Hér fyrir neðan eru tenglar á efni sem snertir málefni 60+

Félagsþjónustan er með ráðgjöf og leiðbeiningar til aldraðra og aðstandenda þeirra varaðandi ýmis persónuleg mál, réttindamál og þjónustuúrræði fyrir aldrað fólk. Þjónustuúrræði eru meðal annars félagsleg heimaþjónusta, heimsendur matur eða matur á dvalarheimili.

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu Málefni eldra fólks – Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

 

Heilsuefling

Heilsuefling eldri borgara í Rangárþingi ytra er mikilvægur þáttur í því að stuðla að betri heilsu, aukinni virkni og jákvæðri félagslegri þátttöku meðal eldri íbúa. Í Rangárþingi ytra er lögð áhersla á fjölbreytta heilsueflandi starfsemi sem mætir mismunandi þörfum eldri borgara, hvort sem það er í formi hreyfingar, fræðslu eða félagslegra viðburða. Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu FEBRANG hefur veg og vanda með að skipuleggja og framkvæma öflugt starf. Þar á meðal ýmsa viðburði, ferðir, fræðslur og vinnustofur.

May be a doodle of heart

Heimasíða FEBRANG er: FEBRANG – Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu

Facebook síða FEBRANG er: FEBRANG-Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu | Facebook

Fréttabréf vor 2025 – FEBRANG

Netfang FEBRANG er: febrang2020@gmail.com

Námskeið og önnur heilsuefling er auglýst á sudurlif.is

  • Leikfimi er í Hvolnum á Hvolsvelli miðvikudaga og föstudaga kl. 14:00 og í litla salnum í íþróttahöllinni á Hellu mánudaga og fimmtudaga kl. 14. Leiðbeinandi er Drífa Nikulásdóttir, ÍAK einkaþjálfari. Þetta verkefni er á vegum sveitarfélaganna, liður í Heilsueflandi samfélagi.
  • Drífa sér einnig um sundleikfimi í átta vikur á komandi sumri. Sundleikfimi er tvisvar í viku, til skiptis á Hellu og Hvolsvelli. Verð fyrir félagsmenn er 5.000 KR og skráningu má senda á sigdis.febrang@gmail.com.
  • Púttið byrjar 20. Maí kl 14 og er Brynja Bergsveinsdóttir leiðbeinandi þar. Verð er 3.300 KR og skráningu má senda á sigdis.febrang@gmail.com
  • Fótfráir Hellubúar er sjálfsprottinn gönguhópur, gengur alla daga frá Bogatúni 1 kl. 10:30. Hópurinn er alls ekki bundinn við Hellu, allir eldri borgarar og annað skemmtilegt fólk velkomið!
  • Boccia er spilað bæði á Hvolsvelli og Hellu tvisvar í viku, tímasetningar eru alltaf auglýstar í byrjun hverrar annar.

Frítt fyrir 67 ára og eldri nema annað komi fram.

Þjálfari: Drífa Nikulásdóttir ÍAK einkaþjálfari og heilsunuddari

Dæmi um ávinning af líkamsþjálfun aldraðra eru til dæmis:

  • Aukinn vöðvastyrkur
  • Betra jafnvægi
  • Aukinn liðleiki
  • Hægir á beinþynningu
  • Bætt starfsemi hjarta og æðakerfis
  • Betri andleg líðan