 3, 4, 7, 8 og 9 eru 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8 og 1/9 2023. Þar sem fasteignagjöld verða samtals kr. 50.000 eða lægri skal þó aðeins vera einn gjalddagi; 1/5 2024. Einnig gefst aðilum kostur á að greiða fasteignagjöldin í einu lagi og skal gjalddagi vera eigi síðar en 1/6 2024. Eindagi er síðasti virki dagur í sama mánuði og gjalddagi.

Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum 75% og meira, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði, skal veittur afsláttur af fasteignaskatti og fráveitu-og rotþróargjaldi af viðkomandi íbúðarhúsnæði skv. reglum samþ. af sveitarstjórn.

10. Leyfisgjöld vegna hunda- og kattahalds er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

11. Byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-, úttekta og mælingagjöld skipulags- og bygginganefndar og skipulags- og byggingafulltrúa leggjast á skv. sérstakri gjaldskrá. Gjalddagar eru dags. reikninga og eindagar 30 dögum síðar.

Að öðru leyti gilda lög um tekjustofna sveitarfélaga og gjaldskrár um viðkomandi tekjuliði. Samþykkt þessi um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár skal birt á heimasíðu Rangárþings ytra.

JGV og IPG tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn tók ákvörðun um að lækka álagningarhlutfall a-hluta fasteignagjalda úr 0,33 í 0,30 og fráveitugjalda úr 0,22 í 0,21 til að koma til móts við fasteignaeigendur vegna hækkunar á fasteignamati.

28.Fjárhagsáætlun 2024-2027

2309040

Fjárhagsáæltun 2024-2027. Seinni umræða.
Fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2024-2027 lögð fram til afgreiðslu í seinni umræðu.

Áætlaðar heildartekjur Rangárþings ytra (A og B hluta) árið 2024 nema alls 3.557.435 mkr. Rekstrargjöld eru áætluð 2.984.893 mkr. og þar af reiknaðar afskriftir 165.041 mkr. Fjármagnsgjöld eru áætluð 213.632 mkr. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 193.869 mkr.

Veltufé frá rekstri er 500.363 mkr. Í eignfærða fjárfestingu 1.247.195 mkr og nýrri lántöku að upphæð 907.270 mkr. á árinu 2024 aðallega vegna hönnunar og framkvæmda við skólasvæði á Hellu. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2024 alls 3.525.325 mkr og eigið fé 3.293.507 mkr. Eignir í árslok eru áætlaðar 6.818.833 mkr.

Framlegðarhlutfall 2024 er áætlað 16,1.

Veltufjárhlutfall 2024 er áætlað 1,02.

Eiginfjárhlutfall 2024 er áætlað 0,46.

Rekstrarjöfnuður þriggja ára skv. sveitarstjórnarlögum er áætlaður jákvæður um 593.028 mkr.

JGV og IPG tóku til máls.

Tekið stutt fundarhlé.

Samþykkt samhljóða með fyrirvara frá fulltrúum D-lista varðandi frístundastyrk og fjármögnun íþrótta- og tómstundafulltrúa og verkefnisstjóra heilsueflandi samfélags.

Bókun D-lista:
Gott samstarf var við gerð fjárhagsáætlunar innan sveitarstjórnar líkt og síðastliðið ár. Fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2024 byggir á metnaðarfullum markmiðum um áframhaldandi uppbyggingu grunninnviða, góðum rekstri sveitarfélagsins undanfarinn áratug og traustri stöðu sveitarsjóðs.
Áætlaður rekstrarafgangur ársins er vel viðunandi og veltufé frá rekstri rúmur hálfur milljarður sem nýtist í þær miklu fjárfestingar sem framundan eru við skólabyggingu og uppbyggingu á íþróttasvæðinu á Hellu.
Fulltrúar D lista lögðu ríka áherslu á að álagningarhlutfall fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði yrði lækkað annað árið í röð til að koma til móts við hækkandi fasteignamat og náðist um það þverpólitísk samstaða. Sama á við um holræsagjald.
Fulltrúar D-lista óskuðu eftir því við fjárhagsáætlunargerð að skilað yrði greinargerð um ávinning af frístundastyrkjum vegna íþrótta og tómstundaiðkunar barna og ungmenna. Þær upplýsingar sem hafa borist ná þó einungis yfir fjölda þeirra sem hafa nýtt styrkina á árinu 2023 og heildarupphæðir sem hafa runnið til einstakra félaga. Ekki er nein sundurliðun á greinum innan íþróttafélaga eða um þróun á iðkendafjölda. Þá eru heldur engar upplýsingar um þróun á æfingagjöldum/þátttökugjöldum eða önnur efnisatriði sem gætu sýnt fram á þann ávinning af framlögum sveitarsjóðs að það réttlæti áframhaldandi framlög til verkefnisins. Kallað var eftir því að þau gögn yrðu tekin saman svo hægt væri að sjá hverju úrræðið er raunverulega að skila notendum og í fjölgun iðkenda milli ára. Annað árið í röð er það tillaga Á lista að lagt verði upp með frístundastyrki þrátt fyrir skort á þessum upplýsingum.
Þá er gert ráð fyrir HÍT-fulltrúa án þess að fyrir liggi upplýsingar um það hvort af samstarfinu verði.
Fulltrúar D-lista samþykkja fyrirliggjandi fjárhagsáætlun að undanskildum framlögum í frístundastyrki og til nýs HÍT-fulltrúa. IPG, EÞI, BG.

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir mjög gott starf við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunarinnar. Jafnframt vill sveitarstjórn nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf á árinu. Sveitarstjórn óskar starfsfólki og íbúum Rangárþings ytra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

29.Samráðsgátt. Áform um frumvarp til laga um vindorku

2312027

Lagt fram til kynningar.

30.Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis - málasafn 2023

2303006

Umsagnarbeiðnir Velferðarnefndar Alþingis um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra, húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028 og frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

31.Innviðaráðuneytið. Fyrirspurn um lögbundnar nefndir í sveitarfélögum

32.Ægissíða 1, L165446. Breyting á heiti í Stekkatún 1

2312001

Landeigandi að Ægissíðu 1, L165446, óskar eftir að heiti landsins breytist formlega í Stekkatún 1, eins og landið hefur verið nefnt milli manna í gegnum tíðina.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nafnabreytinguna.

Samþykkt samhljóða.

33.Þjóðólfshagi 25. beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.

2311057

Beiðni um umsögn barst frá Sýslumanninum á Suðurlandi þ. 24.11.2023 sl. vegna umsóknar Iceland Sightseeing ehf um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "C" á gististað á lóðinni Þjóðólfshagi 25, L165254, Rangárþingi ytra.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Iceland Sightseeing ehf til gistingar í flokki II, tegund C á lóðinni Þjóðólfshaga 25 í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

34.Byggðarráð Rangárþings ytra - 20

2311001F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 20 Byggðarráð leggur til að greiddur verði út kr. 5.000.000 arður úr Rangárljósum vegna ársins 2022.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að tillaga byggðarráðs um útgreiðslu arðs að fjárhæð kr. 5.000.000 verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 20 Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023. Greinargerð fylgir viðaukanum og fór Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri yfir breytingarnar.

    Viðauki 5 er gerður vegna byggðarsamlaga og samstarfsverkefna sem sveitarfélagið er aðili að. Með breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 var kveðið á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.
    Í viðaukanum er búið að færa inn hlutdeild eftirfarandi stofnana í áætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2023:
    Bergrisinn bs. (6,98%)
    Brunavarnir Rangárvallarsýslu (44,47%)
    Byggðasafnið Skógum (33,32%)
    Félags- og skólaþjónusta Rangárvallar- og V-Skaftafellssýslu (32,44%)
    Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. (5,97%)
    Héraðsnefnd Rangæinga (44,47%)
    Tónlistarskóli Rangæinga (44,47%)
    Sorpstöð Rangárvallarsýslu (44,47%)
    Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps (81,76%)

    Samtals nema áhrif viðauka 1-5 til lækkunar á rekstrarniðurstöðu um kr. 16,4 milljónir.

    Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að tillaga byggðarráðs um viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2023 verði samþykkt.

    JGV tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.

35.Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu - 8

2311010F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

36.Húsakynni bs - 7

2311014F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
  • Húsakynni bs - 7 Farið var yfir næstu skref varaðandi vinnu með hönnuðum við undirbúning frumdraga vegna húsnæðismála á Grunnskóla, leikskóla og annarar þjónustu sem er í tengslun við húsnæðið á Laugalandi.
    Stjórn Húsakynna leggur til að stofnaður verði vinnuhópur til að leggja línur með hönnuðum.
    Lagt er til að vinnuhópurinn verði skipaður eftirfarandi aðilum Eggert Valur Guðmundsson, Þröstur Sigurðsson, Ísleifur Jónasson og Þórunn Dís Þórunnardóttir. Starfsmaður hópsins verður Tómas Haukur Tómasson og boðar hann til fyrsta fundar.

    Samþykkt
    Bókun fundar Lagt til að tillaga í vinnuhóp vegna húsnæðismála skóla o.fl. á Laugalandi verði staðfest.

    Samþykkt samhljóða.

37.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 9

2312001F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
  • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 9 Farið var yfir meðfylgjandi gögn og þau rýnd. Nefndin hvetur sveitastjórn til áframhaldandi vinnu í málinu og leggur til að ráðinn verði starfsmaður á vegum sveitarfélaganna til að sinna þeim verkefnum sem lýst er í gögnum málsins.

    Nefndin telur að nauðsynlegt sé að starfandi verði verkefnastjóri til að sinna þeim verkefnum sem lýst er til að bæta þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.

    Heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að fara yfir starfslýsinguna út frá núverandi starfslýsingu.
    Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar, samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur sveitarstjóra og oddvita að vinna málið áfram.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum en IPG, EÞI og BG sitja hjá.

    Bókun D-lista:
    Fulltrúar D-lista sitja hjá þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um afstöðu annarra sveitarfélaga. Verði þau ekki öll þátttakendur á fyrirliggjandi starfslýsing ekki við og ekki hefur farið fram nein umræða um að af verkefninu verði nema á sýsluvísu. IPG, EÞI, BG.

38.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19

2311003F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulags- og umferðarnefnd telur að umræddar lóðir séu í fullu samræmi við gildandi deiliskipulag og gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á sameinaðri lóð.
    Nefndin leggur til að málsaðila verði heimilt að óska eftir að gerð verði nauðsynleg breyting á landnotkun í aðalskipulagi þar sem lóðin verði færð úr núverandi frístundasvæði í landbúnaðarsvæði að nýju og leggur jafnframt til að lóðarhafa verði heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. 25.10.2007 eða leggja fram nýtt af umræddri lóð ef tilefni er til þess frekar.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fyrirhugað heiti falli vel að skilmálum þeirra reglna og leiðbeininga sem gilda um staðföng og gerir því engar athugasemdir við tillögu lóðarhafa. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Farið yfir stöðuna.
    Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að gert verði ráð fyrir gangstétt norðan við Þingskála sem tengir Heiðvang og Freyvang við skólasvæðið.
    Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kalla til ráðgjafa í umferðarmálum til liðsinnis nefndinni við ákvarðanir í umferðaröryggi innan þéttbýlla svæða sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir og samþykkir framlagða fundaáætlun fyrir sitt leyti. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar voru fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 101. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar voru fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 102. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáform samræmast stefnu aðalskipulagsins hvað varðar uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum.
    Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulags- og umferðarnefnd telur að gera þurfi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi til að áform umsækjanda geti orðið að veruleika. Breyta þarf núverandi landbúnaðarsvæði í Verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 í samræmi við ofangreint. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og einnig í samræmi við 3. mgr. 40. gr. sömu laga. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 13. - 27. desember 2023. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulags- og umferðarnefnd telur að gera þurfi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi til að áform umsækjanda geti orðið að veruleika. Engar stefnur eru í aðalskipulagi varðandi landnotkunarflokkinn "óbyggt svæði". Gert verði því ráð fyrir íbúðabyggð norðan til á eyjunni og sunnan til verði gert ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði. Einnig verði möguleiki á útivistarsvæði tengt verslunar- og þjónustusvæðinu syðst á eynni. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 í samræmi við ofangreint. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og einnig í samræmi við 3. mgr. 40. gr. sömu laga. Kynning lýsingar skal standa í tvær vikur frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 13. - 27. desember 2023. Samhliða óskar nefndin eftir nánara samtali milli umsækjanda og sveitarfélagsins áður en tillaga verður lögð fram. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða lýsingu og leggur til að hún verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í tvær vikur frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 13. - 27. desember 2023.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • 38.15 2210013 Mosar deiliskipulag
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulagsnefnd telur ekki þörf á kynningu lýsingar þar sem allar meginforsendur viðkomandi landnotkunarflokks liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulags- og umferðarnefnd telur að grenndarkynning hafi leitt í ljós að ekki séu athugasemdir lóðarhafa á svæðinu við útleigu gistingar í flokki II. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulags- og umferðarnefnd telur að grenndarkynning hafi leitt í ljós að lóðarhafar geri engar athugasemdir við að bætt verði við einni lóð. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 19 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Litlaland í Ásahreppi en telur æskilegt að gerð verði betri grein fyrir aðkomu að sumarhúsinu á lóðinni Arnkötlustaðir lóð L165183 ef fyrirhugað er að sú aðkoma eigi að vera gegnum annað land en Arnkötlustaði. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

39.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 6

2312002F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

40.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 24

2311008F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

41.Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 6

2311005F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

42.Oddi bs - 18

2311002F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

IPG tók til máls.

43.Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 4

2311011F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

Sveitarstjórn vill óska Guðna Guðmundssyni á Þverlæk til hamingju með sæmdarheitið Samborgari Rangárþings ytra 2023.

44.Byggðarráð - vinnufundur - 17

2310014F

Lagt fram til kynningar.

45.Byggðarráð - vinnufundur - 18/

2311009F

Lagt fram til kynningar.

46.Fundargerðir 2023. Héraðsnefnd Rangæinga

47.Fundargerðir 2023 - Stjórn félags- og skólaþjónustu RangárvV-Skaft

2304034

Fundir 75.-77. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

48.Fundargerðir Fjallskilanefndar Landmannaaftréttar 2023

2311026

Fundir frá 28. ágúst og 30. október s.l.
Lagt fram til kynningar.

49.Fundargerðir 2023 - Samtök orkusveitarfélaga

2302037

Fundargerð 67. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

50.Fundargerðir 2023 - Heilbrigðisnefnd Suðurlands

2301064

Fundargerð 232. fundar stjórnar og aðalfundargerð frá 27. okt. s.l.
Lagt fram til kynningar.

51.Ársþing SASS 26. og 27. október 2023

2309001

Fundargerð ársþings SASS.
Lagt fram til kynningar.

52.Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands 2023-2026

2302023

Fundargerðir 3. og 4. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

53.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2023

2301060

Fundargerðir 938. og 939. fundar.
Lagt fram til kynningar.

54.Stjórnarfundir Lundar 2023

2301016

Fundargerð 7. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

55.Aðalfundur Arnardrangs hses

2312029

Fundarboð á aðalfund þann 21. des. n.k.
Lagt fram til kynningar.

56.Umsókn um tækifærisleyfi - Kvenfélagið Sigurvon Íþrhús Þykkvabæ

2311069

Lagt fram til kynningar.

57.Áramótabrennur og flugeldasýning.

2311070

Lagt fram til kynningar.

58.Umsókn um tækifærisleyfi - íþrh Laugalandi, Þorrablót Áshreppinga

2312004

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?