24. fundur 21. desember 2023 kl. 08:15 - 08:25 Fjarfundur í gegnum TEAMS
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Viðar M. Þorsteinsson varamaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundurinn er aukafundur í sveitarstjórn og fer fram á fjarfundi á Teams.

1.Tillögur að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2024

2312009

Tillaga um hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk.
Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, leggur sveitarstjórn Rangárþings ytra til að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin yfirfarin og staðfest með tölvupósti.

Fundi slitið - kl. 08:25.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?