Rammaskipulag fyrir Suðurhálendið norðan Mýrdalsjökuls er samræmd stefnumörkun í skipulags- og byggingarmálum á svæðinu, sem tekur einkum til ferðaþjónustu og samgangna.

Stefnumörkunin tekur til stærsta hluta hálendissvæða Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Skaftárhrepps. Markmið skipulagsins er að samræma stefnu sveitarfélaganna þriggja varðandi ferðaþjónustu og samgöngur á hálendissvæðum sveitarfélaganna. Auðvelda þarf umferð ferðafólks um svæðið m.a. til að styrkja svæðið vegna ferðamennsku og einnig til að létta álagi af vissum stöðum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?