Haraldur Birgir Haraldsson er skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra. Starfsstöð hans er á skrifstofu sveitarfélagsins við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu.

Tölvupóstfang hans er birgir(hjá)ry.is.

Aðstoðarmenn byggingarfulltrúa eru:

Heimir Hafsteinsson sem sér um byggingareftirlit
heimir(hjá)ry.is
Ingibjörg Gunnarsdóttir sem aðstoðar við vinnslu landskiptamála og skráningar til Þjóðskrár.
Ingibjorg(hjá)ry.is

 

Símatími skipulags- og byggingafulltrúa er almennt frá kl. 10-12 alla virka daga og viðtalstímar í persónu frá kl. 13-15 mánudaga til fimmtudaga. 

Skrifstofan er opin frá kl. 9-15 mánudaga til fimmtudaga.
Opið er á föstudögum frá kl. 9-13.

Sími á skrifstofu er 488 7000. 

Lokað er á skrifstofu Skipulags- og byggingafulltrúa dagana 21. og 22. júlí 2022 vegna sumarleyfa.

--

Í Skipulagsnefnd- og umferðarnefnd Rangárþings ytra sitja:

Gunnar Aron Ólason, formaður
Þórunn Dís Þórunnardóttir
Steindór Tómasson
Þröstur Sigurðsson
Svavar Leópold Torfason

Til vara:

Brynhildur Sighvatsdóttir
Berglind Kristinsdóttir
Daníel Freyr Steinarsson
Eydís Þ. Indriðadóttir
Sævar Jónsson

Haraldur Birgir Haraldsson, Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra, situr fundi Skipulagsnefndar og hefur þar málfrelsi og tillögurétt.

Meðferð skipulagsmála fer eftir Skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og  Skipulagslögum nr. 123/2010.

Meðferð byggingarmála fer eftir Byggingarreglugerð nr. 112/2012 og  Mannvirkjalögum nr. 160/2010.

Umsóknir um byggingarheimild / byggingarleyfi og framkvæmdaleyfi eða tilkynningar um framkvæmdir undanþegnar byggingarheimild / byggingarleyfi skulu lagðar inn hjá skipulags- og byggingarfulltrúa sem fer yfir umsóknir og athugar hvort með fylgi nauðsynleg gögn. Skipulags- og byggingarfulltrúi afgreiðir umsóknir sem uppfylla skilyrði skipulagslaga og reglugerða. Ef byggingaráform samræmast ekki skipulagsáætlunum leggur skipulags- og byggingarfulltrúi erindið fyrir Skipulags- og umferðarnefnd. Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslur skipulagsnefndar.

Byggingargátt

Hér eru leiðbeiningar varðandi umsóknar- og skráningarferlið:

Leiðbeiningar vegna framkvæmda háðum byggingarleyfi Framkvæmdir í umfangsflokki 2 og 3

Leiðbeiningar vegna framkvæmda háðum byggingarheimild Framkvæmdir í umfangsflokki 1

Leiðbeiningar vegna tilkynningaskyldra framkvæmda undnanþegnum byggingarheimild eða byggingarleyfi. 

Leiðbeiningar vegna eigin framkvæmda undanþegna tilkynningu, byggingarheimildar og byggingarleyfi

Leiðbeiningar vegna umsóknar Eigandi eða aðili á hans vegum sem sækir um

Leiðbeiningar vegna skráningar fagaðila Hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar

Framkvæmdaaðilar gera tillögur að deiliskipulagi þar sem nauðsyn ber til. Framkvæmdaaðilar geta gert tillögur að breytingu á aðalskipulagi ef það er nauðsynlegt vegna framkvæmda eða afgreiðslu á tillögu að deiliskipulagi. Sveitarstjórn annast gerð aðalskipulags. Svæðisskipulög taka yfir fleiri en eitt sveitarfélag og eru gerð í samstarfi sveitarstjórna sem skulu mynda um það samvinnunefnd.

  • Skipulagsnefnd fjallar um og gerir tillögur um afgreiðslur á skipulagstillögum.

  • Skipulags- og byggingarfulltrúi sér um að auglýsa skipulagstillögur samkvæmt heimild sveitarstjórnar.

  • Skipulags- og byggingarfulltrúi sér um útgáfu framkvæmdaleyfa samkvæmt heimild sveitarstjórnar.

Reglugerðasafn

Hvernig getur þú haft áhrif á skipulag og mótun umhverfis?

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?