Leikskólinn Laugalandi

Leikskólinn Laugalandi hóf starfsemi sína 7. maí 1996. Skólinn var starfræktur í húsnæði er áður voru tvær íbúðir kennara við Laugalandsskóla. Húsnæðinu var breytt miðað við þáverandi starfsemi sumarið 1997.

Sumarið 2007 flutti leikskólinn starfsemi sína yfir í húsakynni grunnskólans í "Súlnasalinn" sem áður var kennslustofa yngstu bekkja grunnskólans.

Leikskólinn Laugalandi hefur verið einnar deildar leikskóli þar til 1. september 2017 en þá var opnuð ný deild við skólann og er hann nú tveggja deilda.

Leikskólinn Laugalandi er vottaður ART leikskóli með sveigjanlegum vistunartíma, frá 4 tímum og upp í 8 tíma vistun.  Skólinn opnar 7:45 og lokar 16:15.  Hægt er að kaupa aukalega korter fyrir og eftir umsaminn vistunartíma.  Ef pláss er í skólanum er tekið á móti börnum frá eins árs aldri og er vistunarrými fyrir rúmlega 40 nemendur.

Rekstraraðilar eru Ásahreppur og Rangárþing ytra en þeir hafa gert með sér samkomulag um að reka deildaskipt byggðarsamlag um rekstur leik- og grunnskóla sveitarfélaganna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?