Stjórnkerfi Rangárþings ytra samanstendur af kjörnum fulltrúum og embættismönnum. Æðsta yfirvaldið er sveitarstjórn sem kosin er á fjögurra ára fresti. Æðsti yfirmaður embættismanna er sveitarstjóri sem er ráðinn af sveitarstjórn.
Um stjórnsýslu Rangárþings ytra gilda sveitarstjórnarlög.
Erindi til Rangárþings ytra er hægt að senda á netfangið ry@ry.is og starfsfólk sér um að koma erindum áleiðis til viðeigandi embættismanna eða nefnda.